Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Síða 38

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Síða 38
38 Nefndarmenn í fræðslu- og kynningarnefnd eru alls átta talsins en í ár voru suðvestur og norðaustur nefndirnar sameinaðar. Fimm nefndarmanna koma af suðvestur horninu og þrír af norðaustur horninu. Nefndar- menn eru kosnir á aðalfundi félagsins til a.m.k. tveggja ára og skipta með sér verk- um í tengslum við undirbúning og fram- kvæmd á námskeiðum og fræðslufundum. Einn eða tveir ábyrgðarmenn eru fyrir hvert námskeið/fræðslufund og skiptast nefndar- menn á að sinna því starfi. Í fráfarandi nefnd á suðurlandi sátu Guðrún Ása Eysteinsdóttir sem var og er enn for- maður nefndar, Sara Pálmadóttir, Gróa Rán Birgisdóttir, Dagný Ragnarsdóttir og Jódís Garðarsdóttir. Á norðurlandi voru það Haf- dís Bára Óskarsdóttir, Hulda Jónasdóttir og Jóhanna Logadóttir. Breytingar voru á fræðslu- og kynningarnefnd í ár en alls komu þrír nýjir meðlimir á suðurlandi og einn nýr á norðurlandi. Núverandi meðlimir eru Guðrún Ása Eysteinsdóttir, Valgý Arna Eiríksdóttir, Petra Heimisdóttir, Jóhanna Logadóttir, Rannveig Reynisdóttir, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Hrefna Óskarsdóttir og Sara Pálmadóttir. Tilgangur fræðslu- og kynningarnefndar er að bjóða upp á fjölbreytt og áhugaverð námskeið með það að markmiði að viðhalda og efla faglega þekkingu iðju- þjálfa. Nefndin skipuleggur námskeið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Ís- lands og Símenntun Háskólans á Akureyri. Markmiðið er að sem flestir fái fræðslu við sitt hæfi. Enn fremur leggur nefndin áherslu á að kynna fagið út á við og fræða almenn- ing um sérþekkingu iðjuþjálfa á daglegri iðju mannsins.   Á nefndarárinu 2018-2019 voru verkefni fræðslu- og kynningarnefndar fjölbreytt. Þau snérust  m.a. um að endurhanna skóla- töskubæklinginn, vinna að könnun sem Endurmenntun sendi á félagsmenn, koma snapchati Iðjuþjálfafélagins í loftið og skipuleggja málþing í tilefni Alþjóðadags Iðjuþjálfa sem haldið var 9. nóvember 2018. Viðamesta verkefni nefndarinnar var að halda námskeiðið Assessment of motor and process skills (AMPS) í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Nám- skeiðið var haldið vikuna 28. janúar til 1. febrúar í húsi Endurmenntunar og tóku 35 iðjuþjálfar þátt. Almenn ánægja var með námskeiðið og kennarana, Prófessor Gill Chard og Dr. Brendu Merrit. Fræðslu- og kynningarnefndin á norður- landi skipulagði vísindaferð þann 25. janú- ar síðastliðinn sem haldin var á Akureyri. Þátttakan var góð en 20 iðjuþjálfar mættu og áttu góðan dag. Byrjað var á því að hitt- ast í Háskólanum á Akureyri þar sem Sigríð- ur Guðmundsdóttir iðjuþjálfi Þelamerkur- skóla og Ásta M. Rögnvaldsdóttir iðjuþjálfi Þingeyjarskóla töluðu um það fjölbreytta starf sem þær sinna með börnum. Nefndu þær mikilvægi þess að styðja og aðstoða börn við að efla félagsfærni og sjálfsbjargar- getu. Að því loknu var farið niður á Búsetu- svið Akureyrarbæjar þar sem Guðrún Sonja hélt fræðslu um heimaþjónustu. Auk þess fór hún yfir hvert hlutverk iðjuþjálfa er í því starfi, regluverk og mikilvægi samstarfs við skjólstæðinga sem og teymismeðlimi. Á nefndarárinu 2019-2020 er stefnt að því að klára endurgerð á skólatöskubæklingi og gefa hann út á rafrænu formi. Skipulag og vinna við endurgerð bæklingsins hefur verið í vinnslu frá árinu 2017 samhliða öðr- um verkefnum nefndarinnar. Í byrjun júní 2019 var fenginn íslensku- fræðingur til að prófarkalesa bæklinginn áður en hann var sendur til grafísks hönnuð- ar sem sér um gerð bæklingsins. Í ár hefur nefndin einnig unnið að því að skipuleggja námskeiðið Powerful Practice. Námskeiðið er ætlað iðjuþjálfum, kennurum, nemend- um og rannsakendum sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína og skilning á mætti iðju og hvernig hægt sé að byggja upp heild- ræna þjónustu iðjuþjálfa. Námskeið og skipulag er unnið í samstarfi við Endur- menntun Háskóla Íslands. Kennari er Anne G. Fisher og er stefnt á að halda námskeiðið í mars árið 2020. Fræðslu- og kynningarnefnd hélt fyrst mál- þing í tilefni af Alþjóðadegi iðjuþjálfunar árið 2017 og hefur sú hefð fest sig í sessi. Á hverju ári er óskað eftir erindum frá félags- mönnum sem vilja segja frá sínu starfi eða verkefnum sem þeir vinna að. Í ár er engin undantekning og er stefnt að því að halda málþing í kringum 27. október. Fræðslu- og kynningarnefnd fær reglulega ábendingar frá félagsmönnum um áhuga- verð námskeið. Iðjuþjálfar innan öldrunar- þjónustunnar hafa til að mynda óskað eftir að haldið sé námskeið í skynörvun fyrir aldraða og stjórnendur sólskinsklúbba. Fræðslu og kynningarnefnd vill að lokum hvetja iðjuþjálfa til að senda okkur ábend- ingar um námskeið og áhugaverða fyrirles- ara, bæði innlenda sem erlenda, á netfang- ið fraedslunefnd.ii@bhm.is. FRÆÐSLU- OG KYNNINGARNEFND FRÆÐSLU- OG KYNNINGARNEFND IÐJUÞJÁLFAFÉLAGS ÍSLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.