Málfríður - 15.12.1985, Page 24
NÁMSGAGNASTOFNUN
PÓSTHÓLF 5192 125 REYKJAVÍK
BARN I NORDEN
- athyglisverð málabók
Námsgagnastofnun kynnir óvenjulega lestrar- og kennslubók. Höfundarnir skipta tugum og
ritstjórarnir eru fjórir frá jafnmörgum löndum. Bókin er á sjö tungumálum. í ”Barn i Norden“ er
að finna úrval texta frá öllum Norðurlöndum, Færeyjum og Grænlandi. Hver texti er á frum-
málinu en hinum íslensku, finnsku og grænlensku, textum fylgja þýðingar á eitthvert hinna
Norðurlandamálanna.
Bókin eru ríkulega myndskreytt, byggir á aðlaðandi uppsetningu með stóru letri og er í
vönduðu bandi. Henni er ætlað að kynna börnum og unglingum önnur Norðurlandamál, auka
málskilning þeirra og kveikja áhuga þeirra á nágranna- og frændþjóðum. Textarnir eru
margvíslegir og höfða fyrst og femst til lesenda í hópi barna og unglinga.
Þessi bók ætti að koma að góðu gagni við kennslu í dönsku og íslensku enda er hún vel til
þess fallin að vekja nemendur til umhugsunar um tungumál, eðli þeirra og þýðingu. ”Barn i
Norden“ er gefin út af forlaginu Gyldendal í Kaupmannahöfn fyrir tilstuðlan Norðurlandaráðs.
Bókin er tilbúin til afgreiðslu í gegnum úthlutunarkvóta skólanna og kostar 350 krónur.
24