Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 85

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 85
85 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Iðjuþjálfun og kynheilbrigði á geðdeildum LSH Rósa Gunnsteinsdóttir, Elisa Helena Saukko og Hildur Ævarsdóttir Inngangur: Iðjuþjálfar á geðdeildum LSH vinna að því að aðstoða einstaklinga með þunglyndi, kvíða og aðrar geðraskanir við að endurheimta sjálfstæði við vinnu, eigin umsjá og áhugamál. Kynheilbrigði er ein af grunnþörfum mannsins og skerðing á því er talin minnka lífsgæði einstaklingsins. Markmið: Að skoða hvort iðjuþjálfar á geðdeildum LSH veiti skjólstæðingum íhlutun tengda kynheilbrigði. Aðferðir: Órekjanlegur spurningalisti, sem var útbúinn sérstaklega fyrir þessa könnun, var lagður fyrir starfandi iðjuþjálfa á geðdeildum LSH. Einnig voru tekin óformleg viðtöl við fjóra iðjuþjálfa á sama sviði. Niðurstöður: Meirihluti iðjuþjálfa geðdeilda LSH hafa ekki haft frumkvæði að því að ræða kynheilbrigði við skjólstæðinga sína. Helsta ástæðan var að ekki var talin þörf á þessari umræðu og einnig ótti við að skjólstæðingar myndu mistúlka aðstæður. Af þeim 18 sem svöruðu höfðu allir áhuga á að ræða þessi mál við skjólstæðinga sína. Ályktanir: Iðjuþjálfar geðdeilda LSH vinna ekki markvisst að því að veita skjólstæðingum íhlutun er snýr að kynheilbrigði en áhuginn er til staðar. Við teljum að það þurfi skýrt verklag og að iðjuþjálfar fái þjálfun og fræðslu í því hvernig og hvenær í meðferðinni þessi umræða og íhlutun ætti að eiga sér stað. Mikilvægt að skoða hvernig aðrir iðjuþjálfar vinna í þessum málum bæði hérlendis og erlendis.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.