Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 12
Lára V Júlíusdóttir, hdl. - Þórunn Guömundsdóttir, hrl.
Tímarit í fóstur!
Hollvinafélag lagadeildar
Háskóla íslands var
stofnað 16. febrúar síð-
astliðinn. í fyrstu stjórn Holl-
vinafélagsins voru kjörin þau
Birgir ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri, sem er for-
maður stjórnarinnar, Garðar
Gíslason, hæstaréttardómari,
Lára V. Júlíusdóttir, hdl.,
Tryggvi Þórhallsson, lögfræð-
ingur og Þórunn Guðmunds-
dóttir, hrl.
Hlutverk félagsins er að efla
kennslu og rannsóknir við laga-
deild Háskóla íslands og auka og
styrkja tengsl deildarinnar við fyrri
nemendur sína og aðra þá, er bera
hag hennar fyrir brjósti. Markmiði
sínu á félagið meðal annars að ná
með því að vera vettvangur fyrir
og stuðla að umræðu um laganám,
kennslu og rannsóknir í lögfræði,
gera tillögur að kennsluþáttum og
rannsóknarverkefnum og leita
uppi stuðning við kennslu og
rannsóknir í lögfræði hjá einstakl-
ingum og lögaðilum. Tekjur félags-
ins eru árgjöld félagsmanna og
frjáls framlög. Margir lögmenn hafa
nú gerst félagar í Hollvinafélaginu.
Þar sem hlutverk félagsins er með-
al annars að auka og styrkja tengsl
deildarinnar við fyrri nemendur
sína, er ákvæði um svokallað ráð-
gjafaráð í 13. gr. félagsins, en það
skal skipað a.m.k. 20 mönnum,
sem stjórn þess tilnefnir. Hlutverk
ráðsins er meðal annars að móta
hugmyndir að kennsluþáttum og
rannsóknarverkefnum, sem styrkja
má og gera tillögur um fjáröflun
fyrir félagið. Ráðgjafaráðið á að
koma saman ekki sjaldnar en einu
sinni á ári. Stjórn félagsins hefur
þegar skipað 24 lögfræðinga í ráð-
gjafaráðið, þ. á m. nokkra lög-
menn.
Stjórn félagsins kannaði það hjá
kennurum lagadeildar hvar skór-
Þórunn
Guömunds-
dóttir, hrL
inn helst kreppir að í málefnum
deildarinnar. Lagadeildin er í
fjársvelti, eins og reyndar Háskól-
inn allur. Sérstaklega fæst lítið fé til
bókasafnsins. Bókakaup nema um
kr. 1.770 á hvern laganema á ári,
en það er helmingi lægra en það
gerist lægst í öðrum deildum. Fjár-
veiting til bókasafnsins fer fyrst og
fremst í að greiða fyrir áskrift að
ýmsum tímaritum og dómasöfnum.
Mjög takmarkað svigrúm er til að
kaupa nýjar bækur. Bókasafnið
kaupir í dag um 50 tímarit og
dómasöfn. Ársáskrift fyrir þessi
tímarit og söfn er frá kr. 3.000 upp
í rúmar kr. 50.000. Sú hugmynd
vaknaði hjá stjórn félagsins að
kanna það meðal fyrirtækja, lög-
mannsstofa og lögmanna hvort
þessir aðilar væru reiðubúnir til
þess að styrkja bókasafn lagadeild-
ar með því að taka tímarit í fóstur,
ef svo má að orði komast, um
lengri eða skemmri tíma. Viðkom-
andi lögmaður, lögmannsstofa eða
fyrirtæki myndi þá skrifa sig fyrir
ákveðnu tímariti. Bókasafn laga-
deildar sæi síðan um að greiða
áskriftargjaldið og sendi svo við-
komandi greiðanda reikning fyrir
því. Gefendanna yrði síðan getið á
sérstakri töflu á bókasafni laga-
deildar. Einnig gætu lögmenn ósk-
að eftir að styrkja kaup á tímarit-
um, sem ekki eru keypt til safnsins
í dag, en ástæða væri til, að þeirra
mati, að kaupa. Eins og áður var
nefnt er gjald fyrir mörg tímarit-
anna ekki hátt og myndu lögmenn
og/eða lögmannsstofur sennilega
ekki finna mikið fyrir því að
styrkja bókasafnið með þessum
hætti. Sterkt og öflugt bókasafn við
lagadeild Háskóla íslands kemur
öllum lögfræðingum til góða og
eykur gæði laganáms um leið. Nú
munu sjálfsagt einhverjir lögmenn
segja að það væri viti nær að lög-
menn tækju að sér að efla eigið
bókasafn, frekar en að vera að
styrkja einhver lagabókasöfn úti í
bæ. Því er til að svara að öflugt
bókasafn lagadeildar Háskóla ís-
lands mun styrkja lagakennslu,
laganám og rannsóknir í lögfræði.
Slíkt kemur öllum lögfræðingum,
lögmönnum og hinum, til góða í
framtíðinni.
Það er von stjórnar Hollvinafé-
lags lagadeildar Háskóla íslands að
lögmenn muni taka vel í þessa
hugmynd. Við undirritaðir stjórnar-
menn i Hollvinafélagi lagadeildar
Háskóla íslands munum á næst-
unni hafa samband við lögmenn
bréflega eða símleiðis til könnunar
á því hvort áhugi sé á þessu með-
al lögmanna. Lögmönnum er
einnig velkomið að hafa samband
við okkur að fyrra bragði og fá
skrá yfir þau tímarit, sem nú eru
keypt á vegum lagadeildar. Við
bendum t.d. á að þær lögmanns-
stofur, sem hafa lagt sig eftir sjó-
réttarmálum, gætu styrkt deildina
við kaup á sjóréttartímaritum, þær
stofur, sem lagt hafa sig eftir mann-
réttindamálum, gætu keypt tímarit
um mannréttindamál o.s.frv.
12
Lögmannablaðið