Lögmannablaðið - 2019, Qupperneq 35
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 35
réttinda dómstólnum sem öll tengjast ágreiningi um skipun
dómara við Landsrétt og yfirdeild dómstólsins mun fjalla
um í febrúar í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska
ríkinu. Þá megi rekja fjölda áfellisdóma á hendur ríkinu
í tjáningarfrelsismálum að nokkru leyti til lögbundins
fyrirkomulags og dóma Hæstaréttar um ábyrgð blaðamanna
á ummælum viðmælenda sem nú hefur verið horfið frá.
Loks virðist fjöldi mála sem tengist efnahagsbrotum að
nokkru leyti lúta að álitaefnum um hæfi dómara.
Kjartan sagði að það færi eftir aðstæðum hverju sinni
hvort íslenskir dómstólar gætu sjálfir brugðist við vanda
sem skapaðist í réttarkerfinu í tengslum við beitingu
Mannréttindasáttmálans. Þegar um væri að ræða álitamál
um hæfi dómara til að sitja í málum og nýja dóma frá
Mannréttindadómstólnum þar sem hugsanlega væru gerðar
ríkari kröfur en áður þekktust væri þetta tiltölulega auðvelt:
Þá gætu íslenskir dómstólar einfaldlega tekið strax mið
af þessum dómum við túlkun matskenndra hæfisreglna
íslenskrar réttarfarslöggjafar. Í öðrum málum væri þetta
hins vegar flóknara, eins og í málum sem lúta að tvöfaldri
Það er niðurstaða Reimars að dómstólar megi mjög gjarnan
huga að hlutverki sínu við vernd mannréttinda.
Mikil fjölgun íslenskra dómsmála fyrir MDE
Kjartan Bjarni Björgvinsson tók næstur til máls og sagði
alltaf ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölda dómsmála
frá Íslandi fyrir Mannréttindadómstólnum, óháð fjölda
málanna. Mannréttindi væru grundvallargildi í réttarkerfinu
og samfélaginu öllu og því væri eðlilegt að gera ríkar kröfur
til þess hvernig dómstólar leystu úr álitefnum sem tengdust
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Í erindi sínu fór Kjartan yfir tölfræði frá árunum 2009-2018,
með ákveðnum fyrirvörum, enda væru þessar upplýsingar
ekki alltaf aðgengilegar og skýrar. Á þessu tíu ára tímabili
hafa 236 kærur borist frá Íslandi, 167 hafa verið samþykktar
og teknar til efnismeðferðar, 21 efnisdómur hefur fallið
og 15 áfellisdómar. Á árunum 2009-2013 var allt með
nokkuð kyrrum kjörum og Ísland töluvert á eftir hinum
Norðurlöndunum í fjölda innsendra kæra. Á árunum 2014
og 2015 hafi innsendum kærum frá Íslandi þó byrjað að
fjölga hratt og árið 2018 hafi Mannréttindadómstóllinn
skráð 51 nýtt mál frá Íslandi sem gerir Ísland langhæst allra
Norðurlandanna miðað við útgefna tölfræði dómstólsins.
Það sem af er árinu 2019 bíður 71 kæra afgreiðslu
(bráðabirgðatölur).
Hvaða ráðstafana er hægt að grípa til?
Kjartan Bjarni sagði þennan mikla fjölda að miklu leyti
skýrast af kerfislægum vandamálum, þar sem eitt tiltekið
mál leiðir til ítrekaðra mála fyrir Mannréttindadómstólum.
Ágætt dæmi um slíkt birtist í fjölda málum fyrir Mann-
Á ÁRUNUM 2014 OG 2015 HAFI INNSENDUM
KÆRUM FRÁ ÍSLANDI ÞÓ BYRJAÐ AÐ FJÖLGA
HRATT OG ÁRIÐ 2018 HAFI
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLLINN SKRÁÐ 51 NÝTT
MÁL FRÁ ÍSLANDI SEM GERIR ÍSLAND
LANGHÆST ALLRA NORÐURLANDANNA...
Fanney Birna Jónsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Reimar Pétursson.