Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 26
ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON, höfundur Ijóöanna sem hár birtast, er fæddur 10. janúar 1972. Fyrsta Ijóðabók hans, IZIyrkskilin orð kom út haustið 1991 er höfundur var aðeins 19 ára gamall. Ári síðar kom svo út Ijóðabókin Lampi gömlu konunnar. Ljóðin sem hér birtast eru áður óbirt, en s.l. ár hefur Þórhallur unnið við leikritaskrif fyrir atvinnuleikhús hár í borg. Afraksturinn, sem hlotið hefur nafnið Kaffihús næturinnar, verður sýnt með hækkandi sól. Þórhallur starfar sem leiðbeinandi í félagsmiðstöð og skóla og sem blaðamaður í lausamennsku. Úr ríki fiskanna Hugur hans er sól sem þýtur eftir svörtum himni líkami hennar er hafið þaðan sem fiskarnir stigu þegar ekkert líf var á jörðu og þessi bambusþorp ekki hér þau leiðast og bera með sér körfu og veiðistangir í körfunni er brauð og vín og líka bók um víetnamstríðið það dimmir skyndilega og hvessir og hann verður aftur sól líkami hennar brim sem skolar burtu bambusþorpunum og fiskarnir fiskarnir ríkja aftur á jörðinni. Það fer eitthvað yfir Það fer eitthvað yfir hratt í þungbúnum skýjum slær leiftrum í toppa lauflausra trjánna og þar standa þau kyrr berfætt í votu grasi sem er flugbeitt og sker þau á milli tánna og fleiri leiftur ferðast um hvolfið svarta er hann beygir sig niður og sýgur blóð og regn af fótum hennar sem lygnir aftur augum og sér því ekki síðasta leiftrið. 26

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.