Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 6
óljósar og einfaldar hugmyndir um starf kennarans þegar þeir hefja kennsluréttindanám þrátt fyrir 20 ára setu á áhorfenda- bekk.8 Rannsóknir mínar á verð- andi tungumálakennurum styðja mjög þær niðurstöður.9 Þá skortir eðlilega allan skilning á eðli starfsins. Væntanlegir nem- endur þeirra eru einhvers staðar í stjörnuþokunni og verkkunn- átta er nær engin. Það er helst að þeir geti gefið neikvæðar skil- greiningar, sagt hvernig þeim finnst að ekki eigi að kenna og vísa þá til margra ára veru sinn- ar á fyrrnefndum áhorfenda- bekk. Það sem er kannski at- hyglisverðast er að þetta gildir jafnt um þá sem telja sig fyrir- fram hafa nokkuð ljósar hug- myndir um starfið og um þá sem koma og segjast ekkert kunna og vita. En sama máli gegnir um kennslufræðina og fagkennsl- una. Það er ekki sama hvernig að henni er staðið. Kennaranám er starfsnám og kennslufræði verður ekki miðlað án hagnýtrar þjálfunar. Eins og málum er háttað er gert ráð fyrir að nemar við Háskóla íslands fái í allt 45 æfingastundir til að ná tökum á kennarastarfinu og geti að því loknu tekið fulla ábyrgð á sér, og nemendum sínum sem sérfræðingar, fagmenn. Hver myndi útskrifa smið eftir 45 stundir við smíðar þótt hann vissi allt um allar heimsins við- artegundir og væri búinn að horfa á aðra álengdar við smíðar árum saman? Flestum sem stunda rannsóknir á kennara- menntun ber saman um að æf- ingatímabilið geti verið afar mik- ilvægur þáttur í að hjálpa kenn- aranemanum að ná tökum á starfinu, tengja saman fræði og framkvæmd, byggja upp fag- mennsku.10 En til þess þarf að sjálfsögðu miklu lengri tíma en hér er boðið upp á. Lengd æf- ingakennslu segir heldur ekki alla söguna. Það nægir ekki að senda nema inn í kennslustofu. Athuganir mínar benda til að hlutverk æfingakennara sé afar vandasamt. Hvernig sambandi hann nær við nemann, hvernig kröfur hann gerir til hans, og því hvernig hann fer að því að leið- beina honum virðist geta haft úrslitaáhrif á hvort æfinga- kennslan nær markmiði sínu: að tengja fræði og framkvæmd og dýpka raunverulegan skilning á starfinu. Mér hefur orðið tíðrætt um Háskóla íslands því þann vett- vang þekki ég best og hann brautskráir flesta tungumála- kennara, en við skulum ekki gleyma því að Kennaraháskóli Islands brautskráir líka fólk með réttindi til kennslu í tungumál- um, þ.e. fólk sem er ætlað að leggja grunninn að ensku- og dönskukunnáttu landsmanna. Öll tungumálakennsla er vanda- söm en þó er byrjendakennslan að mati margra vandasömust. Til undirbúnings undir þetta vandasama verk eru ætlaðar heilar 15 námseiningar sem skip- tast þannig að 12 einingum er varið til að öðlast sérfræðiþekk- ingu í málinu en þrjár til kennslu- fræði greinarinnar. Þeir sem standa í forsvari fyrir tungu- málakennslunni þar á bæ gera sér grein fyrir vandanum og áhugi er á að finna leiðir til að fjölga þessum einingum. Ég tel mig nú hafa sýnt fram á að tölu- vert skortir upp á að fagmennsk- an sé í heiðri höfð við menntun tungumálakennara hér á landi. í leit okkar að aukinni fag- mennsku þarf að taka til hend- inni. Hér skulu talin upp 5 stefnumarkandi atriði fyrir þær úrbætur sem vinna þarf að. 1) Tungumálaskorir þurfa að axla þá ábyrgð að þær eru að mennta kennara. Það þarf að koma á samvinnu milli erlendu málanna um að koma upp kenn- aralínu innan BA-námsins. Skil- yrði til að fá kennsluréttindi þarf að vera að hafa lokið tilteknum kennslumiðuðum námskeiðum í BA-náminu. / kennaramiðuðu námi þarf að skoða tungumálið sem kennslugrein frá öllum hlið- um: Skoða þarf og ræða hver séu helstu vandamál íslendinga við máltöku viðkomandi máls. Gefa þarf nemum tekifæri til að ræða um markmið og stöðu greinar- innar, þjálfa þá í að taka þátt í faglegri greinabundinni um- ræðu. Gera þarf að skilyrði að nemi dveljist eitt ár samtals á námstímanum í viðkomandi landi/löndum. Nú hafa opnast nýir möguleikar með Nordplus og Erasmus sem gera þessar kröfur raunhæfar og þá er að nýta sér það. 2) Koma þarfá samvinnu milli félagsvísindadeildar og heim- spekideildar um kennaranám. Tryggja þarf að námið í félags- vísindadeild verði viðbót og dýpkun á kennaramiðuðu námi í heimspekideild. Hugsanlegt er líka að deildirnar komi á sam- eiginlegu framhaldsnámi eins konar M. Paed.-námi en sá titill fyrirfinnst í heimspekideild. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að þetta verði samvinnuverkefni deildanna til að tryggja að úr þessu fáist sem heildstæðast nám. 3) Félagsvísindadeild þarf að vinna áfram að þróun kennslu- frœðinnar. Félagsvísindadeild hef- ur undanfarin ár verið að þróa 30 eininga námið í þá átt að gera það skilvirkara. í vetur hefur verið unnið að því að kanna hug fyrrverandi nema. Segja má að vel sé látið af breytingunum og að menn telji að þær séu til batnaðar. Halda þarf því áfram á sömu braut. Þar eru tvö verkefni brýn: Leitast þarf við að tengja námið betur við einstaka grein- ar. Stórt skref var stigið þegar 5 eininga nám í kennslufræði tungumála var tekið upp en það var að hluta til fyrir atbeina STÍL og stutt af HÍK, Til eru líkön sem sýna kennslufræðinám sem sól- kerfi þar sem kennslufræði grein- arinnar er sólin en aðrar greinar eins og námssálarfræði og náms- skrárfræði eru fylgihnettir henn- 6

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.