Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 70

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 70
70 Guðrún Árnadóttir II Grein 2019 Málþing LSH Box 1 Notkun þjónustuferlis MOHO og þróun þjónustu iðjuþjálfa á Kleppi Auður Hafsteinsdóttir, Erna Sveinbjörnsdóttir, Halldóra Sif Sigurðardóttir, Selma Ragnheiður Klemensdóttir og Sólveig Dögg Alfreðsdóttir Inngangur: Mikil framþróun hefur orðið í íhlutun og þjónustu iðjuþjálfa á Kleppi frá árinu 2008 til dagsins í dag með aukningu stöðugilda iðjuþjálfa. Í dag starfa átta iðjuþjálfar á Kleppi sem sinna öllum fimm legudeildunum, Batamiðstöð og teymum göngudeildar nema bipolar teymi. Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu á Kleppi styðjast við hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO). Hugmyndafræði MOHO leggur áherslu á að vinna með vilja, vana, umhverfi og getu til að framkvæma, til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og hentar það vel, ásamt íhlutunarleiðum OTIPM, í þjónustu iðjuþjálfa í geðendurhæfingu á Kleppi. Markmið: Yfirfara þjónustuyfirlitstöflu sem iðjuþjálfar á Kleppi þróuðu árið 2014 ásamt því að útbúa tímalínu á framþróun í þjónustu og íhlutun iðjuþjálfa á Kleppi frá árinu 2008. Aðferð: Farið var yfir þjónustuyfirlitstöflu og hún uppfærð miðað við starfsemina í dag. Haldnir voru fundir þar sem farið var yfir sögu og breytingar iðjuþjálfunar frá árinu 2008 til dagsins í dag. Niðurstöður: Með aukningu á stöðugildum iðjuþjálfa hefur verið lögð áhersla á fagleg og markviss vinnubrögð og skráningu. Iðjuþjálfar vinna meira í raun aðstæðum úti í samfélaginu og huga betur að klínískri, skjólstæðingsmiðaðri íhlutun og fylgja eftir meðferðaráætlunum. Ályktanir: Með tilkomu þjónustuyfirlitstöflu hefur fagímynd iðjuþjálfa eflst ásamt markvissari þjónustu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.