Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 12
sýnir sig, að þarfir efnahagslífs- ins valta yfir málfræðireglur, þegar svo vill verkast. Það mun halda áfram í þessu landi eins og öðrum. Kannski kemur þetta tal mitt þýskukennslu lítið við. Ég var jú kynntur hér, réttilega, sem þýskukennari. Til afbötunar get ég nefnt það, að hugtak þessarar ráðstefnu, tungumálakennsla, er tvírætt. Það felur í sér framand- mál, stundum móðurmálið einn- egin. Og sumir áhuga- og at- vinnumenn um kennslu halda því fram, að allir kennarar séu móðurmálskennarar. Því tel ég mig ekki vera að svíkjast um. Mikilvægt er, góðir hálsar, að taka það fram, að þessi fram- tíðarsýn felur ekki í sér neina fordæmingu eða hneykslan af minni hálfu. Slíkt er fjarri mér. Hér er einfaldlega um að ræða raunsætt mat. Það er blandið hugsanlegri eftirsjá, en tilfinn- ingasemi af því tagi hjálpar ekki við að meta framtíðina og nauð- synlegar ákvarðanir hennar vegna. Við skulum auðvitað njóta þessarar þróunar, og gaman- semin sem hér er oft á ferðinni er aldeilis óborganleg. Og brýnt finnst mér að taka fram, til þess að enginn misskilningur komi fram um viðhorf mitt, að mér finnst sá sem segir mér langar ekki verri manneskja en sú sem segir mig langar. Og þegar hvort tveggja verður týnt og ÉG FARA AÐ LANGA I KAFFISOPINN, sem menn þurfa mjög á að halda þegar þeir hafa haldið erindi, þá er það ekki síður hjartahlýtt fólk sem svo talar. Barngæska og náungakærleikur fara ekki eftir málfræðikunnáttu. Ég hygg reynd- ar, að þeir sem verst hafa leikið mannkynið hafi verið allgóðir í málfræði. Þetta segi ég vegna þess, að ég hef iðulega heyrt móðurmálskennara halda javí fram, að með réttari beygingum verði einstaklingar að betra fólki. Fyrir utan vitleysuna í þessari kenningu er hún áreið- anlega alröng með tilliti til ár- angursvonar. Nú til dags þykir ekki kúl að vera neitt sérlega góður og þar með ekki eftirsókn- arvert. Málfræðileikni er spurn- ing um framkomu, líkt og háls- bindi, hárgreiðsla eða skegg. Hugsanlega mætti líkja henni við hreinlæti. Vel má þetta vera fróðlegt, en hvað kemur pað tungumála- kennslu við? Ég hef reynt að draga fram þá staðreynd, að tungumál eru að riðlast. Á því sviði er hrífandi chaos að taka völdin, jafnvel þótt alls staðar sé enn fyrir hendi nokkur hópur fólks, sem mælir á tiltölulega klassískar móðurtungur, þannig að vel má halda því fram, að þær séu við lýði. Og reyndar held ég, að meðal vor finnist íslenskt tungutak, sem á varla sinn líka úr fyrri tíð að fegurð og hug- kvæmni. Það er t.a.m. unaðslega gleðjandi að heyra stundum tungutak barna á ákveðinni og fágætri útvarpsrás. En Ringul- reiðin er að koma og er komin, bæði af málsögulegum og lýð- fræðilegum ástæðum. Þar með stöndum við frammi fyrir ýmsum möguleikum um stefnu í tungumálakennslu. Einn er sá, að leggja af tungumála- kennslu af hálfu opinberra aðila, með þeim rökum að ekki sé hönd á neitt festandi í þeim efnum, hvað kenna skuli. Fólk muni ná saman með sínum hætti og geta gert sig skiljanlegt, ef því finnist ástæða til, og fundið sér jafnvel kennslu með markaðsað- ferðum. Þetta er heillandi til- hugsun, ekki síst með tilliti til fjárlagahallans. Samt held ég vart að þetta sé raunhæfur val- kostur í bili, íhaldsmenn á þessu sviði eru líklega of sterkir enn, um þetta myndi ekki nást sam- staða. Annar kostur dregur dám af orkulínum þróunarinnar, eins og hana leggur nú yfir oss. Hann er sá að fækka kenndum tungu- málum, kenna jafnvel bara eitt framandmál, og þá auðvitað það sem hefur mesta útbreiðslu og efnahagslega þýðingu fyrir þjóð vora. Það mál megi vel duga í öllum okkar alþjóðlegu sam- skiptum. Þetta er mjög raunhæf- ur kostur og aðlaðandi, enda eykst þessu sjónarmiði stöðugt ásmegin. Árum saman hefur hér heyrst sú kenning sumra skóla- manna, að það sé aðeins þrennt, sem stúdentar þurfi að hafa með sér í háskólann til þess að árang- ursvæntingar mættu teljast sæmilegar: Það sé kunnátta í stærðfræði, ensku og íslensku. Þetta sé nægur grunnur til frek- ara náms. Mér finnst athyglis- verðast við þessa kenningu, sem er áreiðanlega rétt út af fyrir sig, að íslenskan er þarna ennþá inni. Þessi valkostur hefur aðdrátt- arafl sitt einkum fólgið í því, hve freistandi hin efnahagslegu sjón- armið hans eru: Sparnaður í fé og tíma. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, verði þær hug- myndir að veruleika að stytta framhaldsskólanám til stúdents- prófs um eitt ár auctoritate imperii, þ.e. með skipulagsfyrir- mælum háyfirvalda, þá verður stutt í það, að ómótstæðilegt muni þykja að vinna tíma með því að skera af pensúmi og leggja niður 3. erlent mál sem skyldugrein til stúdentsprófs. Enginn þáttur menntaskólanáms- efnis liggur eins vel við niður- skurði, út frá þröngum skipu- lags- og fjárhagssjónarhóli séð. Athyglisvert finnst mér, að þeg- ar menn þykjast ætla að vinna tíma með því að skera af pen- súmi, þá er fyrirslátturinn yfir- leitt sá, af kennara hálfu, að nemendur muni læra betur ef þeir hafa minna undir. Þá vinnist tími til að fara betur í það sem eftir er. Þetta þekki ég mjög vel úr minni kennslugrein. Þegar ég hóf kennslustörf hér fyrr á öld- inni þótti sjálfsagt í 1. árs þýsku að gera skil, auk fallbeygingar og sagnbeygingar í framsöguhætti, bæði viðtengingarhætti og þol- mynd. Og þetta á 4 vikustund- um. Núna þarf mánuð til að komast að þolfalli og mannsald- 12

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.