Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 16
Gerda Cook Bodegom:
Menntun tungumála-
kennara og tungumála-
kennsla f Hollandi
Erindi á ráðstefnu um stöðu og framtíð
tungumálakennslu á íslandi, haldin 9. apríl 1994
Þótt Holland og ísland séu á
margan hátt afar ólík lönd má
ýmislegt finna sameiginlegt með
þeim: bæði löndin eiga allt sitt
undir viðskiptum við önnur
lönd. Þessu skylt er svo sú stað-
reynd að báðar þjóðir mynda
lítið málsamfélag og því er kunn-
átta í erlendum tungumálum
þeim lífsnauðsynleg.
En á löndunum er líka mikill
munur. Holland er miklu minna
land en ísland; að flatarmáli nær
það aðeins einum þriðja af stærð
Islands. Þó býr þar miklu fleira
fólk. Á íslandi búa 260.000 manns,
en Hollendingar eru yfir fimmtán
milljónir. Ólíkt íslendingum er
hollenska þjóðin afar fjölbreytt að
samsetningu. í Hollandi býr yfir
hálf milljón manna sem eiga sér
aðra tungu en hollensku að
móðurmáli. Til dæmis eru þar um
220.000 frá Tyrklandi, 160.000 frá
Marokkó, 65.000 frá hinum ýmsu
enskumælandi löndum, 31.000
Kínverjar, 22.000 frá spænsku-
mælandi löndum, o.s.frv. Svo má
nefna auk þessa að í Hollandi búa
um 600.000 manns frá fyrrum
nýlendum Hollands, Indónesíu og
Súrínam, en það fólk talar holl-
ensku í raun sem annað af tveimur
móðurmálum sínum. Þannig er
meira en ein milljón manna í Hol-
landi sem tilheyra menningu sem
ekki á uppruna sinn í Hollandi.
Hluti af útbreiðslu tungumála-
kunnáttu í Hollandi skýrist þann-
ig af hinum mikla fjölda fólks í
landinu sem af erlendu bergi er
brotið, en fyrst og fremst skýrist
sú áhersla sem Hollendingar
hafa jafnan lagt á tungumálanám
af mikilvægu hlutverki utanríkis-
verslunar í sögu landsins.
Hollendingar hafa löngum
haft á sér orð fyrir „að tala svo
mörg erlend tungumál svo vel“
og útlendingum leikur einatt
mikil forvitni á að vita hvernig
við förum að þessu. En áður en
ég fer nánar út í það hvernig
tungumál eru kennd í Hollandi
langar mig til að víkja í örstuttu
máli að því hvort Hollendingar
beri þetta nafn sitt sem tungu-
málaþjóð með rentu. Líta Hol-
lendingar til dæmis á sjálfa sig
sem mikla tungumálaþjóð? Hætt-
an er sú að þegar allir hafa orð á
þessu við þá fari þeir að trúa því
sjálfir og þá er voðinn vís. Stað-
reyndin er nefnilega sú að Hol-
lendingar eiga nafnbótina tungu-
málaþjóð í raun ekki skilið. Árið
1989, þegar sameining Evrópu
stóð sem hæst og útlit var fyrir
enn aukin utanríkisviðskipti
fyrir Hollendinga gekkst mennta-
málaráðuneytið þar fyrir rann-
sókn sem átti að leiða í ljós
framboð og eftirspurn í tengsl-
um við tungumálakunnáttu í
landinu. Tilgangur rannsóknar-
innar var þríþættur: að kanna
1) þörfina á kunnáttu í erlendum
tungumálum;
2) raunverulega kunnáttu í er-
lendum tungumálum í land-
inu;
3) stöðu kennslumála í erlend-
um tungumálum.
Niðurstöður rannsóknarinnar
birtust árið 1992 í merku plaggi
sem bar yfirskriftina „Áætlun um
þjóðarátak í eflingu tungumála-
kennslu" og vakti plaggið geysi-
lega athygli, ekki aðeins í löndum
Evrópusambandsins, heldur um
heim allan. Á grundvelli rann-
sóknarinnar var mörkuð stefna í
kennslu erlendra tungumála sem
átti að auka bæði umfang og gæði
tungumálakennslu í landinu í ljósi
sívaxandi þarfar á tungumála-
kunnáttu. Þar sem hinni nýju
stefnu var ætlað að „auka umfang
og bæta gæði tungumálakennslu“
í landinu má ljóst vera að rann-
sóknin leiddi í Ijós að víða væri
pottur brotinn. Það kom sem sagt
á daginn að tungumálakunnáttan
hjá tungumálaþjóðinni var ekki
aldeilis upp á það besta.
Þótt rannsóknin hafi leitt í ljós
margar afar merkilegar niðurstöð-
ur, ætla ég þó að einbeita mér að
þeim niðurstöðum sem kunna að
hafa þýðingu fyrir ísland.
Að því er varðar eftirspum eftir
tungumálakunnáttu, var niður-
staðan sú, að hún væri að aukast
á öllum sviðum, það er á fram-
haldsskólastigi, í viðskiptum og
iðnaði, í opinberum stofnunum
og hjá einstaklingum. í raun var
þörfin fyrir þýsku jafnmikil og
fyrir ensku. Franskan er í þriðja
sæti. Hið almenna álit að enskan
nægði öllum á sér ekki stoð.
Að því er varðar raunverulega
kunnáttu, var niðurstaðan sem
hér segir:
— í ensku: af þeim fjölda
sem þátt tók í rannsókninni
höfðu nánast allir einhverja
þjálfun hlotið, og margir höfðu
náð viðunandi færni;
16