Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Qupperneq 42

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Qupperneq 42
42 boðið í mat á japönsku heimildi (sjá mynd), í eina af fáum eftirstandandi viðarbygging- um í Osaka borg, sem stóð af sér sprengju- árásir síðari heimstyrjaldarinnar. Og viti menn annar kokkurinn sem eldaði fyrir A-ONE stuðningshópinn þetta kvöld, húsmóðirin á heimilinu, var orðin 96 ára og var að hefja háskólanám í stjörnufræði. Svo er alltaf séð til þess að erlendir fyrirles- arar fái að sjá eitthvað nýtt á leið til og frá kennsluborgum. Því hefur t.d. verið stopp- að á ýmsum áhugaverðum frægum stöðum bæði í borgum og í nágrenni þeirra. Þar má t.d. nefna hina 1300 ára gömlu höfuðborg Nara ásamt Kyoto sem einngi var höfuð- borg til 1000 ára ásamt öllum þeirra vel varðveittu musterum og helgidómum. Auk þeirra hafa Hiroshima og samnefnt hérað verið heimsótt, staðir sem auk ýmissa helgi- dóma búa yfir ógleymanlegum stíðsminj- um og friðar táknum. Einnig má nefna ýmsa kastala t.d. í Osaka á Honshu, stærstu eyju Japan og Buddha líkneski eins og í hinni blómlegu andlegu miðstöð í þorpinu Kamakura, suður af Yokohama, svo ekki sé minnst á ótrúlega hella og ýmislegt fleira í Yamaguchi héraðinu. Ekki nóg með það, heldur fylgja slíkum ferðum ekki bara leið- sögumenn og einka leigubílstjórar í dags- ráðningu, því tíminn er alltaf naumur, held- ur líka burðarmenn! Einn hinna fimm japönsku A-ONE þjálf- araefna Yasuhiro Higashi, hóf strax eftir fyrsta A-ONE námskeiðið meistaranám, þar sem hann notaði matstækið til að meta sjúklinga með heilablóðfall og fékk fleiri japanska A-ONE þjálfara í lið með sér til gagnasöfnunar víðsvegar um landið. Í rann- sóknunum bar hann saman, með hefð- bundum tölfræði aðferðum, niðurstöður A-ONE við niðurstöður annarra matstækja t.d. MMSE-J, Catherine Bergio scale, og ýmis taugasálfræðileg próf og próf iðju- þjálfa á framheilastarfsemi. Auk viðmiðs- bundinna réttmætisrannsókna kannaði hann áreiðanleika matsmanna. Í framhaldi vel heppnaðs meistaranáms skellti Higashi sér svo í Doktorsnám við Osaka háskóla sem hann lauk s.l. áramót. Fyrsta japanska doktorsverkefninu sem byggðist á A-ONE fylgdu ýmsar rannsóknir á Japanskri útgáfu A-ONE J, en í þetta skiptið byggðust þær all- ar á Rasch greiningu. Gefnar hafa verið út ýmsar greinar á japönsku um A-ONE eftir japanska höfunda (sjá dæmi um slíkt í töflu 1). Einnig hefur t.d. verið birt grein um rann- sóknir á A-ONE í Japan á ensku í Hong Kong Journal of Occupational Therapy, sem er stærsta ritrýnda tímarit iðjuþjálfa í Asíu skrifað á ensku. Þess má geta að Higashi hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknarfyrirlestra sína um A-ONE á ráð- stefnum undanfarinna ára í Japan. Japanir eru einnig duglegir að mæta með sitt rannsóknarefni á erlendar ráðstefnur og hafa t.d. sést A-ONE veggspjöld á árlegu bandarísku iðjuþjálfaráðstefnunni og ýms- um Asíu ráðstefnum tengdum taugafræð- um. Árið 2015 flutti Guðrún seminar um A-ONE fyrir framhaldsnema í iðjuþjálfun í Háskól- anum í Hiroshima. Forsvarsmaður deildar- innar og doktors námsins, Professor Hideki Miyaguchi, bauð henni í framhaldinu upp á að verða lykil fyrirlesari (key-note speaker) á árlegu japönsku iðjuþjálfa ráðstefnunni sem hann var að skipuleggja fyrir árið 2018. Guðrún var reyndar ekki alveg til í það og gaf afsvar vegna anna og annarra verkefna. Ári seinna þegar hún mætti til að kenna ár- legt A-ONE námskeið í Japan tilkynnti iðju- þjálfinn sem sótti hana út á flugvöll að allir væru svo ánægðir með að hún myndi flytja stefnuræðuna. Sem sagt Japanir sam- þykkja ekki afsvar, heldur fara bara sínar eigin leiðir! Úr var að hún flutti lykilfyrir- lesturinn á JAOT ráðstefnunni í Nagoya í september 2018. Í ljós kom þegar frá leið að um var að ræða 90 mínútna fyrirlestur á opnunardegi ráðstefnunnar, lengsti fyrir- lestur sinnar tegundar sem við höfum setið á sambærilegum ráðstefnum. Nishikawa heldur ræðu um fyrstu kynni sín af A­ONE undir borðhaldi. Fjölþjóða nemendur á A­ONE námskeiði í Japan. Heimboð í gömlu Osaka. Meðlimir A­ONE stjórnteymisins slaka á eftir vel heppnað „Follow up“ málþing.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.