Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 25
25 verður að halda einbeittur áfram. Þetta er fyrir skjólstæðinginn. Þetta er ekki fyrir mig, þetta er til þess að auka gæðin í meðferð skjólstæðingsins. Ég verð bara að halda áfram, og ég er svolítið þannig hvort sem er, ef það er áskorun, þá ætla ég mér að stand- ast hana. Stuðningurinn er til staðar ef þú þarft hann, þú verður bara að halda áfram þar til þú nærð markmiðinu. Trúið á ykkur sjálf. Brenda: Þetta getur verið erfitt, ég sjálf man eftir að hafa gengið inn á spítala, hitt sam- starfsfólk með margra ára reynslu og hlust- að á þau segja mér að ég þurfi að gera tauga- eða vitrænt mat og líka sjónpróf. Hér er ég, nýkomin úr skóla og hvað veit ég? Ég hugsaði með mér: „Hér er ég, ég veit bara margt og ég veit að það er mikilvægt“. Það hefði verið mjög einfalt fyrir mig að segja: já, látið mig fá þessa matslista og fylgja svo bara því sem þau gerðu, ef ég hefði ekki haft þetta sjálfsöryggi hefði verið auðvelt að enda þar. Trúið því að þetta er gott fyrir skjólstæðinginn, gott fyrir endurhæfinga- ferlið og gott fyrir iðjuþjálfun. Treystið þver- faglegu teymunum ykkar fyrir hinum mats- listunum, og nýtið ykkur upplýsingarnar frá þeim í stað þess að endurtaka matið. Gill: Suma hluti veistu bara. Jafnvel nýút- skrifuð vitum við meira af því við erum ný búin að læra ný atriði. Já við þurfum að prófa þau, já við þurfum að hlusta á reynslu- meiri aðila. Haldið samt áfram að hafa trú á ykkur sjálfum. Þið þekkið skjólstæðingana ykkar, þið þekkið ykkur sjálf. Ef það gengur ekki er það allt í lagi. Þið getið gengið til baka og sagt, ég reyndi þó alla vega. Ef þið reynið ekki þá vitið þið ekki hvernig fer. Það sem ég myndi gjarnan vilja sjá, er að allur hópurinn nái kvörðun til að nota AMPS á einhverjum tímapunkti, ekki endilega alltaf með öllum skjólstæðingum en að hagnast af því að nýta sér AMPS, líkt og ég veit að sú æfing sem ég hef hefur gert mér gagn, því hún hjálpar mér að einbeita mér að því sem skjólstæðingnum er mikilvægt. Brenda: Þegar ég hugsa um hvað ég vill fyr- ir hópinn að þá finnst mér frábært að þið hafið gert hóp á facebook þar sem þið getið haldið sambandi, stutt hvert annað og og hvatt hvert annað áfram. Einnig myndi ég hugsa um hvernig þið gætuð gert litlar rannsóknir, eða tilfellarannsóknir. Kynnt þær fyrir hvert öðru, eða öðru fólki og hvernig þið nýtið AMPS sem útkomu mat. Reynsla ykkar á því að vera hópur og leggja fyrir AMPS gæti verið áhugaverð. Svo ekki selja ykkur fyrir lítið, hugsið um rannsóknir. Gill: Það þurfa ekki að vera stórar rann- sóknir. Rannsóknin sem við gerðum var að- eins á fimm einstaklingum. Fyrir og eftir, það er allt. Rannsóknirnar geta verið smáar en þó haft mikil áhrif. Brenda: Þið hafið fólk eins og Gill og mig úr fjarlægð sem geta leiðbeint ykkur eða fólk hér á Íslandi. Ég vona að þið náið öll kvörðun og haldið sambandi hver við aðra og hvernig þið notið AMPS, segið sögur, AMPS sögur eru skemmtilegar. Af því að at- riði sem þú hélst að gætu aldrei gerst í AMPS mati, gera það samt. AÐ LOKUM: HVAÐ ER FRAMUNDAN HJÁ YKKUR? Brenda: Við ætlum að hafa það gott á Ís- landi í einn dag áður en við förum heim, við hittumst svo sjaldan og viljum njóta sam- veru hvorrar annarrar. Á þessu ári er CIOTs (Center of innovated OT solutions) með málþing, sem haldin eru á nokkurra ára fresti. Að þessu sinni er hún haldin í september á ítalíu, Það er sá tími sem AMPS starfsmenn allstaðar að úr heim- inum koma saman og einstaklingar sem nota AMPS, ESI og School AMOPS eða OTIPM. Þetta er stór hópur iðjuþjálfa sem allir hugsa líkt, það er nokkuð stórkostlegt. Ég er að vinna að fyrirlestri fyrir þetta mál- þing, þið gætuð fylgst með því og kannski haft áhuga á því að mæta. Svo já, þetta er það sem er í gangi. Ég er í námsleyfi núna svo ég að vinna í rannsókn- um sem snúa að faglegri hegðun og menntun, sem sagt ekki um AMPS. Ég mun halda áfram með þær rannsóknir og atriði þeim tengdum. Gill: Það er svo gott að hitta fólk sem þú hittir sjaldan, fólk sem hugsar eins og þú og hefur sömu heimspekilegu nálgun við starf sitt og þú. Við Brenda deilum líka mörgum rannsóknarhugmyndum, við tölum um um- deild atriði sem eru að eiga sér stað í iðju- þjálfun, t.d í hvaða aðstæðum AMPS gengur eða gengur ekki upp og af hverju. Við eyð- um miklum tíma í að tala, sem er mjög gott. Ég er síðan ásamt samstarfsfólki að vinna í rannsókn þar sem við leggjum ESI (Evaluta- tion of Social interactions) fyrir nýbakaðar mæður með geðvanda. Við erum að vona að það fái flutning, sú rannsókn er mjög áhugaverð. Ritnefnd Þakkar Gill og Brendu fyrir spjallið. Doktorsrannsókn Gill snérist um þær framfarir sem iðjuþjálfar sýndu í kjölfar AMPS námskeiðs og hvernig þessum einstaklingum tókst að innleiða matstækið inn í starf sitt. Hún rannsakaði iðjuþjálfa sem höfðu farið á AMPS námskeið. Hún hitti hvern þátttakanda þrisvar sinnum en alls fylgdi hún þátttakendum eftir í eitt ár. Hún tók einstak­ lingsviðtöl og lagði fyrir spurningalista, en einnig fylgdist hún með fólki í gegnum netdagbækur sem sendar voru gegnum tölvupóst. Niðurstöður sýndu að mjög lítill hluti þátttakenda innleiddu AMPS­ið inn í vinnu sína án erfiðleika, aðeins um 9% þátttakenda. Einhverjum fannst erfitt að koma AMPS­inu inn því þeim fannst það ekki passa inn í hugsunarhátt þeirra. Það var þó bara lítill hópur. Stærsti hópur­ inn talaði um að til þess að geta notað AMPS­ið þurftu þau að finna aðra leið til að vinna með teyminu og fundu fyrir erfiðleikum eða áskorunum við þá vinnu. Sá hópur fann fyrir gagnsemi AMPS­ins í starfi en fundu að þau þurftu að hafa hugmyndafræði iðjuþjálfunar að leiðarljósi og útskýra það fyrir teyminu. Þeir iðjuþjálfar sem sinntu þeirri samvinnu sýndu mestan árangur. Gill er sérstaklega í minni skjólstæðingur, þar sem hún notaði AMPS bæði sem mats­ og íhlutunaraðferð til að aðstoða mann við að öðl­ ast innsæi í eigin getu. Þetta var maður um fimmtugt sem hafði fengið heilablóðfall. Hann var rútubílstjóri en eftir áfallið var ekki von um að hann myndi keyra aftur, hvorki rútu né annað ökutæki. Honum var vísað til iðjuþjálfa vegna sjónúrvinnsluvanda en hann hafði fyrst og fremst áhuga á að keyra á ný. Eiginkona hans nefndi einnig að hann hafi haft gaman af járnsmíði og var hrædd um að hann myndi fara að sinna því aftur ásamt því að keyra aftur. Gill og maðurinn gáfu sér góðan tíma til að skoða og velja viðeigandi AMPS verkefni. Hann framkvæmdi verk­ efnið og þegar niðurstöðurnar lágu fyrir, skoðuðu þau þær saman. Þá áttaði maðurinn sig á færniskerðingu sinni og sagði “Ég er ekki öruggur, er það nokkuð” og þarna gat hann sjálfur áttað sig á fram­ haldinu bara með því að sjá niðurstöður AMPSins. Þessi saga minnir á að AMPS­ið er hægt að nota í allskyns aðstæðum, sem þú býst ekkert endilega við. Notkunarmöguleikarnir eru fleiri en bara sem matstæki og útkoma því það gefur svo miklar og góðar upplýsingar. Í raun var AMPS­ið frekar notað þarna sem íhlutunarað­ ferð en matstæki. „Í stað þess að byrja á að nota AMPS­ið sem matstæki og síðan velja íhlutun, var niðurstaðan komin eftir AMPS­ið, þar sem eina íhlutunin sem maðurinn hafði áhuga á var nú ekki lengur raunhæf. Ég fann leið fyrir hann sjálfan til að átta sig í stað þess að bara segja honum það. Vanalega hefði matstækið verið lagt fyrir og síðan komið íhlutun. Fyrir þennan mann hentaði það ekki, þar sem eina úrræðið sem hann vildi var að keyra rútu, sem ekki var raunhæft. Það varð að finna leið til að sýna honum að heilaskaðinn væri slíkur að hann myndi ekki geta það. Það var ekki hægt að segja “þú getur ekki keyrt” hann þurfti að trúa því sjálfur“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.