Málfríður - 15.12.1985, Qupperneq 20

Málfríður - 15.12.1985, Qupperneq 20
lítið og rita það viðunanlega. Þeir eiga að fá þekkingu á merkustu rithöfundum Dana og Norðmanna, einkum síðustu tíma. Nem- endur skulu í kennslustundum vandir við að tala málið.“ Breytingin felur í sér áherzlu á hagnýta tungumálakunnáttu, þ.e. að nemendur eigi að læra að nota málið í stað þess að læra um það. Þannig styrkir danskan stöðu sína sem erlent tungumál og segja má að þau sjónarmið sem koma fram 1908 séu í fullu gildi enn í dag. Eins og málum er háttað nú er ekki til samræmd námsskrá eða markmiðslýsing fyrir dönsku í fram- haldsskólum, sem kveður á um inn- tak og aðferðir í dönskukennslunni. í gildandi reglugerð um mennta- skóla segir einungis að danska sé skyldugrein í kjarna og lágmarks- námsmagn til stúdentsprófs skuli samsvara 6 námseiningum. Einstak- ir skólar hafa síðan samið sínar eigin markmiðs- eða námslýsingar, sem setja ramma fyrir námsgreinina. Þessar markmiðslýsingar hafa það sameiginlegt að stefna allar að hag- nýtri tungumálakunnáttu. En hvernig er samhengið milli hinna háleitu markmiða námslýsinga og framkvæmdar í kennslustofunni? Ég hef að undanförnu kannað lítillega innihald skriflegra prófa eftir 6 eininga dönskunám, þ.e. eftir það námsmagn, sem krafizt er til stúdentsprófs. Prófin gefa til kynna að megináherzla sé lögð á þýðingar, einkum af íslenzku á dönsku, efnis- spurningar úr lesnu efni og ritgerðir um skáldsögur eða annað Iesið efni. Margt bendir og til að aðferðirnar sem notaðar eru leiði til óvirkrar kunnáttu eða færni í afmörkuðum færnisþáttum, en ekki til þess að nemendur geti notað málið sér til gagns í daglegu lífi. Oft heyrir maður málakennsluna gagnrýnda fyrir að skila ekki nægi- lega góðum árangri, þ.e. að nem- endur séu almennt ekki færir um t.d. að tala dönsku þrátt fyrir margra ára dönskunám í grunn- og framhalds- skóla. Sumpart sama gagnrýni sem nefnd var í sambandi við tungu- málakennslu í Lærða skólanum í lok síðustu aldar. Danskur skiptinemi sem stundar nám í þeim skóla, sem ég kenni við segir mér að íslenzku krakkarnir skilji það sem við þá er sagt, en séu ófáanlegir til að tala dönsku, en enskuna séu þau hins vegar ekki í minnstu vandræðum með. Svipaðar sögur heyrast oft um tungumálaerfiðleika íslendinga í norrænu samstarfi. Haft er á orði að Islendingar geti lesið hvers kyns efni oft bæði flókið og fræðilegt, auk þess sem sumir öðlast allgóða færni í að skrifa málið, en hins vegar sé þeim fyrirmunað að tjá sig á dönsku í einföldustu aðstæðum daglegs lífs. Hvað veldur þessu? Nemandi Lærða skólans sem vitnað var í hér að framan reyndi að réttlæta kenn- ara sína með því að vísa til þess að reglugerðin kvæði ekki á um kennslu í hagnýtri málnotkun og kennslutæki hefðu ekki boðið upp á slíka kennslu. Nú er hagnýt mála- kunnátta þungamiðja markmiðslýs- inga og á markaðnum eru kennslu- tæki, sem bjóða upp á ótakmarkaða möguleika. Trúlega hefði nemand- ann aldrei getað órað fyrir öllum þeim möguleikum. Hér við bætist að kennarar á framhaldsskólastigi hafa margra ára háskólanám að baki í grein sinni auk heils árs náms í kennslufræðum. Ég leyfi mér að halda því fram að ekki hafi verið haldið nógu vel á málum og vil ég benda á nokkur atriði í því sambandi. Árlega flykkj- ast inn í framhaldsskóla landsins þúsundir ungmenna til að afla sér menntunar og nota í því augnamiði að jafnaði 4 dýrmæt ár af æsku sinni. Hvers konar menntun eiga þessi ungmenni að fá? í hverju felast þarfir þeirra þegar til framtíðarinnar er litið? Að mínu mati þarf að skil- greina betur hver markmiðin eiga að vera með tungumálakennslunni. Hvaða færnisþættir eru mikilvæg- astir þegar danskan er annars vegar og hvað er það í danskri menningu, sem við Islendingar viljum miðla æsku okkar? Ef kennslan á ekki að vera innihaldslaus verður færnis- þjálfun og menningarmiðlun að haldast í hendur. En hvaða menn- ingar- og færnisþætti viljum við leggja áherzlu á og með hvaða hætti eiga kennarar að ná þessum mark- miðum? Hvað er það í dönsku- náminu, sem veldur íslenskum nem- endum erfiðleikum og hvernig á að mæta þeim? Á undanförnum áratugum hefur tæknin fært okkur fullkomin hjálp- artæki, sem bjóða nánast upp á ótakmarkaða möguleika til að gera kennsluna lifandi og árangursríka. Má þar nefna kvikmyndavélar, video, kassettutæki, málver o.s.frv. Þrátt fyrir að þessi tæki séu meira og minna orðin almenningseign heyrir það þó til algerra undantekninga að skólarnir ráði yfir slíkum tækjabún- aði. Ekki er óalgengt að nemendur eigi sjálfir margfalt fullkomnari tæki til eigin þarfa, en skólinn ræður yfir fyrir fleiri hundruð nemendur. Stundum hvarflar að manni að ekki sé litið á skólana sem alvöru menntastofnanir, heldur sem geymslustaði, sem með einhverju móti eiga að hafa ofan af fyrir nem- endum. I öðru lagi vil ég koma lítillega inn á menntun kennaranna. I dönsku- deildinni við Háskóla íslands eru nær eingöngu starfandi danskir móðurmálskennarar, sem dvelja hér oft aðeins örfá ár í senn. Það er fyrst nú að ráðinn hefur verið prófessor við deildina. Hætta er á að ör mannaskipti komi í veg fyrir eðlilega og samfellda þróun í deildinni. Þar sem markmið deildarinnar er að kenna íslendingum dönsku tel ég 20

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.