Lögmannablaðið - 2019, Side 16

Lögmannablaðið - 2019, Side 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 Í fyrri hluta könnunarinnar var spurt um líðan lögmanna á vinnustað sínum, um starfsanda og starfsánægju. Spurningar voru að mestu leyti almennt orðaðar og þá ályktun má draga af svörun í þeim hluta könnunarinnar að lögmenn séu almennt ánægðir í sínu starfi og líði vel á vinnustað sínum. Starfsánægja mældist góð, það ríki heilbrigð samkeppni á vinnustöðum og gott kynjajafnræði. Í kjölfarið var spurt hvort að svarendur vissu til þess hvort vinnustaður þeirra hefði sérstaka stefnu til að koma í veg fyrir einelti eða áreitni á vinnustaðnum og einnig hvort að til staðar væri „tengiliður“ sem hægt væri að tilkynna um slíkt hátterni til eða sækja stuðning til ef á þyrfti að halda. Um 30% svarenda sögðu að vinnustaður þeirra hefði slíka stefnu en um 60% sögðust eindregið vilja að vinnustaður þeirra hefði stefnu. Þá sögðust um 50% vera fylgjandi því að vinnustaður þeirra hefði sérstakan „tengilið“ sem hægt væri að leita til ef viðkomandi yrði fyrir eða yrði vitni að einelti eða áreitni. Í síðari hluta könnunarinnar var spurt sérstaklega um ýmis konar hátterni og spurt hvort sá sem svaraði hefði orðið fyrir eða orðið vitni að hátterni af því tagi. Svörunin gaf talsvert aðra mynd af líðan lögmanna eða upplifun þeirra á vinnustað sínum en fyrri hluti könnunarinnar gaf til kynna. Spurt var í fyrsta lagi um hegðun með kynferðislegum undirtón, þ.e. hvort lögmaður hefði í sínu starfi upplifað t.d. að heyra óviðeigandi brandara með kynferðislegum undirtón eða ummæli um útlit, vaxtarlag, klæðaburð eða einkalíf sitt. Það voru 26% svarenda sem svöruðu því játandi. Þá töldu tæp 15% svarenda sig hafa upplifað óþarflega mikla nálægð, faðmlög, kossa eða aðra snertingu sem hann eða hún vildu ekki. Um 6% höfðu fengið sendar eða verið sýndar myndir eða efni af kynferðislegum toga sem viðkomandi fannst móðgandi eða niðurlægjandi. Um 30% svarenda töldu sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að annars konar hegðun en þegar hafði verið sérstaklega lýst sem þeim fannst móðgandi, niðurlægjandi eða ógnandi. Hópurinn stóð fyrir fyrirlögn skoðanakönnunar fyrir félagsmenn LMFÍ í febrúar 2019. Með könnuninni var aflað upplýsinga um líðan og samskipti lögmanna á vinnustöðum sínum og einnig hvort lögmenn hefðu orðið fyrir eða orðið vitni að áreitni, sem var flokkað annars vegar sem kynbundin eða kynferðisleg áreitni og hins vegar sem einelti. Jafnframt var spurt um viðbrögð lögmanna við því ef þeir/þær hefðu orðið fyrir eða orðið vitni að slíkri háttsemi. Markmiðið með fyrirlögn könnunarinnar var að skoða hvort að tilefni væri til þess að gera breytingar á lögmannalögum og eftir atvikum siðareglum lögmanna og hvort ástæða væri fyrir Lögmannafélagið að skoða hvort félagið ætti að útvega úrræði fyrir félagsmenn sína ef áreitni eða einelti væri útbreitt vandamál á vinnustöðum lögmanna. Svarhlutfall í könnuninni var 17% sem almennt er talið í lægri kantinum en svör voru metin marktæk enda var dreifing þeirra sem svöruðu góð, þ.e. svarhlutfall kynja var nokkuð jafnt og góð aldursdreifing. Þeir sem svöruðu voru því ágætur þverskurður af öllum félagsmönnum. LÖGMENN OG #METOO Í nóvember 2018 var af hálfu Lögmannafélags Íslands skipaður vinnuhópur til að skoða og greina málefni #MeToo út frá snertiflötum við lögmannastéttina. Í vinnu- hópnum sitja Elín Smáradóttir, Friðrik Ársælsson, Ingvi Snær Einarsson, Kolbrún Garðarsdóttir og Þyrí Steingrímsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.