Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Síða 51

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Síða 51
51 annarri starfsemi. Uppbyggingar- og þró- unarverkefnið Gæfusporin var 12 vikna úr- ræði fyrir konur sem höfðu orðið fyrir áföll- um af völdum kynferðilegs ofbeldis í æsku, en verkefnið var styrkt af Virk og sá Magn- fríður um að taka viðtöl við þátttakendur, m.a. með matstækjunum OPHI-II og WRI og vinna úr niðurstöðum í skýrslu fyrir Virk en samantekt má finna í ársriti Virk 2012. Meðfram starfi sínu hjá SN hóf Magnfríður meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu og er nú að vinna að ritgerðarskrifum. Vorið 2014 lauk Magnfríður námi sem leiðsögu- maður með full réttindi og einnig meira- prófi á rútur og leigubíla. Hefur hún starfað sem leiðsögumaður frá þeim tíma, aðallega yfir sumarmánuðina, ásamt því að reka eig- ið fyrirtæki í ferðaþjónustu. Haustið 2018 starfaði Magnfríður sem umsjónarkennari í iðjuþjálfunarfræðum við Háskólann á Akur- eyri og sem stundakennari vorið 2019. Marzenna Katarzyna Cybulska Marzenna hefur starfað í ýmsum störfum hjá sveitarfélagi Norðurþings. Strax eftir út- skrift hóf Marzenna sumarstarf sem for- stöðumaður Frístundavers. Haustið 2007 var hún ráðin í Borgarhólsskóla sem ráð- gjafaiðjuþjálfi í sérkennslu á unglingastigi og þar var hún til ársins 2017 í 50-90% starfshlutfalli. Árin 2009-2010 starfaði hún einnig sem forstöðumaður geðræktarmið- stöðvarinnar Setursins. Árið 2017 hóf hún starf hjá Félagsþjónustu Norðurþings sem verkefnastjóri búsetu í málefnum fatlaðs fólks og er er það hennar núverandi starf. Oddný Hróbjartsdóttir Eftir útskrift starfaði Oddný í eitt ár á tauga- og hæfingarsviði á Reykjalundi. Þá skipti hún um starfsvettvang og starfaði hjá Janus endurhæfingu í sjö ár og í haust mun hún hefja störf á Hrafnistu í Reykjavík. Sólrún Ásta Haraldsdóttir Sólrún seinkaði útskrift sinni um eitt ár, en hún hefur alltaf tilheyrt okkar hópi og mun gera það áfram. Eftir útskrift flutti Sólrún Ásta til Færeyja og fékk tímabundið starf þar sem stuðningsaðili inni á leikskóla meðan hún kynntist tengdafjölskyldu, landi, menningu og lærði tungumálið. Eftir fæðingarorlof, árið 2010, flutti Sólrún aftur heim til Íslands þar sem iðjuþjálfastörf í Færeyjum voru af skornum skammti á þeim tíma. Hóf hún þá störf á geðsviði LSH, fyrst á Hringbraut í um tvö ár og síðar á Kleppi, þar til hún flutti aftur, árið 2014, til Færeyja ásamt fjölskyldu sinni. Þar fékk hún starf inni á sérdeild í leikskóla, þar sem annar iðjuþjálfi starfaði einnig. Árið 2017 færði hún sig um set og sótti um starf sem var auglýst sem glæný 50% staða á öldrunar- og hjúkrunarheimilum, þar sem markmið starfsins var að bæta lífsgæði heimilisfólks- ins. Sérstök áhersla var lögð á að sníða ætti starfið algjörlega eftir þeirra eigin óskum, svo það hljómaði mjög spennandi fyrir iðju- þjálfa. Starfið hefur Sólrún, ásamt sam- starfsmanni sem er sjúkraliði, byggt frá grunni og starfar þar enn í 50% starfi. Sól- rún hefur ásamt þessu starfi verið sjálf- stæður iðjuþjálfi með heilsuklúbb, þar sem áhersla er á breyttar venjur varðandi nær- ingu, hreyfingu og hugarfar. Þess má geta að í Færeyjum má finna iðjuþjálfastörf á flestum sviðum og eru iðjuþjálfar tiltölu- lega margir miðað við höfðatölu, en þó er enn óplægður akur fyrir iðjuþjálfa í fær- eyska grunnskólakerfinu. Sólveig Gísladóttir Fyrsta árið eftir útskrift starfaði Sólveig í Lautinni sem er athvarf á Akureyri. Síðan í mars 2008 hefur hún starfað hjá Janus endurhæfingu við að efla fólk til starfa eða náms. Steinunn B. Bjarnarson Eftir útskrift starfaði Steinunn á endurhæf- ingardeild á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit þar til hún eignaðist sitt annað barn sumarið 2008. Eftir fæðingarorlof starfaði hún í tæp tvö ár á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar sinnti hún iðjuþjálfun á ýmsum deildum, m.a. lyf- lækningadeild, bæklunardeild og barna- deild. Að því loknu starfaði Steinunn á bráðadeild geðdeildar í tæpt ár. Sumarið 2013 flutti fjölskyldan sig um set suður yfir heiðar og hóf Steinunn þá störf á Reykja- lundi þar sem hún hefur starfað síðan, lengst af sem iðjuþjálfi á verkjasviði en er nú sviðsstjóri á geðheilsusviði. Tinna Hrönn Smáradóttir Eftir útskrift var Tinna ráðin sem iðjuþjálfi í Grunnskólann á Reyðarfirði, sérstaklega til að sinna börnum með sérþarfir og var þar í fullu starfi í tvö ár. Eftir það breyttist starfs- vettvangur hennar og þróaðist, einn vetur vann hún í þróunarverkefni sem gekk út á að veita börnum með ADHD í grunn- og leikskólum Fjarðabyggðar aukna þjónustu og veita ráðgjöf til þeirra sem koma að mál- um þessara barna, en þá voru byggða- kjarnarnir fimm talsins og yfirferðin því mikil. Þá hefur Tinna starfað í afleysingum hjá Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar, m.a. sem verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks og tekið að sér nokkur verkefni hjá Starfsendurhæfingu Austurlands. Í tvö ár starfaði hún sem ráðgjafi hjá Krabbameins- félagi Austfjarða í 50% starfi. Þegar því lauk fór hún í þriðja fæðingarorlofið eftir útskrift, ákvað svo að finna sér starf nálægt heimili og börnum á Fáskrúðsfirði og réði sig í stuttan tíma sem stuðningsfulltrúa í grunn- skólanum þar sem vantaði inn starfsmann frá byrjun mars og fram að sumarfríi. Að því loknu bauðst henni annað starf í Grunn- skólanum á Fáskrúðsfirði og nú siglir í þriðja veturinn og þá sem umsjónarkennari í 10. bekk ásamt kennslu í ýmsum náms- greinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.