Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 VERIÐ VELKOMIN Á BÓKASAFNIÐ Lögmannafélag Íslands hefur rekið bókasafn með formlegum hætti frá árinu 1991 þótt fyrstu vísar að safni séu mun eldri eða frá 1960. Bókasafnið þjónustar félagsmenn með aðgengi að bókum og tímaritum um lögfræði auk þess að bjóða uppá rafræna áskrift að Karnov og blaðaáskrift að UfR. Safnið er tengt bókasafnskerfinu Gegni sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna en bækur eru einungis til notkunar á staðnum. Á safninu er ágæt aðstaða fyrir lögmenn til að vinna að undirbúningi fyrir réttarhöld og fá frið frá síma og daglegu amstri. Vinnuaðstaða með skrifborði er fyrir fjóra auk þess sem hægt er að nýta annað rými á safninu. Bókasafnið er opið á skrifstofutíma virka daga (frá kl. 9-17 á veturna og kl. 8-16 á sumrin). Hægt er að fá lánaðan lykil af safninu í tvo daga eða yfir helgi fyrir þá sem ekki komast á opnunartíma.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.