Málfríður - 15.12.1985, Síða 25
Námsstefna
á Akureyri
— Hugleiðing -
Dagana 14. og 15. september s.l.
var haldin á Akureyri námsstefna
um stöðu tungumálakennslunnar í
íslenska skólakerfinu. Á þessa
námsstefnu voru bæði grunn- og
framhaldsskólakennarar boðaðir og
þar með var brotið blað í samskipt-
um tungumálakennara hér á landi.
Ekki var það síður óvenjulegt og
kom manni þægilega á óvart að
þurfa ekki að sækja alla „menn-
ingu“ suður, og sýndu kennarar
sunnan heiða aðdáunarverða sam-
stöðu þegar þeir fjölmenntu hingað
norður á rútubílum og gaf það
námsstefnunni býsna hressandi blæ.
Pað hefur löngum verið áhyggju-
efni tungumálakennara í grunnskól-
unum að vita tæpast hvaða kröfur
framhaldsskólakennararnir gera til
kunnáttu nemendanna þegar þeir
fara frá okkur (við höfum að vísu
alltaf haft það fyrir satt, að krakk-
arnir kunnaof lítið).
Fundur eins og þessi getur komið
að ótrúlega miklu gagni þar sem
kennarar á bæði grunn- og fram-
haldsskólastigum setjast santan,
ræða tnálin og hlusta hver á annan,
og er ekki laust við að eftir þessa
námsstefnu finnist manni bilið milli
skólastiganna ekki eins geigvænlegt
og áður. Það er hægt að brúa það og
þarna var fyrsta skrefið tekið.
Á meðan á námsstefnunni stóð
var framnri bókasýning á bæöi
dönskunt og enskum bókum og var
það til mikillar fvrirmyndar, og þar
voru einnig upplýsingar um efni
bókanna og gerði það manni auð-
veldara að velja fyrir nemendur
sína.
Við viljum vona að þessi fundur
verði ekki bara ,,bóla“, hcldur verði
framhald á þessu. Prátt fyrir mörg
góð og fróðleg erindi var ýmsum
spurningum ósvarað svo sem hvað
börnin eiga að kunna í málfræði og
fleira og vonum við að svör fáist
næsta haust. Fað er staðreynd að
eftir svona fund fer maöur miklu
bjartsýnni og hressari til kennsl-
unnar.
Við kunnum forráðamönnum
námsstefnunnar bestu þakkir fyrir
gott framtak.
Stórutjarnaskóla 15.10.1985
Kolbrún Bjarnadóttir
Þórhallur Bragason
INTERNATIONAL
ASSOCIATION
OFTEACHERS OF
ENGLISH ASA
FOREIGN LANGUAGE
To be held atthe
Metropole Hotel, Brighton,
Sussex, England.
1 — 4 April 1986
20th International Conference
Upplýsingar veitir
Félag enskukennara
Pósthólf 2122
127 Rvík.
25