Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 30

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 30
30 GREIN Guðrún Árnadóttir, PhD, umsjón með þróunar- og rannsóknarvinnu iðjuþjálfa á Landspítala. Klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands Vísindavaka Rannsóknarráðs Íslands (Rannís) býður upp á „stefnumót“ almenn- ings við vísindamenn og er henni ætlað að vekja almenning á öllum aldri til umhugs- unar um mikilvægi rannsókna- og vísinda- starfs í nútíma samfélagi. Hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu til heiðurs evrópsku vísindafólki. Rannsakendum gefst þar með tækifæri til að koma rann- sóknum sínum á framfæri við almenning á gagnvirkan hátt. Árið 2011 voru mikil há- tíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands (HÍ). Vísindavöku Rannís var boðið að vera í samstarfi við HÍ í tilefni hátíðar- haldanna og var Háskólabíó lagt undir þennan stórviðburð. Ýmsum stofnunum var boðið að taka þátt, þar á meðal Landspítala (LSH). Þar sem ég var með töluvert af rann- sóknarefni í farteskinu eftir viðburðaríkan starfsferil og að nýloknu doktorsprófi í iðju- þjálfun ákvað ég að senda inn umsókn um þátttöku í viðburðinum í formi sýningar- báss hjá LSH. Erfitt hefði verið að láta fram hjá sér fara tækifæri til að vekja athygli á íslensk ri iðjuþjálfun og þeirri rannsóknar- vinnu sem fer fram í skjóli hennar. Mikil ásókn var í að fá aðstöðu á sýningarsvæð- inu, en einhvern veginn tókst samt að næla í sex fermetra bás fyrir verkefnið sem ég var með í huga. Strax var hafist handa við að hanna fræðslu- efni sem aðgengilegt væri fólki á öllum aldri og jafnframt efni, sem byði upp á upplýs- ingar um rannsóknarvinnu iðjuþjálfa. Titill verkefnisins og sýningarbássins var „Ís- lensk iðjuþjálfun um allan heim“, og byggði það fyrst og fremst á A-ONE matstækinu og útbreiðslu þess, en matstækið var hluti af meistaraverkefni mínu við háskólann í Suð- ur-Kaliforníu árin 1985-1987. Það var síðar gefið út í bókinni The Brain and Behavior: Assessing Cortical Dysfunction through Activities of Daily Living sem gefin var út af Mosby-bókaforlaginu í Bandaríkjunum árið 1990 (Árnadóttir, 1990). Í kjölfarið fylgdu fjölmörg endurmenntunarnámskeið ásamt kennslu erlendis tengdri matstækinu og hafa iðjuþjálfar úr öllum heimshornum sótt þau. Útbúin voru tvö sérstök veggspjöld í tilefni sýningarinnar. Þau voru samstæð og á íslenskri tungu. Annað þeirra bar nafnið: „Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: Hug- myndin“ og hitt „Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: Heimsmyndin“. Auk þessara veggspjalda var af nógu að taka af þeim veggspjöldum sem samþykkt höfðu verið um efnið og sýnd á mismunandi ráðstefn- um erlendis gegnum árin. Það voru fyrst og fremst fræðileg veggspjöld sem valin voru fyrir sýningarbásinn og veggspjöld með upplýsingum um rannsóknir þar sem not- aðar voru hefðbundnar próffræðiaðferðir til greiningar rannsóknargagna. Þó var ein rannsókn þar sem nýrri próffræðiaðferðir höfðu verið notaðar við gagnagreiningu. Lögð var áhersla á að einblína ekki á töl- fræðiniðurstöður heldur nota einnig lýsandi upplýsingar um rökleiðslu, þar sem þess var kostur, og upplýsingar sem gætu vakið áhuga barna. Þegar búið var að klæða alla útveggi sýn- ingarplássins veggspjöldum var hafist handa við að útbúa áhugaverð prófunar- atriði tengd A-ONE matstækinu og dagleg- um athöfnum fyrir almenning til að prófa. Með þessu móti væri hægt að leyfa fólki að ímynda sér hvernig það er að kljást við athafnir svo sem að hneppa, skrifa, eða jafnvel „að fá sér sælgæti“ þegar taugaein- kenni eins og t.d. lömun, skert sjónúr- vinnsla og skert snertiskyn draga úr fram- kvæmdafærni. Athafnirnar tengdi ég starfsemi taugakerfisins og klínískri rök- leiðslu út frá fræðigrunni A-ONE. Í umsókn um sýningarbásinn var lögð rík áhersla á gott aðgengi að verkefnunum, bæði borð- og gólfplássi og plássi fyrir sér- hönnuð upplýsingaspjöld auk vegg- spjaldanna. Einnig þurfti að koma fyrir ýmsum hlutum eins og t.d. ýmiss konar fatnaði, ílátum og stólum. Af því 14 fermetra rými sem ætlað var Landspítala á allri sýn- ingunni endaði þetta verkefni með tæpan helming eða 6 fermetra á horni sem sneri út á gang þannig að hægt var að nýta það beggja vegna frá. Þegar forvinnu var lokið fékk ég iðjuþjálfa á Grensásdeild LSH mér til aðstoðar við að taka á móti sýningargest- um og leiða þá gegnum þær upplýsingar og IÐJUÞJÁLFUN Á VÍSINDAVÖKUM Guðrún Árnadóttir

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.