Lögmannablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 17

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Qupperneq 17
farið myndi það leiða til þess að al- menningur fengi skýrari og betri lög, sem tryggðu betur mannrétt- indi borgaranna og myndu leiða til meira réttaröryggis. Erling Olsen, forseti danska þingsins, fór yfir hina ýmsu flokka settra laga. Hann taldi veigamikla lagabálka t.d. fjárlög og réttarfars- löggjöf yfirleitt ekki bjóða hættunni heim, þar væri undirbúningur vandaður og oftast nægur tími til stefnu til kynningar og umræðna. Hins vegar gæti skyndilega þurft að grípa til þess að setja lög, breyta lögum eða lögfesta skuld- bindingar samkvæmt alþjóðasamn- ingum. Þá væri helst hætta á að ekki væri nægilega vel til lagasetn- ingarinnar vandað. Claus Larsen, forseti bæjarþings Kaupmannahafnar, (byretspræsi- dent) hóf sitt erindi á þeim orðum sem notuð eru sem fyrirsögn þessa pistils. „Með lögum skal land byggja” sagði dómarinn og benti á að smátt og smátt hefði lagatextinn sjálfur þokað fyrir greinargerðum og at- hugasemdum með lagafrumvörp- um. Nú væri allt of mikið gert úr efni þessara fylgigagna. Þetta taldi dómarinn ekki heppi- legt, hvorki fyrir þá sem settu lög- in, né hina sem ættu að skilja þau og fara eftir þeim. Lagatextinn sjálf- ur á að segja það sem segja þarf um vilja löggjafans. Þá fannst dómaranum of algengt að mikilvæg lagafrumvörp væru keyrð í gegn á síðustu dögum og jafnvel klukkutímum fyrir þing- lausnir. Þetta væru ekki vönduð vinnubrögð. Hann studdi hugmyndir um lengri fresti fyrir umsagnaraðila og að þingmenn fengju öll undirgögn væntanlegs frumvarps afhent, hvort sem það væri lagt fram eða ekki. Frank Jensen, dómsmálaráð- herra, taldi ekki verr staðið að undirbúningi lagasetningar nú en áður. Honum fannst athugasemdir um, að lagatextinn væri oft óskýr og leita þyrfti út fyrir hann til að finna innihaldið, ekki réttmætar. „Þingið samþykkir líka athuga- semdirnar“ sagði hann hróðugur. Fór þá kliður um salinn. Hendrik Zahle, dr.jur., prófess- or, við Kaupmannahafnarháskóla, vildi skipta lagasetningarferlinu í þrennt. Hugmyndin - frumvarpið - meðferðin í þinginu. Hver þáttur væri mjög mikilvægur. Hann taldi nauðsynlegt réttaröryggisins vegna að hægt væri að bera það strax undir dómstóla hvort lög væru í samræmi við stjórnarskrána, svo ekki þyrfti að bíða eftir sérstöku sakarefni. Við íslendingar höfurn fulla þörf á að huga að því hvernig okkar lög verða til... Hann taldi áhrif og eftirlit fjöl- miðla með undirbúningi og setn- ingu laga vera mikilvægt. Bj0rn Elmquist, formaður laga- nefndar danska þingsins, var al- mennt jákvæður gagnvart tillögum lögmannafélagsins. Benti á, að margar þessar reglur væru í heiðri hafðar, t.d. væri álit margra aðila fengið þegar lagafrumvarp væri undirbúið. Isi Foighel, dr.jur., dómari við Mannréttindadómstólinn, fagnaði framkomnum hugmyndum. Taldi nauðsynlegt, að hagsmunaaðilar kæmu þegar í byrjun að undirbún- ingi lagasetningar og frumvörp, greinargerðir, athugasemdir og umsagnir birtust á internetinu. Hann taldi aðalatriði, að réttarör- yggi hins almenna borgara væri sem best tryggt. Það væri allt of oft fyrir borð borið. Gagnrýndi dómar- inn sérstaklega gildistökuákvæði skattalaga, sem stundum tækju gildi örfáum dögum eftir samþykki þingsins og væru þá i reynd aftur- virk. Eigil Molgaard, deildarstjóri í Viðskiptaráðuneytinu, taldi undir- búning og setningu reglugerða meira vandamál en lagasetning- una. Annað í ræðu hans fór að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér, enda búinn að einbeita mér að þvi í rúmlega 2 klukkutíma, hvíldar- laust, að skilja dönsku. Eftir framsöguerindin var stutt fundarhlé en síðan voru almennar umræður. Mér finnst flestar hugmyndir Dananna vera skynsamlegar og þarfar. Fróðlegt verður að sjá hvort þær leiða til þess að samræmdar reglur verði settar þar um undir- búning og gerð lagafrumvarpa. Við íslendingar höfum fulla þörf á að huga að því hvernig okkar lög verða til og hvort hægt sé að gera það ferli betra en nú er. Samkvæmt því sem fram kom á fundinum hefur t.d. danska þingið ekki yfir að ráða sérfræðiþekkingu til að fara á gagnrýninn hátt yfir fram komin lagafrumvörp og þarf að leita til þeirra sem sömdu frum- varpið um þá aðstoð. Þá varð mér hugsað til Alþingis. Frá ritstjóra og ritnefnd: Aðsendar greinar Félagsmenn eru hvattir til að rita í blaðið greinar, langar eða stuttar, um hugðarefni sín er tengjast störfum lögmanna. Til að auðvelda vinnslu blaðsins væri æskilegt að aðsendar greinar kæmu bæði prentuðu formi og á tölvudiskum, t.d. í Word eða Word-Perfect ritvinnsluformi. Þá þarf helst ljósmynd af greinar- höfundi að fylgja. Lögmannablaðið 17

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.