Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 67

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 67
67 Guðrún Árnadóttir II Grein 2019 Málþing LSH Box 1 Notkunarmöguleikar A-ONE og tengsl þeirra við OTIPM Guðrún Árnadóttir Inngangur: A-ONE nýtist við að meta færni við framkvæmd ADL og taugaeinkenni sem draga úr færni. Matið byggir á framkvæmda- og verkgreiningu. Því hentar OTIPM þjónustuferlið vel til að leiða þjónustu sem nýtir A-ONE. Markmið: Að kanna þrjár mismunandi notkunarleiðir A-ONE og tengja þær OTIPM. Aðferð: Heimildaleit aflaði upplýsinga um þrjár mögulegar leiðir A-ONE (staðlað matstæki, óstöðluð tilgátuprófun og mælitæki). Leiðirnar voru tengdar heimildalýsingum á OTIPM þjónustuferlinu. Notuð var tilfellalýsing við samanburð notkunarmöguleika. Niðurstöður: Tilfellalýsingin sýnir að nýta megi leiðirnar þrjár og tengja við þrep OTIPM. Leið I: Stöðluð notkun tveggja raðkvarða tengdum ADL færni og taugaeinkennum sem takmarka framkvæmd. Leið II: Óstöðluð tilgátuprófun einkenna sem draga úr færni við iðju. Færni við athafnir aðrar en ADL er metin með fræðigrunni A-ONE. Leið III: Stöðluð notkun A-ONE og tafla til að umbreyta raðkvarða upplýsingum í mæligildi. Allar leiðirnar nýtast við markmiðssetningu, íhlutun og endurmat samkvæmt OTIPM. Ályktun: Markmið með A-ONE mati ásamt færnistigi einstaklingsins ráða mestu um hver þriggja leiða A-ONE hentar best. Í sumum tilvikum hentar lýsandi túlkun best. Í öðrum er krafist mælinga. Stundum koma fram rjáfurhrif við ADL mat með A-ONE. Þá hentar vel að meta færni við framkvæmd annarra athafna með tilgátuprófun byggðri á fræðigrunni A-ONE.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.