Málfríður - 15.12.1985, Síða 19

Málfríður - 15.12.1985, Síða 19
hvaða markmiðum við hyggj- umst ná með þeim aðferðum sem við beitum í kennslunni - að hafa tiltæka þá kennslu- fræðilegu þekkingu sem gerir okkur kleift að finna okkar eigin leiðir og þróa okkar eigin aðferðir sem samræmast að- stæðum og markmiðum hverju sinni. Hættan á stöðnun er alltaf yfir- vofandi í starfi okkar. Til þess að starfið veiti okkur ánægju verðum við að temja okkur vissan sveigjan- leika, heilbrigða afstöðu til nýjunga og gagnrýna athugun á því sem við erum að fást við. Það gerist of oft að við tökum breytingum að ofan eins og sjálfsögðum hlut. í raun erum það við, kennararnir, sem á grund- velli reynslu okkar og þekkingar eigum að eiga frumkvæðið að nýj- ungum í skólastarfi. En til þess að svo megi verða held ég að við verðum að endurskoða stöðu okkar og menntun. Auður Torfadóttir er lektor í ensku við Kennaraháskóla Islands. Námsstefna á Akureyri Auður Hauksdóttir: Um stöðu tungumála- kennslu á íslandi Dönskukennsla í íslenskum framhaldsskólum. Dönskukennsla í íslenskum fram- haldsskólum á sér langa sögu. Danska er fyrst skilgreind sem er- lent tungumál í greinargerð um Lærða skólann í Reykjavík frá 1846, þ.e. hún átti að hafa sömu stöðu í íslenskum skólum og þýzkan í þeim dönsku. Á þeim tíma sem danskan haslar sér völl sem erlent tungumál var þýðingar- og mál- fræðiaðferð latínukennslunnar alls- ráðandi. Samkvæmt reglugerð Lærða skólans frá 1846 var mark- miðið með dönskukennslunni: „að þjálfa nemendur í að þýða af og á dönsku, skrifa danskt mál og kynna fyrir nemendum danska bók- menntasögu." Markmiðin fólu því í sér annars vegar færnisþjálfun og hins vegar menningarmiðlun. Ýmis- legt bendir til að menn hafi ekki alltaf verið á einu máli um ágæti dönskukennslunnar og vil ég í því sambandi vitna til ummæla tveggja nemenda Lærða skólans frá því um 1860 og 1890, en ummælin eru fengin úr bókinni „Minningar úr menntaskóla". Sá fyrri segir um dönskukennsl- una: „Dönskukennarinn var gáfaður maður og gat oft verið skemmtilegur, en kennslu sína í skólanum tók hann sér létt, hefur víst sjaldan hugsað nokkurt augnablik um hana nema meðan hann var í kennslustundum. Trúfræðiskennari þótti mér hann góður, en dönskukennari afleitur. Meðal annars kunni hann lítið sem ekkert í dönskum framburði, bar meðal annars Pandekager fram sem pan-de-kag-er og annað eftir því. Hann hafði lítið fvrir að velja efni í danskan stíl. Hann greip oftast einhverja klausu úr hvaða bók eða blaöi, sem hendi var næst.... Pegar hver piltur. sem kom upp í tíma í dönsku. hafði þýtt á íslenzku þann kafla, sem honum var fyrir settur, var hann jafnan látinn snúa nokkrum setningum af íslenzku á dönsku. Aldrei bjó hann sig út meö neina bók til að láta snúa úr, en bað okkur jafnan í bekknum að lána sér einhverja íslenzka bók." I ummælum hins nemandans kemur fram að tungumálakennsla í Lærða skólanum hafi oft verið gagn- rýnd og kölluð eintómt málfræði- stagl og yfirheyrslur og því verið haldið fram að vanrækt hafi verið að vekja athygli á efninu og að kenna að tala nýrri málin. Nemandinn telur þessa gagnrýni ekki réttmæta, þar sem ekki sé hægt að gera ráð fyrir að unnt sé að kenna að gagni að tala dönsku, ensku, frönsku og þýzku á fáeinum klukkustundum og með þeim kennslutækjum sem völ var á. Jafnframt bendir hann rétti- lega á, að reglugerðin geri ekki ráð fyrir að kennt sé að tala málin. í reglugerðinni um hinn aimenna menntaskóla frá 1908 koma fram umtalsverðar breytingar á mark- miðum dönskukennslunnar. í reglu- gerðinni segir m.a.: ..Kennslan skal vera bæöi munnleg og skrif- leg. Nemendur eiga aö læra að lesa málió með góðum framburði, tala það viðstöðu- 19

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.