Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 17
17 hæfð fyrir átraskanir og geðklofa einstak- linga. Í maí 2001 flyt ég svo heim til Íslands og fer að vinna á BUGL með Sössu iðjuþjálfa og kynnist þá og fer að læra allt um ævin- týrameðferð og reynslunám, bæði hjá Project Adventure í Bandaríkjunum og svo hjá Via Experientia í Evrópu sem var ótrú- lega skemmtilegt. Ætli við höfum ekki verið með um 8-10 hópa á ári og ca 8 börn í hóp í að minnsta kosti 12 ár, þannig að þau eru ansi mörg börnin og unglingarnir sem við fengum að kynnast fyrir utan alla einstak- lingsmeðferðina. HEFURÐU VERIÐ Á LANDSPÍTALANUM SÍÐAN? Árin 2001 til janúar 2005 vann ég á BUGL en þá flyt ég til Spánar með barnsföður mín- um, en ég fór í mastersnám í listmeðferðar- fræði í Universidad de Barcelona. Ég bjó í Barcelona í eitt ár og svo tvö ár í Madrid sem var mjög skemmtilegur tími. Ég kom þó heim á sumrin og vann á BUGL. Það var svo rosalega heitt á Spáni og gott að eyða sumr- inu hér og önnur ástæða var að það var erfitt á þessum tíma mikils atvinnuleysis að fá fulla vinnu á Spáni, en ég kenndi ensku í hlutastarfi sem var skemmtileg reynsla. Svo seint um haustið 2007 flytjum við aftur heim og ég fer aftur að vinna á BUGL, tók þar við sem yfiriðjuþjálfi og vann til 2013. Ég var fljótlega farin að taka að mér annars konar verkefni á BUGL, meiri skipulagningu og verkefnastjórnun og fann að mig langaði að læra meira um tæki og tól verkefnastjórn- unar. Í kjölfarið dreif ég mig í mastersnám í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík 2011 og vann á BUGL samhliða. Þegar ég er nýútskrifuð 2013 er mér boðin vinna í hug- búnaðargeiranum sem ég hló bara eigin- lega að. Var nýkomin úr sumar-ævintýraferð í Þórsmörk með unglingunum á BUGL og fékk símtal frá þessu hugbúnaðarfyrirtæki sem vantaði verkefnastjóra. Ég sagðist ekk- ert vita um tölvur en var sagt á móti að ég væri með góða menntun og reynslu, iðju- þjálfi og vön að vinna með fólki, væri með verkefnastjórnunarnám og þeir myndu kenna mér á tölvurnar. Ég var nýskilin og sá ekki fram á að geta verið einstæð móðir á BUGL-laununum því miður, þannig að þetta kom eiginlega alveg á alveg réttum tíma. Það var ekki auðvelt að kveðja BUGL, en þarna fékk ég tækifæri til þess að prófa að vinna í einkageiranum við eitthvað allt ann- að. Ég vann með ýmsum teymum að stór- um sem smáum verkefnum og bæði verk- efnastjórnunin og iðjuþjálfunin smell- pössuðu þarna inn. Ég var á þessum vinnu- stað í tæp 3 ár og fór svo aftur yfir á Landspítalann í byrjun árs 2016 á verk- efnastofuna sem er á skrifstofu forstjóra og er þar enn sem verkefnastjóri. Ég er í ferlega skemmtilegum verkefnum þvert á spítal- ann, ýmsum ferlaverkefnum, sé um og kenni straumlínustjórnun í Lean-skólanum og er með ýmis stærri þjónustu- og hús- næðisverkefni. Við erum sífellt að reyna að bæta og auka þjónustuna við skjól- stæðinginn, erum að reyna að eyða sóun og auka virði, greinum ferla og þjónustu, skoð- um hvað þarf að bæta og laga og aðstoðum við að finna lausnir. Allt þetta mismunandi nám sem ég hef farið í og reynslan hefur leitt mig svolítið áfram inn á ansi skemmti- legar brautir, og ég hef fengið tækifæri til að vinna við og prófa óteljandi áhugaverða hluti. HVAÐ VARÐ TIL ÞESS AÐ ÞÚ VARÐST FORMAÐUR IÐJUÞJÁLFAFÉLAGSINS? Árið 2009 fékk ég símtal frá kjörnefnd IÞÍ og Rósa Hauksdóttir spurði hvort ég hefði áhuga á að koma og vinna fyrir félagið. Stuttu seinna var ég bara allt í einu komin í stjórn sem meðstjórnandi og var það í 2 ár, tók þátt í að gera nýja heimasíðu og bæk- linginn Hvað er iðjuþjálfun? og alls konar skemmtileg verkefni. Þá var Júlíana Aspel- und formaður. 2011 verð ég varaformaður og 2013 ætlar Júlíana að stíga til hliðar og ég er hvött af stjórninni að bjóða mig fram til formanns. Ég hafði haft rosalega gaman að vinna með stjórninni, frábærar konur og skemmtilegt félag og ákvað að taka þessari áskorun og varð formaður IÞÍ 8. mars 2013 í 20% hlutastarfi. HLUTFALLIÐ JÓKST MEÐAN ÞÚ VARST FORMAÐUR, ER ÞAÐ EKKI? Jú, það var 20% og fór upp í 30-35% og síð- an var hlutfall formanns kjaranefndar aukið upp í 10% og svo 20%. Við vorum eina félag- ið sem vorum enn með í raun og veru 2 for- menn, fagfélagshlutann og síðan kjara- hlutann, meðan öll hin félögin höfðu formann sem var bæði formaður félagsins og kjaranefndar. Við höfðum oft talað um að við þyrftum að fara að breyta þessu, hækka starfshlutfallið og sameina þessar stöður, enda næg verkefni og erfitt að sinna öllu í hlutastarfi. Það var hins vegar bara ekki til fjármagn til þess fyrr en nú. Við þurftum að ná ákveðnum fjölda félags- manna svo við gætum greitt formanni fyrir 100% vinnu. Fjölgun félagsmanna fylgja líka fleiri verkefni um allt land svo ég er virkilega ánægð með að loksins höfum við formann í fullu starfi. HVERNIG ER AÐ VERA FORMAÐUR? Ég var formaður í sex ár og var í stjórninni í 4 ár áður en ég tók við af Júlíönu. Það var í raun mjög mikið sem ég þurfti að læra og setja mig inn í. Allt samstarfið með BHM, kjaramálin, samstarf milli Norðurlandanna, innan Evrópu og svo innan heimssamtak- anna. Það var gríðarlega mikið af fundum, bæði með stjórn, nefndum innan félagsins, öðrum félögum innan BHM, fundir með ráðuneytunum og heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og fleirum og fleirum. Maður var alveg blautur á bak við eyrun til að byrja með og ég var ferlega stressuð fyrir þessa fyrstu fundi. Um leið var þetta alveg magnað líka og ég varð bara að læra fljótt. Norðurlandasamstarfið hefur verið alveg einstakt og ómetanlegt að tengjast Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi sem eru með mörg þúsund meðlimi og svo auðvitað litlu frændþjóð okkar Færeyingum sem hafa líka leitað mikið til okkar. Að hafa þannig net er alveg óviðjafnanlegt. Á Norð- urlöndunum eru heilu hóparnir ráðnir í fullt starf fyrir utan auðvitað formann og vara- formann í fullu starfi, og þau hafa búið til svo mikið af faglegu og góðu efni sem við höfum getað nýtt okkur og fengið aðgang að, sem er frábært af því við höfum bara alls ekki mannskap til að gera þetta allt sjálf. Við gefum Scandinavian Journal Of Occu- pational Therapy (SJOT) út saman sem er mjög metnaðarfullt og faglegt blað. Síðan er það Evrópusamstarfið, COTEC, alveg magnað og auðvitað WFOT-alheimssam- tökin. Það er líka ómetanlegt að fá aðgang að öllu því efni sem hefur verið búið til þar. Fræðsluefni, greinar, position papers og margt fleira en heimasíðan þeirra er hafsjór af fróðleik. Við unnum að því að allir félags- menn IÞÍ fengju einstaklingsaðild að WFOT- heimasíðunni og þar af leiðandi Bulletin og fleira frábæru efni. Þetta er líka eitthvað sem iðjuþjálfar geta nýtt sér við gerð fræðsluefnis, þegar verið er að skipuleggja nýja hópa eða meðferðarúrræði, fyrir fundi eða jafnvel fyrir atvinnuviðtal. Það sem var líka ótrúlega skemmtilegt að sjá er að iðju- þjálfar eru allir eins, alls staðar í heiminum og við erum bara að gera ansi góða hluti hér heima á Íslandi. Við erum með flott og fag- legt nám í HA og virkilega flotta og faglega iðjuþjálfa að vinna alls staðar á landinu. Ég fékk oft fyrirspurnir, þá sérstaklega frá Evrópulöndunum, hvernig við erum að vinna, og fólk bað um að fá að koma í heim- sóknir og komast í samband við einhvern í þessum eða hinum geiranum. Ég fékk einnig mjög oft fyrirspurnir varðandi vett- vangsnám, sem hefur reyndar reynst svo- lítið erfitt út af tungumálinu. Það sem skipti mestu máli fyrir mig er að vera í sem bestum tengslum við félags- mennina, ég reyndi af alúð að vinna að því að tengja saman hópana. Það sem mér hef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.