Lögmannablaðið - 2019, Side 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 23
Geir Gestsson útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2003 og úr
meistaranámi við Erasmus háskólann í Rotterdam árið 2004. Hann
fékk réttindi til þess að flytja mál fyrir héraðsdómstólum árið 2006
og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2015. Hann hefur unnið hjá
Mörkinni lögmannsstofu allt frá árinu 2004. Geir, ásamt Fanney Rós
Þorsteinsdóttur var fyrstur íslenskra málflytjenda til þess að flytja
munnlega mál fyrir yfirdeild (Grand Chamber) Mannréttinda-
dómstóls Evrópu þann 9. október sl. Við málflutninginn aðstoðaði
hann Védís Eva Guðmundsdóttir, lögmaður á Mörkinni
lögmannsstofu.
FYRSTU ÍSLENSKU
MÁLFLYTJENDURNIR
HJÁ GRAND CHAMBER –
GEIR GESTSSON
Það sátu 17 aðaldómarar í málinu og 3 varadómarar, frá
mismunandi aðildarríkjum. Yfirdeildin var skipuð forseta
dómsins, varaforseta, auk forseta hinna mismunandi
undirdeilda. Þá sat í yfirdeildinni landsréttardómarinn fyrir
Ísland þrátt fyrir að hann hafi einnig setið í undirdeildinni,
þegar málið var dæmt.
„Ég verð að játa að það kom mér svolítið á óvart að sjá
að dómari sem átti hlut í að dæma mál fyrir undirrétti
sæti einnig í málinu á áfrýjunarstigi. En þetta er víst
formregla hjá yfirdeildinni, þ.e. að landsréttardómarinn
fyrir undirdeild sitji áfram í málinu á áfrýjunarstigi“ segir
Geir. Honum fannst einnig áhugavert að forseti réttarins
kallaði lögmenn aðila á skrifstofu sína nokkrum mínútum
fyrir málflutninginn, til að kynna sig og fara yfir helstu
formsatriði fyrir málflutninginn. Þau væru nokkur svo vægt
væri til orða tekið, en það hefði þó verið mjög heppilegt
að þau hefðu verið kynnt fyrir lögmönnum skriflega á fyrri
stigum málsmeðferðarinnar.
Hvað varðar málsmeðferðina fyrir yfirdeildinni var óskað
áfrýjunarleyfis í lok janúar 2019. Málið var svo flutt
munnlega í október 2019. Þannig að málsmeðferðin í
heild sinni tók bara rúma níu mánuði og var í raun mjög
skilvirk. Geir segir að þetta skýrist helst af því að það séu
svo fá mál sem fara til yfirdeildarinnar eða um 5% af þeim