Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 93

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 93
93 Guðrún Árnadóttir II-grein2019 Malþing: Box II Gagnsemi handverks í iðjuþjálfun Lillý H. Sverrisdóttir og Sigþrúður Loftsdóttir Inngangur: Iðjuþjálfar á endurhæfingardeild Landspítala, Grensási hafa lengi notað ýmis handverk við þjálfun á hreyfifærni handa og vitrænni færni og fundist slík þjálfun gagnleg. Markmið: Að kanna hvort notkun handverks til þjálfunar eftir heilaáföll eða önnur áföll tengd vitrænni færni og máttminnkun í höndum sé árangursrík íhlutunaraðferð. Aðferðir: Leitað var að gagnreyndum greinum á ensku yfir 10 ára tímabil í gagnagrunnunum Google, Google.scholar, Pubmed, Medline, CINAHL, Ovid, Proquest, OTseeker, AJOT, OTBASE, Ebscohost, Scireproject og Oval. Leitarorð voru m.a.: Occupational therapy, art and crafts, creative activities, leisure activities, handcraft, intervention og stroke rehabilitation. Niðurstöður: Leitin skilaði sjö greinum, tveimur í vísindastyrk I og einni í flokki III auk skoðanakannanna, sérfræðiálits og eigindlegrar rannsóknar. Ýmsar greinanna sýna að handverk og listsköpun hafa jákvæð áhrif á færni við iðju, andlega líðan, áhuga og sjálfsmynd. Engin grein fannst þó þar sem áhrif handverks á handarfærni og vitræna færni var mæld. Ályktun: Áhrif listsköpunar og handverks á sálfélagslega þætti virðast vera meira rannsökuð en áhrif þeirra á hreyfifærni og vitræna þætti. Áhrif handverks á slíka þætti og yfirfærslugildi þess í daglegt líf hafa hins vegar verið lítið athuguð. Vísbendingar eru um gagnsemi handverks til þjálfunar en greinileg þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.