Málfríður - 15.12.1985, Síða 23

Málfríður - 15.12.1985, Síða 23
sem er undirstaða þess að hægt sé að mynda setningar og skilja talað jafnt sem ritað mál. En það eru aðrir þættir tungumálakennslunnar sem ekki síður þarf að beina>athyglinni að. Fyrst og fremst verður kennarinn að reyna að gera sér grein fyrir því hverjar þarfir nemenda hans eru, þ.e. hvers konar mál nemendum hans er nauðsynlegast. Það fyrsta sem hann þarf að spyrja sjálfan sig að er: Hverjir eru nemendur mínir? Hvað vilja eða þurfa þeir að læra? Hvernig næ ég viðunandi árangri? Við getum ekki sett okkur markmið með kennslunni né ákveðið náms- efni fyrr en þessum spurningum hefur verið svarað. Við getum ekki bara ákveðið hvaða efni, t.d. orð- flokka í málfræðinni eða hvaða orðaforða á að kenna. Við kennum sem sagt ekki bara einhverja ensku eða einhverja dönsku, tökum ekki bara einhverja bók og búum síðan til markmiðin eftir henni. Við verðum að hafa þarfir nemandans í huga - hugsa um það hvernig nemandinn ætlar að nota tungumálið og til hvers. Samkvæmt þessum nýju viðhorf- um til tungumálakennslu hefur í mörgum löndum verið búið til nýtt námsefni, sem tekur tillit til mis- munandi þarfa fólks til að nota tungumálið. Petta námsefni er þannig byggt upp að nemendur eru neyddir til þess að reyna að tjá sig, bæði munnlega og skriflega, á hinu erlenda tungumáli og oft án mikillar hjálpar frá kennaranum. Þetta breytir auðvitað hlutverki kennar- ans. Hann er ekki lengur alvitur miðlari heldur fyrst og fremst verk- stjóri. Námsefnið og ný kennslu- tækni stefna einnig að því að gera námsefnið einstaklingsbundið þannig að allir nemendur sama bekkjar þurfi ekki að stunda námið á sama hátt, með sama hraða og á sama tíma. Til þess að þetta megi verða og til þess að nemendur fái sem mesta möguleika á að tjá sig frjálst og vinna á eigin hraða, hefur hópvinna og paravinna orðið æ stærri þáttur kennslustundanna. Ef við eigum að geta gefið nemendum okkar ein- hverja möguleika á að tjá sig frjálst og vinna úr því efni sem við leggjum fyrir þá samkvæmt eigin skilningi, með eigin hraða og á sinn hátt, verðum við að hverfa burt frá kennslustofunni þar sem kennarinn er miðdepillinn og leyfa nemendum okkar þess í stað að vinna upp á eigin spýtur. Kennarinn verður hvorki atvinnulaus né óþarfur. Hann er verkstjórinn sem verður að þaulskipuleggja vinnuna fyrirfram og fylgjast með því að hún sé unnin. Eg sagði áðan að við þyrftum að spyrja hverjir nemendur okkar væru. Sum svörin höfum við á reið- um höndum. Þeir eru lifandi fólk með persónuleg einkenni og áhuga- mál. Pess vegna megum við ekki líta á námið eingöngu sem viðleitni til að öðlast ákveðna leikni heldur verð- um við að taka með í reikninginn skoðanir nemandans, áhugamál og þarfir. Og enn þurfum við að hafa skýr markmið, en ekki það ósveigj- anleg að nemandinn fái engu ráðið, fái aldrei að láta í Ijósi sínar eigin skoðanir, heldur fái að skrifa eða tala um það sem hann hefur áhuga á. Eins og sjá má hafa á síöustu árum orðið gífurlegar breytingar á tungu- málakennslu og því er nauðsynlegt fyrir okkur kennarana að lesa fag- bókmenntir og fylgjast vel með því sem gerist á þessu sviöi. Og í fram- haldi af því er ekki síður mikilvægt að við hittumst og ræðum þær nýju hugmyndir sem fram koma, hvað okkur finnst um þær og hvernig þær reynast okkur hverju fyrir sig, því án samvinnu og samráðs hljótum við að staðna. Og það er ekki meiningin — eða hvað? Kirsten Friðriksdóttir er kennari við Verzlunarskóla Islands. Encyclopædia Britannica 1985 Ný, stórendurbætt útgáfa nýkomin. Nú 32 stór bindi + árbókin 1985, sem nú inniheldur „World Data“ Önnur sending uppseld. Þriðja sending kemur í desember. Tryggðu þér sett á sérstöku kynningarverði. Bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7, sími 12030, opið 13.00 — 18.00. 23

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.