Málfríður - 15.12.1985, Page 26

Málfríður - 15.12.1985, Page 26
Hvað er Asse? ASSE er skammstöfun á Americ- an Scandinavian Student Exchange, en það eru skiptinemasamtök með svipuðu sniði og verið hafa hér á landi um árabil. Þótt ekki sé langt um liðið síðan ASSE nam land hér- lendis eiga samtökin sér nærri hálfr- ar aldar sögu. Upphafið var í Sví- þjóð þar sem forystumenn mennta- mála beittu sér fyrir því á fjórða áratug aldarinnar að sænskir ungl- ingar ættu kost á námsdvöl í öðrum Evrópulöndum. Síðar komu Banda- ríki Norður-Ameríku til sögunnar og síðan 1975 hafa unglingar á Norðurlöndunum og í nokkrum fleiri Evrópulöndum (Bretlandi, Sviss, Pýskalandi, Hollandi og Spáni) átt kost á námsdvöl í Banda- ríkjunum og bandarískir unglingar hafa á sama hátt getað komist til Evrópu. Einnig eru möguleikar á nemendaskiptum á milli Evrópu- landanna innbyrðis eins og nánar verður vikið að. ASSE á nána samvinnu við Menntamálaráðuneytin í Svíþjóð og Finnlandi og Æskulýðsráð ríkisins í Noregi, svo og bandarísk yfirvöld. ASSE á íslandi var stofnað 1984 og hefur þegar haft milligöngu um för tveggja skiptinemahópa vestur um haf. Menntamálaráðuneytið og Menningarstofnun Bandaríkjanna á Islandi styðja og fylgjast með starf- semi samtakanna, sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Þau sjónar- mið eru að baki ASSE að með dvöl í öðru landi á mikilvægu þroskaskeiði eigi ungmenni þess kost að víkka sjóndeildarhring sinn og umburðar- lyndi gagnvart annars konar siðum og venjum, jafnframt því að læra all- vel erlent tungumál og auka eigin þroska og sjálfstæði. ASSE á íslandi hefur milligöngu um námsdvöl í Bandaríkjunum, Kanada og á Norðurlöndunum. Skal fyrst vikið að dvöl vestan hafs. Bandaríkin/Kanada. Um er að ræða dvöl í eitt skólaár og skólavist í ,,High-school“ en það skólastig samsvarar í rauninni 9. bekk og tveimur fyrstum árum framhaldsskóla hér á landi. Yfirleitt fara skiptinemar í síðasta eða næst- síðasta bekk vestra. Taka þarf sex fög yfir skólaárið. Fjögur þeirra eru eftir frjálsu vali og er boðið upp á hin margvíslegustu valfög. Félagslíf í ,,High-school“ er alla jafna mun líf- legra en gerist hér á landi, þar eð margs konar æskulýðs- og íþrótta- starfsemi sem hérlendis er á vegum annarra aðila ellegar er ekki fyrir hendi fer fram á vegum skólans. Skiptinemarnir búa hjá banda- rískri (eða kanadískri) fjölskyldu sem hefur boðist til að taka að sér skiptinema. Hún t'ær enga greiðslu fyrir og litið er á skiptinemann sem einn af fjölskyldunni en ekki sem gest. Þannig gefst honum kostur á að kynnast bandarískri (eða kanad- ískri) menningu og þjóðlífi af eigin raun en ekki sem áhorfandi. Trúnaðarmenn ASSE eru starf- 26

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.