Málfríður - 15.12.1985, Side 30

Málfríður - 15.12.1985, Side 30
Lög fyrir samtök kennara erlendra mála á Islandi. Heiti samtakanna. \.gr. Samtökin heita: Samtök tungumálakennara á Íslandi-STÍL. Heimili þeirraog varnarþinger í Reykjavík. Markmið. 2. gr. Markmiö samtakanna er: 1) aö efla samstöðu og faglega samvinnu félaga tungumálakennara 2) aö gefa út málgagn og gangast fyrir ráöstefnum, námskeiðum og umræðufundum 3) að standa vörö um menntun tungumálakennara og gæta þess aö hún veröi ætíö í samræmi við kröfur tímans 4) að hafa stefnumótandi áhrif á kennslu erlendra mála í íslenskum skólum 5) aö stuðla að aukinni samvinnu tungumálakennara á hinum ýmsu skólastigum sem og samvinnu við móðurmálskennara 6) að vera tengiliður við þá aðila er gæta hagsmuna tungumálakennara 7) að efla tengsl við félög og stofnanir, innanlands og utan, sem á einhvern hátt t'engjast starfssviði kennara erlendra mála 8) að koma fram fyrir hönd félaganna í málum sem varða þau sameiginlega. Aðild. 3. gr. Rétt til aðildar hafa félög kennara í erlendum málum. Peir málakennarar sem ekki hafa stofnað með sér félag í sinni grein, en óska eftir aðild að samtökunum, eiga kost á að gerast félagar í „Aðfara“, en skipulag þess félags skal vera hið sama og annarra aðildarfélaga. Skipulag. 4. gr. Akvörðunar- og framkvæmdavald er í höndum stjórnar. Þó skal bera öll meiri háttar mál undir félagsfundi einstakra félaga. Stjórnina skipa formenn aöildarfélaganna ásamt einum fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Stjóm. 5. gr. Stjórn samtakanna skal skipuð formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnendum. Félögin skulu skiptast á um að tilnefna formann. Við tilnefningu hans skal farið eftir stafrófsröð félaga. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kjörtímabil stjórnarmanna er minnst 2 ár og skulu stjórnarskipti fara þannig fram að aðeins annar fulltrúi hvers félags gangi úr stjórn á sama tíma. Enginn skal sitja lengur í stjórn en 6 ár í senn. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Stjórnarfundur er ályktunarhæfur sé a.m.k. einn fulltrúi frá hverju félagi mættur. 6. gr. Formaður boðar stjórnarfundi eftir þörfum. að jafnaði eigi sjaldnar en þrisvar á ári. Stjórnarfund skal boða ef 2 stjórnarmenn óska og skal hann haldinn innan hálfs mánaðar frá því er óskin var lögð fram. Aðalfundur. 7. gr. Aðalfund samtakanna skal halda í nóvembermánuði ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagar hinna ýmsu aðildarfélaga. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara og geta dagskrár. Á dagskrá aðalfundar skulu m.a. vera eftirtaldir liðir: 1) Skýrsla stjórnar og reikningar. 2) Starfsáætlun. 3) Skýrsla aðildarfélaga. 4) Skýrsla ritnefndar. 5) Fjárhagsáætlun. 6) Tillögur um lagabreytingar ef fram koma. 7) Tilnefning endurskoðenda. 8) Önnurmál. Fjármál. 8. gr. Aðildarfélögin greiða samtökunum árgjald í hlutfalli við fjölda félagsmanna. Stjórn samtakanna gerir tillögu um árgjöld og fjárhagsáætlun fyrir aðalfund. Árgjöldin ásamt endurskoðuðu félagatali skulu hafa borist samtökunum eigi síðar en mánuði eftir aðalfund aðildarfélags. Reikningsár samtakanna er frá I. nóvember til 31. október. Málgagn. 9. gr. Samtökin gefa út tímarit um málakennslu. Tímaritið verður sent öllum fullgildum félagsmönnum samtakanna. í ritnefnd eíga sæti 1 - 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi. Ritnefnd starfar skv. settum reglum sem hafa hlotið samþykki stjórnar samtakanna. Reikningar tímaritsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum samtakanna. Reikningsár tímaritsins er hiö sama og samtakanna. Lagabreytingar. 10. gr. Lögum þessum verður ekki brevtt nema á aðalfundi. og þarf einfaldan meirihluta greiddra atkvæða til brevtinga. Tillögur um lagabrevtingár skulu hafa borist stjórn samtakanna fvrir 20. október. Lög þessi öðlast þegar gildi. Reykjavík, 17. október 1985. 30

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.