Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 14
þýsku. Ég held að skárra sé að
halda til fortíðarinnar. Undir
Jóni Ófeigssyni hlógu nemendur
stundum, yfir þessu verki geispa
þeir bara. Ég held að ganga megi
allt of langt í að laga mála-
kennslu að mæltu máli. Það
gildir líka um málfræðiverkefni,
sem ætluð er til að ná tjáningar-
tökum á straumum málsins. Þar
sætir að vísu öðru um aðferða-
fræði og framskrið en í lestext-
unum, sem ég var að nefna. En
það sem málinu skiptir er, að við
erum að þjálfa fólk. Þjálfun felur
ævinlega í sér sértækar æfingar
til þess að draga fram og temja
sérstæða hæfileika. I augum
óviðkomandi virðast þessar
æfingar oft fáránlegar. Lítið á
íþróttamennina, hvernig þeir
fetta sig og bretta, lyfta og
spyrna, ár út ár inn, áður en þeir
stökkva 2.30 m í hástökki.
Hástökksþjálfari lætur ekki skjól-
stæðinga sína æfa sig sífelldlega
á 90 cm hæð, af því að það mun
vera meðaltalshástökksgeta mann-
kyns. Sá sem ætlar að vinna
afrek, gerir það með því að
reyna á sig, ekki með einhverju
dútli.
Svipað er með málfræðiæf-
ingar eða stíla í tungumálum,
þar er um að ræða sértækar að-
gerðir til að ná fram sérstæðri
leikni.
Mótbárur við málfræðiverk-
efni af þessum toga hafa aðal-
lega verið tvenns konar. Annars
vegar að þau séu ekki mælt mál,
hvað sem það nú er. Ég held því
reyndar ekki fram að orðaforði
þeirra málfræðiverkefna sem ég
legg fyrir í minni þýskukennslu
henti sérstaklega í Vöruhúsi KÁ,
í Þýskalandi. En ég spyr á móti:
Hvar hentar málfar sérfræði-
greina nútímans annars staðar
en í þeirri sérfræði? Og vel á
minnst, líklega væri gaman að
gera málfræðiverkefni sem mið-
uð væru við mælt mál í því góða
vöruhúsi, eins og ég lýsti því
málfari hér áðan, í upphafi míns
máls. Ég tel mig auk þess hafa
svarað þessari mótbáru, um hið
daglega mál, með skírskotun til
hástökksins.
Hin mótbáran er sú, að þessi
verkefni séu svo andlaus. Mér
finnst erfiðara að svara þessu.
Hvenær er tal manna andríkt,
hvenær ná skrif þeirra hæðum?
Mér verður helst fyrir að vitna í
þann hára snilling og göfuga
öldung, Þórð Kristleifsson. Þeg-
ar hann var búinn að kippa okk-
ur nemendum fyrstu umferð um
þýsku málfræðina, fyrir hálfri
öld, mælti hann svo: „Ætlið ykk-
ur ekki þá dul, að þið séuð farin
að fljúga þótt þið hafið fundið
eina steinvölu á strönd hins
mikla hafs.“ Annar jöfur vorrar
starfsgreinar, Jón Ófeigsson,
spurður einhverju sinni, hvort
ekki væri leiðinlegt að vera
sífellt að kenna byrjendum sömu
atriðin, svaraði: „Nehmen,
nimmt, nahm, genommen -
þetta er alltaf jafn fallegt.“
Það detta líklega gullhring-
arnir af unglingunum, ef okkur
verður á að hafa eitthvað fyrir
þeim, sem ekki er andríkt.
Nú er ekki því að leyna, að
verk af tagi þessara æfingaþarfa
eru oft ansi sérstæðar bók-
menntir. Setning eins og þessi:
„Yngstu dætur svissneska ræðis-
mannsins gáfu elsta kennaran-
um sínum nýja bók og nokkra
minni blýanta" - svona setning
höfðar líklega ekki til almenn-
ings. En hún fær hjarta þýsku-
kennarans til að slá örar, hann
skynjar fegurðina og gagn-
semina.
í þessu sambandi get ég ekki
stillt mig um að nefna ákveðna
grein þessara bókmennta, sem
mjög hefur legið undir ámæli
bæði af hálfu hinna andríku og
stuðningsmanna hins mælta
máls. Það eru stafsetningaræf-
ingar í íslensku í MR, a.m.k. eins
og þær voru iðkaðar um skeið.
Þar tel ég, að þessi bókmennta-
grein hafi risið hæst. Setning
eins og þessi er aldeilis óborg-
anleg: „Hætt er við að Auðuni
hinum rauðsenska brygði í brún,
ef hann sæi, hvernig Signý ginnti
Þráin, svo að hann flygi á Skarp-
héðin“. Þetta er ekki leiðinlegri
texti en leikhús fáránleikans,
sem lengi vel þótti hvað bestar
bókmenntir um gjörvalla heims-
byggðina. („Ekki eru allar mynd-
arkonur myndugar, nema síður
sé“.) Og þessi bókmenntagrein
er, sem betur fer, komin inn í
almenna íslenska bókmennta-
sögu. Fyrst var það auðvitað
með hinni landsfrægu vísu Sigur-
karls Stefánssonar, dám drag-
andi af téðum stafsetningaræf-
ingum:
Yxu víur ef ég hnigi
og öndin smygi í himininn
út af því að það var lygi
að Þráinn flygi á Skarphéðin.
Þessi vísa er orðin nokkurra
áratuga gömul. En þetta þema
birtist aftur í nútímaverki, Guð-
mundur Andri Thorsson er með
þetta í Sinni Kátu Angist á einum
stað (30). Þar er Signý enn á
ferðinni: „Signý fékk stigna
saumavél og signa ýsu með
víum“. Þetta er hreint ekki
versta setningin í bókinni.
Án þessarar bókmenntagrein-
ar væri Auðunn hinn rauðsenski
löngu gleymdur, og nú er Signý
hægt og örugglega að vinna sér
sess, auk þeirra félaganna Þráins
og Skarphéðins, sem aldrei
munu gleymast.
Reyndar heyrist stundum enn
ein mótbára gegn málfræðiverk-
efnum. Hún er sú, að það sé svo
erfitt að æfa sig. Þetta er full-
komlega gild mótbára. Auðvitað
þurfa menn ekki að æfa sig.
Menn hoppa bara áfram sína 90
cm.
Ég var að líkja starfi okkar,
góðir kollegar, við íþróttir. Lít-
um einnig til tónlistar um sam-
anburð. Það virðist ekki mikil
list fólgin í að kyrja skalana, að
þramma upp og niður tón-
stigann. En það var nú þetta,
sem þeir urðu að láta svo lítið
að hamast við daginn út og dag-
inn inn, árum saman, þeir Pava-
rotti og Jónas Ingimundarson.
Ég veit ekki hvað þeir hugsuðu
mikið um andríki á meðan. En án
14