Málfríður - 15.12.1985, Page 16

Málfríður - 15.12.1985, Page 16
Georg Föhrweisser: Þýskukennsla á íslandi í erindi sem dr. Kjartan Gíslason hélt árið 1979 á þingi á vegum Deutsche Auslandsgesellschaft í Liibeck og fjallaði eins og þessi grein um ástandið í þýskukennslu á ís- landi var m.a. leitað svara við tveimur spurningum. Fyrri spurn- ingin varðaði upplýsingar um kennsluefni sem á boðstólum er á hinum alþjóðlega markaði, svo og samvinnu við þýskar stofnanir. Svar það sem Kjartan gaf var í alla staði jákvætt. Seinni spurningin hljóðaöi sem hér segir: „Hefur tekist að tengja þýskukennslu (á íslandi, innsk. G.F.) við hina alþjóðlegu þróun í kennslu- og aðferðafræðum við kennslu erlendra tungumála?“ Árið 1979 var þessari spurningu eindregið svarað neitandi og nú á árinu 1985 er ekki enn hægt að svara henni játandi. Eftirfarandi atriði eru enn þá í fullu gildi: of miklar þýðingar, ofuráhersla á les- skilning og málfræðiæfingar, of lítil talhæfni og málnotkun (Sprach- handeln). Svo er að sjá sem ýmsir hafi ekki gert sér nægilega góða grein fyrir því að „markmið tungu- málakennslu er að ná tökum á hinu erlenda máli“ (Bieler) og að „Sprache" (,,mál“) er dregið af sögninni „sprechen" (,,mæla“). Til þess að koma strax í veg fyrir misskilning skal bent á að þetta á og má ekki skilja sem kröfu um að gera þýðingar útlægar úr þýskukennslu á íslandi. Peir sem útskrifast úr fram- haldsskólum á þessu Iandi elds og ísa verða að búa yfir nægilegum les- skilningi til að geta notað þýska texta í námi sínu og starfi, þar eð íslenskar þýðingar á erlendum ritum eru oft af mjög skornum skammti. Málið ætti því að vera það að finna einhvern meðalveg þar sem eitt er æft án þess að annað sé vanrækt. Á Islandi hafa kennarar þrjú, í mesta lagi fjögur ár til umráða fyrir þýskukennsluna og sú kennslubók er ekki til sem tekur mið af þessum sérstöku kringumstæðum. Skólun- um standa ýmsar bækur til boða sem allar hafa sína kosti og sína galla. Það er því mál skólans eða kenn- arans að velja sér þá bók sem þeir telja best til þess fallna að ná þeim námsmarkmiðum er þeir hafa sjálfir sett sér. Þar eð ekki er til nein stöðluð kennsluáætlun fyrir þýsku- kennslu á Islandi - þetta hefur sína kosti, en jafnframt augljósa galla - geta skólarnir og/eða kennararnir sjálfir ákveðið hvernig þeir nota þann tíma sem þýskukennslu er ætlaður, þannig að hann nýtist sem best og komi nemendum að sem bestu haldi. Þegar þetta er haft í huga er það eiginlega furðulegt. hvernig íslenskir þýskukennarar setja sjálfa sig undir stöðuga tíma- pressu og koma sjálfum sér í leik- þröng með því að ofhlaða kennslu- stundirnar með sífellt nýjum og erfiðum atriðum - til þess eins að geta byrjað sem fyrst á lestri erfiðra (eða mjög erfiðra) texta. (Halda mætti að gengið sé út frá eftirfarandi samsvörunum: erfiðir textar sama sem erfiður skóli sama sem kröfu- harðir kennarar sama sem kröfu- hörð kennsla.) Þar eð kennsla sem að mestu ieyti tekur mið af málfræðiatriðum leiðir óhjákvæmilega til þess að samfelld- ar orðaforðaæfingar verða útundan eru glósurnar við texta þessa stund- um jafnlangar og textarnir sjálfir. Hér mætti (að vísu með dálítilli ill- kvittni) spyrja þeirrar spurningar hvort þessi framgangsmáti verð- skuldi það að kallast „mála- kennsla“. Vegna þess sem hér á undan segir gæti lesandinn eflaust fengið á til- finninguna að hér eigi að mála allt í sem dekkstum litum. En það er ekki ætlun höfundar, þó svo að hann taki visst tillit til þeirrar fornu speki að ýkt mynd gerir hlutina Ijósari. En ef breyta á þýskukennslu á í slandi eða jafnvel bæta hana — og út frá því skal einfaldlega gengið - virðist skynsamlegra að taka mið af ástandi mála eins og það er fremur en að mála það í rósrauðum litum. Hér er reyndar ekki um persónulega gagnrýni, huglæga tilfinningu, hvað þá árásir á einstaka kennara að ræða, heldur efnisleg vandamál, skynsamleg námsmarkmið sem stefnt er að við tilteknar aðstæður. 16

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.