Málfríður - 15.12.1985, Síða 3

Málfríður - 15.12.1985, Síða 3
MÁLFRÍÐUR Tímarit samtaka tungumálakennara 1. tbl. 1. árg. nóvember 1985 Útgefandi: Samtök tungumálakennara á íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir. Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Fanny Ingvarsdóttir Gerður Guðmundsdóttir Sigþrúður Guðmundsdóttir Stella Guðmundsdóttir Svandís Ólafsdóttir Uppsetning og teikningar: Filip W. Frankson Handritalestur: Valgeir Vilhjálmsson Prófarkalestur: María Gréta Guðjónsdóttir Setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Rún sf. Brautarholti 6, Reykjavík. Efnisyfirlit Ávarp formanna.................. 5 Video in the classroom — its use and limitations, Jacqueline Friðriksdóttir.................. 6 Myndbönd í tungumálakennslu, Sigurlín Sveinbjamardóttir ..... 8 Hugleiðing um notkun myndbanda í dönskukennslu á grunn- skólastigi, Brynhildur Ragnarsdóttir og Jóna Björg Sætran ....................... 10 Myndbönd á fræðslumyndasafni, Karl G. Jeppesen.............. 12 ,,Að kunna rómanskt mál er menningarleg nauðsyn" Fanny Ingvarsdóttir ræðir við Philippe Peyron, fulltrúa í franska sendiráðinu ................... 14 Þýskukennsla á íslandi, Georg Föhrweisser.............. 16 Erindi flutt á námsstefnu á Akureyri í september 1985 Menntun kennara, Auður Torfadóttir ................ 18 Um stöðu tungumálakennslu á íslandi, Auður Hauksdóttir .... 19 Ný viðhorf í kennslu erlendra tungumála, Kirsten Friðriks- dóttir...................... 22 Námsstefna á Akureyri - Hugleiðing Kolbrún Bjarna- dóttir og Pórhallur Bragason .. 25 Hvað er Asse? Stefanía Harðar- dóttir ......................... 26 Bækur Auður Hauksdóttir Svandís Ólafsdóttir.......... 28 Tilkynningar frá félögunum..... 29 Lög fyrir samtök kennara erlendra mála á íslandi .............. 30 Ritstjórnarrabb Tungumálakennarar hafa nú fengið í hendur fyrsta tölublað eigin mál- gagns, „Málíríðar“. Málfríður þessi kennir sig við nýstofnuð samtök tungu- málakennara á íslandi, „STÍL“, og þegar vel liggur á henni má fá hana til þess að segja nánar frá uppruna sínum ....kemur þá í Ijós að hugmyndin að tímaritsútgáfu allra tungumálakennara er ekki ný. Má jafnvel rekja hana allt til ársins 1980 þegar haldin var ráðstefnan Mál-Heimur-Mannfélag, sem var fyrsta viðleitnin til þess að ná utan um tungumálafélögin. Óformleg samvinna hefur verið með málafélögunum síðan þá, t.d. um ráðstefnuhald og námskeið. Og það var svo á vordögum 1985 að endanleg samstaða náðist um útgáfu á „Málfríði“. Er það von okkar í ritnefndinni að þessi útgáfustarfsemi megi leiða til enn markvissari samvinnu tungumálakennara í framtíðinni. Málfríður er ung og óráðin en stuðli hún að frjórri umræðu og skoðana- skiptum gæti þetta tímarit orðið lykilaðili að bættri tungumálakennslu í landinu. Kennarar hvaðanæva eiga hér að geta skipst á gagnlegum upp- lýsingum og miðlað hver öðrum fróðleik. Málfríði er ekkert óviðkomandi þegar kennsla er annars vegar. Undirbúningsvinna ritnefndar hófst í júní í sumar þegar nefndin kom saman ásamt formönnum fagfélaganna. Þá var ákveðið að gefa ritnefndinni frjálsar hendur um efni og útlit blaðsins. Formenn hafa svo aftur verið innan handar við gerð sameiginlegrar félagaskrár og við umsóknir um styrki til tímaritsútgáfunnar. Fyrsti eiginlegi ritnefndarfundurinn var haldinn í Æfingadeild Kennara- háskóla íslands þann 18. júní og þar hefur nefndin haft bækistöðvar sínar síðan. Fundir voru strjálir í fyrstu en frá haustmánuðum hafa nefndarmenn hist vikulega. Samþykktir og uppástungur um efni, sem fram komu á fyrsta fundinum, hafa reynst haldgóðar í framkvæmd og hefur tekist vel að ná inn greinum í blaðið. I þessu fyrsta tölublaði er aðallega fjallað um myndbönd í kennslu og Ieitað hefur verið til kennara sem reynslu hafa á því sviði. Orðið er laust um þetta efni og væntanlega fáum við meira að heyra. Við látum ekki staðar numið við tæknina og áætlað er að í næsta blaði verði opnuð umræða um tölvur. I Málfríði munu birtast bókadómar, frásagnir af endurmenntunar- námskeiðum, fréttir af Iandsbyggðinni, upplýsingar um styrki og þegar fram í sækir fastur lesendadálkur. Áætlað er að tvö tölublöð komi út á ári, í nóvember og mars, og upplagið verði um 1000 eintök. Auglýsingar og félagsgjöld standa straum af kostnaði við útgáfuna. Við væntum þess að lesendur og áskrifendur sýni blaðinu áhuga og komi hugmyndum og/efni á framfæri.við ritnefnd. Heimilisfangið er: Tímaritið „Málfríður“ c/o Svandís Ólafsdóttir Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ v/Háteigsveg 105 Reykjavík Með kærum kveðjum, Ritnefnd 3

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.