Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 20
endur léttur texti úr Project 1 og áttu þeir að svara fimm spurn- ingum á íslensku. Niðurstöðurnar komu í sjálfu sér ekki mjög á óvart. Prófatriðin voru 70, enginn var með færri en 19 atriði rétt og nokkrir voru með 70 atriðin rétt. Ef reiknað er út meðalgildi út frá skalanum 0-10, þá er það 8.18. Einn skóli skar sig nokkuð úr með hærra meðalgildi og skýringin er eflaust sú að í þeim skóla höfðu nemendur verið í tölvusamskiptum við börn um víða veröld þar sem enska var samskiptamálið. Sá flokkur orða sem flestir réðu best við var dýrin, en síst réðu nemendur við orð yfir fatnað. Það er ljóst að þeir nemendur sem hefja enskunám í grunn- skóla hafa margir hverjir til- einkað sér nokkra kunnáttu og allir kunna eitthvað ef miðað er við þetta próf. Margir kunna sjálfsagt miklu meira en fram kemur í þessu prófi en það var með vilja gert að hafa það í létt- ari kantinum. Það er athyglisvert hve vel nemendurnir skilja ritmálið, þar sem tilgátan hefur verið sú að þeir lærðu mest í gegnum eyrað. En í þessu prófi kemur í ljós að þeir þekkja orðin í sinni rituðu mynd og þá verðum við að hafa í huga að ensk stafsetning er býsna langt frá framburði. Er munur á milli kynjanna? Niðurstöður prófsins gefa til kynna að það sé nokkur munur á milli kynja. Meðalgildi hjá drengjunum var 8,36 en hjá stúlkunum 7,99. Þetta var nokk- uð misjafnt eftir skólum. Mestur var munurinn í þeim skóla þar sem nemendur höfðu verið í tölvusamskiptum við umheim- inn. Þar var meðalgildi hjá drengj- unum 8,94 en hjá stúlkunum 8,28. Það er erfitt að ímynda sér hver skýringin er, en það er hugsanlegt að drengirnir hafi verið virkari í tölvusamskipt- unum. í einum skóla voru kynin hnífjöfn og það kom í ljós þegar athugað var hvað þau telja sig hafa lært af fjölmiðlum að mun- urinn á milli kynjanna var ekki eins áberandi eins og hjá hópn- um í heild, sbr. umfjöllun um áhrifaþætti síðar í þessari grein. Það hefur verið bent á að tóm- stundir og leikir drengja og stúlkna séu með nokkuð ólíkum hætti og það getur verið skýring- in á þessum mun. Geta nemendur tjáð sig skriflega á ensku? Það er vitað mál að börn og unglingar geta slegið um sig með ensku og jafnvel sum hver gert sig skiljanleg að einhverju marki, en það er óraunhæft að gera ráð fyrir að nemendur geti tjáð sig skriflega á þessu stigi. Ég freist- aðist samt til að kanna í leiðinni hvort þessir ellefu ára nem- endur gætu látið eitthvað fara frá sér skriflega á ensku. Þessi þáttur var ekki talinn með í heildareinkuninni. Það var lögð áhersla á að þau þyrftu ekki að skrifa neitt nema þau vildu. Einungis 15% skrifuðu ekkert, en helmingurinn skrifaði stök orð, allt frá einu orði upp í heila blaðsíðu. Þau 35% sem eftir eru settu saman smátexta á ensku. Orðið texti er túlkað hér sem tiltölulega samfelld, heilleg skila- boð og þau voru frá tveim setn- ingum upp í hálfa blaðsíðu. í sumum tilfellum var skrifað beint eftir framburði en miklu algengara var að nemendur skrifuðu þokkalega rétt og svo voru dæmi um svo til villulausa texta. Hér eru nokkur sýnishorn: I love you. I know where you are. I live with my mother and father and brother and sister: I’m eleven years old and I live in Reykjavík. I love watsing televi- sion. I hate washing up. I love Neighbours. I love Michael Jackson. My name is X, I got a blue car. I live in New York. Wats yor name? I got lots of good friends. I got a white dress and a red skirt. Do you practish eny sports. I got a friend living in Manhattan end a nother one liv- ing in Iceland. Im riting a book a bout a girl name Golden Lise. du you speek English? jes Im spek litlu English. Wi aðe chempions. hu is the best man. wat name hef you mi name is X. X pley you basketbol end foot- ball? Það skal tekið fram að þeir nemendur sem skrifa þessa texta hafa ekki átt heima í ensku- mælandi landi eða lært ensku í málaskóla. Þessi atriði voru könnuð og það kom í ljós að hlutfallslega fáir af þessum 190 nemendum hafa átt heima í enskumælandi landi eða verið í málaskóla. Það kemur á óvart að svo mörg þessara ungmenna skuli geta skrifað smátexta á ensku, sum hver nánast villulausan. Skýringin liggur ekki á lausu en það má benda á að sum eiga pennavini úti í heimi, önnur lesa ensk tómstundablöð og í þess- um hópi eru nemendur sem eru farnir að lesa bækur á ensku. Hvar telja nemendur sig hafa lært þá ensku sem þeir kunna? Þessari spurningu var ætlað að varpa ljósi á þá ytri þætti sem nemendur telja að hafi haft áhrif á enskukunnáttu þeirra. Það var lagður fyrir þá spurn- ingalisti þar sem þeim var ætlað að meta hvar þeir hefðu Iært þá ensku sem þeir kunna. Spurt var um dægurtónlist, kvikmyndir, myndbönd, sjónvarp, tímarit, tölvuleiki og annað sem þeim var gefinn kostur á að tilgreina. Allt eru þetta þættir sem eiga sinn sess hjá börnum og ungl- 20

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.