Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 5
tungumálakennara í dag. Þriðja spurningin vekur ef til vill fleiri spurningar en svör. Hvernig er staðið að því að byggja upp sér- fræðiþekkingu íslenska tungu- málakennarans? Hver ákveður hvað verðandi tungumálakenn- arar læra? Á hvaða grundvelli eru slíkar ákvarðanir teknar? Hvaða rannsóknir liggja þar að baki? Við höfum lög og reglugerðir um embættisgengi kennara sem af- marka hinn ytri ramma.5 Sá rammi er afar víður en segir ekk- ert til um inntak þess sem kennt er. Hann kveður einungis á um að verðandi kennari þurfi að hafa lokið 120 einingum í námi, þar af lágmark 60 einingum í einni grein, okkar tilfelli í tungumáli, auk 30 eininga á sviði uppeldis- og kennslufræði. En hver ber ábyrgð á inntakinu? Stór hluti þeirra sem ljúka háskólanámi í tungumálum snúa sér að kennslu. Af um 200 nemendum sem sóttu um nám til kennslu- réttinda sl. vor voru um 50 úr tungumálum eða fjórðungur. Flest- ir þessara nemenda komu úr heimspekideild Háskóla íslands. Telja tungumálaskorir sig bera ábyrgð á menntun kenn- ara? Er tekið mið af kennara- starfinu við skipulag BA-náms í tungumálum? Stunda kennarar í erlendum málum rannsóknir á tungumálanámi og -kennslu? Byggja tungumálin upp sinn fag- lega metnað og kröfur með væntanlega tungumálakennara í huga? Víkjum þá að kennslurétt- indanáminu. Hafa þessar 30 ein- ingar sem áskildar eru eitthvað með tungumálakennslu að gera? Er námið þar ill nauðsyn sem maður bara afplánar og flýtir sér svo að gleyma eða hummar fram af sér í von um að það detti út í næstu lagabreytingu? Hvers vegna þessi andúð á kennslu- fræði? Er kennsla eina starfs- greinin þar sem ekki þarf að læra til verka? Er ef til vill ekki hægt að læra að kenna í há- skóla? Hér eru komnar æði mar- gar spurningar sem allar snerta beint fagmennsku tungumála- kennarans. Við skulum því staldra hér við og skoða málið betur með fagmennskuþættina að leiðarljósi. Fagmennska er fæmi í að beita málinu í ræðu og riti. Samkvæmt reglugerð duga 60 einingar í tungumáli þ.e. fjögurra missera nám til að kenna tungu- málið sem aðalgrein til BA-prófs. En einingafjöldi segir ekki allt. Það er hverri skor í sjálfsvald sett hvað boðið er upp á. Það geta þess vegna verið fjögur námskeið í forn- og miðaldabók- menntum, önnur fimm í ein- hverjum öðrum bókmenntafræð- um eins og dæmi eru um. Er þetta skynsamlegasti undirbún- ingurinn fyrir tungumálakennslu í dag? Kennaraefni geta auk þess brautskráðst með BA- og jafnvel MA-gráður í tungumálum án þess að hafa stigið fæti á það land eða lönd þar sem málið er talað. Ýmislegt bendir til þess að nemar sem lokið hafa 90 ein- ingum og jafnvel MA-gráðu í tungumálinu séu afar óöruggir gagnvart þeim þáttum málkunn- áttu sem mest mæðir á í kennslu. Hafi þeir ekki dvalist í viðkomandi landi virðast þeir tæpast hafa vald á að beita þeim kennsluaðferðum sem hinn breytti heimur kallar á.6 Æfinga- kennarar sem flestir hafa mennt- ast erlendis, a.m.k. að hluta, gera athugasemdir við færni kennaranema í tungumálinu og gildir það jafnt um öll málin. Þeir telja þar ýmsu ábótavant. Fram- burður er t.d. gjarnan mjög ís- lenskulegur, talmál stirðbusalegt og bókmálskennt. Nemar finna sjálfir glöggt vanmátt sinn þegar á hólminn er komið. í dagbókum sem þeir halda meðan á æfinga- kennslu stendur kemur þetta ör- yggisleysi gagnvart fagkunnátt- unni sífellt upp á yfirborðið. Fagmennska er þekking og skilningur á menningu þeirra landa sem málið er talað í. Tunga og menning eru nátengd. Sá sem ekki þekkir og skilur menninguna getur illa kveikt áhuga á tungunni, þennan áhuga sem dregur meir en hálft hlass- ið. Oft er líka skýringa á máli og málfari beinlínis að leita í menn- ingunni. Við getum orðað það svo að sá sem aldrei hefur kynnst franskri kaffihúsamenn- ingu verði seint innblásinn frönskukennari. Mér þykir einnig líklegt að dönskukennarar sem drukku í sig menninguna í kóngsins Kaupinhöfn, og skynj- uðu þar með okkar norræna „identitet" hafi þar fengið sann- færinguna og eldmóðinn til að berjast fyrir lífi dönskukennsl- unnar. Tungumálakennari þarf í rauninni að standa í ævilöngu ástarsambandi við land og þjóð. Slík ást kviknar trauðla af bók- lestri einum saman. Fagmennska er vitneskja um málið. Rannsóknir mínar á tungu- málanemum benda til að of lítil áhersla sé lögð á að kenna um málið.7 Þarna sé skarð sem þurfi að fylla. Nemar þekkja ekki mun á eðli og gerð lýsandi málfræði og kennslumálfræði. Nemar hafa ekki vanist þvf að hugsa um, skoða og ræða um málið sitt sem kennslugrein. Nemar þekkja ekki hvaða erfiðleika íslendingar sem eru að tileinka sér tiltekið mál þurfa helst að kljást við. Nemar kunna ekki „metamál" og geta því illa útskýrt, af hverju og hvers vegna. Einhver kann að spyrja hvort þetta sé ekki dæmi um það sem kennarar læra smám saman í kennslustofunni. Víst getur uppgötvunarnám haft ýmsa kosti en þarna á það ekki við. Þetta er þekking sem fag- maðurinn þarf að hafa á reiðum höndum frá byrjun. Vel má vera að þarna sé þekking sem reyndir kennarar búa yfir en þá þarf að safna henni saman, skrá og greina svo að hún verði aðgengi- leg og taka þessa þætti rækilega fyrir með verðandi kennurum. Fjórði og síðasti þáttur fag- mennskunnar er svo þekking og leikni í hvemig best sé að miðla tungumálakunnáttu til annarra, öðru nafni kennslu- fræði. Þarf að læra að kenna spurði ég áðan? Erlendar rann- sóknir sýna að nemar hafa mjög 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.