Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 90

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 90
90 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Gagnreynd íhlutun: Rannsóknir á þyngingarábreiðum og þyngingarvestum Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, Hrefna K. Óskarsdóttir, Sonja Ólafsdóttir og Laufey Þ. Sigurðardóttir Inngangur: Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) koma börn til iðjuþjálfa með ýmiskonar vanda, svo sem ódæmigerða skynúrvinnslu, kvíða, ADHD og einhverfu. Iðjuþjálfar veita meðal annars meðferð og ráðgjöf um notkun þyngingarábreiða og þyngingarvesta. Rannsóknir hafa sýnt að ábreiðurnar geta haft róandi áhrif á börn með ofangreindar greiningar, veitt þeim öryggi og dregið úr kvíða. Markmið: Að skoða hvort gagnreyndar rannsóknir sýni að þyngingarábreiður og þyngingarvesti stuðli að örvun skynjunar og hafi þannig áhrif á líðan, hegðun og frammistöðu barna. Aðferðir: Leit í gagnagrunnum náði til ritrýndra og óritrýndra greina frá 2009 – 2018. Gagnagrunnar voru OTDBASE, OTseeker, Medline, CINAHL og Cochrane. Leitarorðin voru meðal annars: Weighted blanket therapy, weighted blanket and sleep, weighted vest in school, deep pressure and ADHD, weighted blanket and occupational therapy og sensory processing disorder. Niðurstöður: Skoðaðar voru 15 greinar og stuðst við níu þeirra. Rannsóknastyrkur þeirra er I, III, IV og V. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þyngingarábreiður hafi jákvæð áhrif á líðan og kvíða hjá börnum og unglingum. Notkun þyngingarábreiða og þyngingarvesta efldu einbeitingu barna og einnig dró úr sjálfsörvandi hegðun. Ályktun: Efla þarf rannsóknir á áhrifum þyngingarábreiða og þyngingarvesta til að ráðgjöf iðjuþjálfa verði markvissari og tryggt sé að unnið sé eftir gagnreyndum aðferðum.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.