Málfríður - 15.12.1985, Qupperneq 12

Málfríður - 15.12.1985, Qupperneq 12
Karl G. Jeppesen: Myndbönd á fræðslumyndasafni Á liðnum mánuðum hefur verið unnið að því í fræðslumyndadeild Námsgagnastofnunar að byggja upp myndefni sem nýst gæti í tungu- málakennslu grunnskóla og einnig að nokkru marki í framhaldsskól- um. Með tilkomu myndbandstækja í skólum landsins hefur orðið mikil breyting á þeim möguleikunt að nota myndefni í kennslunni. Mun ódýrara er að kaupa efni á mynd- bandsspólum en á 16 mm filmum og getur sá munur numið helmingi eða meira auk þess sem fjölföldun mvndbandsins er mun auðveldari. Pað hefur verið reynt að útvega sem fjölbreytilegast efni til safnsins og þá sérstaklega í ensku og dönsku. Við val á efni til enskunnar hefur vand- inn verið sá hve mikið framboð er af þess konar mvndefni frá ýmsum löndum. Sömu sögu er því miður ekki hægt að segja um dönskuna. Heppilegt dönskukennsluefni á mvndböndum eða filmum fvrir út- lendinga er ekki til og margt annað efni annað hvort bundið höfundar- réttarlögum eða svo dýrt í leigu eða innkaupum að safnið telur sér ekki fært að útvega það. en þó 'nefur tekist með hjálp góðra manna að útvega nokkrar mvndir. Auðvelt hefur revnst að fá efni á þýsku með hjálp þýska sendiráðsins í Reykja- vík. auk þess sem vmsir aðilar í mörgum löndum framleiða kennsluefni á mvndböndum fvrir þvskukennsluna. Lítið hefur enn sem kontið er verið kevpt af efni til frönskukennslu. en það virðist vera þó nokkuð framboð af slíku efni. sem í náinni framtíð verður unnt að útvega til safnsins. 12 Flokka má það efni í þrennt sem keypt hefur verið, langar leiknar myndir (bíómyndir), myndaflokkar, sem sérstaklega eru framleiddir til notkunar við kennslu og svo stuttar stakar mvndir. Við skulum nú líta á hvernig staöan er í hverri grein fyrir sig. I enskunni hafa verið keyptir mvndaflokkar frá sænska sjónvarp- inu, sem þeir hafa framleitt í Eng- landi með enskum leikurum. Flokk- ar þessir eru orðnir fjórir, sem hver tekur við af öðrum hvað þvngdarstig varöar. Fyrstur er DOUBLE TROUBLE, sem ætlaður er til byrj- endakennslu. Með flokknum fylgir mvndabók sem í er textinn sem sagður er á myndböndunum. Auk þess hefur Skólavörubúðin gert ráð- stafanir til að kaupa frá Englandi verkefnabók sem byggð er á mynda- flokknum. Síðan eru það flokkarnir REPORTERS. sem er ætlaður öðru námsári. BARN THEATER, sem ætlaður er þriðja námsári og loks COME AND SEE US, sem ætlaður er þriðja eða fjórða námsári. Með þessum flokkum fylgja svipaðar myndabækur og fylgja fyrsta flokknum. Töluvert efni er í hverjum tlokki fyrir sig. Hver flokkur telur 5-8 stuttar mvndir. Eigi flokkar þessir að koma að full- um notum í kennslunni þarf kennari að geta gripið til hans hvenær sem er. en útlánsreglur safnsins levfa aðeins 1/2 mánaðar til 1 mánaðar útlánstíma. Þó svo að reynt sé að koma til móts við kennara með því að semja við þá um lengri lánsfrest verður það aldrei eins gott og þegar kennari getur haft flokkinn í skól- anum og gripið til hans hvenær sem er. Til þess að leysa þennan vanda hefur Námsgagnastofnun fengið leyfi til þess hjá sænska sjónvarpinu að selja þessa myndaflokka ásamt bókum. Fræðslumyndasafnið hefur keypt mvndaflokk sem ætlður er En Árhushistorie ..Hvor'for har du slæbt et TV apparat med til Árhus helt nede fra Hamburg?" „Jo da, mand de tyske pro- grammer er meget bedre end de danske."

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.