Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 61

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 61
61 Guðrún Árnadóttir II Grein 2019 Málþing LSH Box 1 Þjónustuferli iðjuþjálfunar Grensási: Frekari útfærsla og tilfellalýsing Lillý H. Sverrisdóttir, Sigþrúður Loftsdóttir og Guðrún Árnadóttir Inngangur: Sérútbúinn upplýsingagrunnur var hannaður árið 2013 til að auðvelda yfirsýn yfir helstu þjónustuþætti iðjuþjálfa á Grensási. Þjónustuyfirlitið er byggt að hluta á OTIPM ferlinu og hefur komið að gagni við að útskýra og efla framþróun þjónustu iðjuþjálfa. Taflan auðveldar útskýringar á þjónustunni fyrir iðjuþjálfanema, starfsfólk og almenning. Taflan nær yfir alla þjónustu iðjuþjálfa staðarins og er ætluð fyrir mismunandi þjónustuhópa, en bent hefur verið á að sértækar töflur fyrir fólk með mismunandi sjúkdómsgreiningar gætu aukið á gagnsemi hennar. Markmið: Að hanna undirtöflur þjónustuyfirlitsins með upplýsingum um þjónustu iðjuþjálfa fyrir einstaklignga með tvær ólíkar sjúkdómsgreiningar. Einnig að athuga mismun á upplýsingum í undirtöflunum og viðhorf notenda. Aðferð: Iðjuþjálfar á Grensási fylltu inn í töflur fyrir einstaklinga sem hlotið hafa heilablóðfall og mænuskaða á hrygg. Unnið var út frá upphaflega þjónustuyfirlitinu við gerð undirtaflnanna. Tilfellalýsingar voru notaðar við prófun á töflunum. Undirtöflurnar verða lagðar fyrir nemendur og starfsfólk til umsagnar. Niðurstöður: Undirtöflurnar sýna að notuð eru mismunandi matstæki og íhlutunarleiðir við að þjónusta þessa tvo skjólstæðingshópa, þó einnig sé um að ræða samskonar matstæki og íhlutunarleiðir. Því geta undirtöflur nýst við útskýringar á þjónustu mismunandi skjólstæðingshópa eins og fram kom í umsögn annarra. Ályktun: Yfirlitstöflur sem taka mið af sérstökum sjúkdómsgreiningum lofa góðu við allar útskýringar á þjónustunni og í kennslu.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.