Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 21
ingum og ef haft er í huga að
enska kemur við sögu í öllum
þessum þáttum er nokkuð ein-
sýnt að áhrifin skila sér í aukinni
enskukunnáttu.
Ef tekin er prósentutala
þeirra sem telja sig hafa lært
mikið af eftirtöldum þáttum lítur
dæmið þannig út:
Drengir Stúlkur
Sjónvarp 54% 43%
Kvikmyndir 49% 36%
Myndbönd 43% 27%
Dægurtónlist 15% 20%
Tölvuleikir 17% 2%
Tímarit 8% 9%
Af þessu má glöggt sjá að
tómstundir drengjanna eru
meiri á sviði fjölmiðlaneyslu en
stúlknanna og kann að vera
skýringin á því hvers vegna þeir
koma betur út úr prófinu þegar
á heildina er litið.
Annað sem nemendur töldu
hafa haft áhrif á enskukunnáttu
sína var: ferðalög í útlöndum,
enskir vinir eða ættingjar,
pennavinir, systkini, foreldrar,
aðrir krakkar og enskar bækur
svo það algengasta sé nefnt.
Af þeim sjónvarpsþáttum sem
mestra vinsælda nutu hjá þess-
um hópi voru Simpson fjöl-
skyldan, Melrose Place, Ná-
grannar og Strandverðir lang-
efstir á blaði.
Lokaorð
Hvaða ályktanir má svo draga
af niðurstöðum þessarar könn-
unar? Það er rétt að fara varlega
í sakirnar. Könnunin náði aðeins
til fjögurra skóla á höfuðborgar-
svæðinu. Að vísu var tekin
stikkprufa í nokkrum skólum á
landsbyggðinni sem leiddi í ljós
að ungmenni í hinum dreifðu
byggðum landsins kunna líka
talsvert fyrir sér í ensku. Þá má
undirstrika það að prófið reyndi
ekki verulega á þau sem kunna
mest og er þar helst um að
kenna óþarflega mikilli varkárni
undirritaðrar við samningu
prófsins.
Það er hins vegar alveg ljóst
að talsverður hluti þeirra nem-
enda sem hefja enskunám í 7.
bekk grunnskóla hefur tileinkað
sér nokkra kunnáttu í ensku og
nokkur hópur talsvert mikla. Ég
hef heyrt kennara halda því fram
að þessi kunnátta sé mjög yfir-
borðskennd og gloppótt og að
ekkert sé á henni að byggja.
Auðvitað kunna nemendur í
upphafi 7. bekkjar ekki enskuna
eins og hún er sett fram í náms-
efninu. Þau hafa tileinkað sér
vissa kunnáttu ómeðvitað og
ókerfisbundið og hún fellur ekki
alltaf að þeim kerfisbundna og
meðvitaða lærdómi sem kennsl-
an og námsefnið bjóða upp á. En
það er kunnátta til staðar sem
ég held að við verðum að viður-
kenna.
Námsefnið sem er notað í
ensku er sniðið fyrir algjöra
byrjendur og er auk þess samið
fyrir alþjóðamarkað. Því meir
sem ég skoða það því betur
sannfærist ég um að það hentar
íslenskum nemendum ekki nógu
vel. Ég get ýmislegt fundið að
því sem of langt mál yrði að tala
um hér, en bendi á að það skort-
ir bitastæða og áhugaverða les-
texta. Þeir nemendur sem hafa
náð fótfestu í ensku hafa ein-
faldlega ekki nógu krefjandi við-
fangsefni að glíma við.
Vorið 1994 lagði ég aftur próf
fyrir sama hóp sem þá var búinn
að læra ensku í einn vetur. Próf-
ið samanstóð af lestextum sem
eru allmiklu þyngri og lengri en
lestextarnir í kennslubókunum.
Niðurstaðan var sú að nem-
endur réðu almennt býsna vel
við þessa texta.
Ég hef orðið vör við að það er
nokkur óánægja meðal kennara
með námsefni í ensku og margir
eyða miklum tíma og orku í að
finna texta og útbúa verkefni til
að koma til móts við þá sem
annars mundu fara í gegnum
námsefnið án nokkurrar fyrir-
hafnar og bæta þ.a.l. litlu við sig.
Hins vegar er það staðreynd að
nemendur halda áfram að til-
einka sér ensku úr umhverfinu
og það er sjálfsagt ekki auðvelt
að greina á milli hvað þeir læra í
skólanum og hvað þeir læra
utan hans. Það þyrfti hins vegar
að tengja þessa tvo heima dá-
lítið betur saman.
íslensk ungmenni eiga að geta
náð miklu betra valdi á ensku
máli en margir þeir sem eldri
eru. Það er mikill áhugi á ensku,
| allir sjá notagildi hennar og hún
er alls staðar í kringum okkur.
Hvers vegna ekki að snúa þess-
um hagstæðu aðstæðum okkur í
hag?
Þessi könnun svarar ef til vill
ekki neinu öðru en því sem vitað
var fyrir, en hún vekur upp ýms-
ar spurningar. Hversu djúpt rist-
ir enskukunnátta nemenda við
upphaf enskunáms? Hverjir eru
helstu brestirnir í þessari kunn-
áttu? Það kann að vera að það
þurfi að haga kennslunni ein-
hvern veginn öðruvísi en gert
hefur verið og það þarf að
endurskoða námsefnið. Og um-
fram allt þarf að viðurkenna þá
staðreynd að nemendur tileinka
sér ensku úr umhverfi sínu upp
á eigin spýtur, en þurfa eftir sem
áður hjálp góðra kennara til að
vinna úr þeirri þekkingu sem
þannig er aflað og takast á við
gloppurnar sem eru óhjákvæmi-
lega fyrir hendi.
Könnunin á samræmda próf-
inu 1986 benti til þess að nem-
endur skorti almennan orða-
forða. Sama var upp á teningn-
um hjá nokkrum hópi kenn-
araháskólanema í könnun sem
gerð var árið 1991. Þau ellefu ára
börn sem hér hafa verið til um-
fjöllunar hafa mörg hver tals-
verðan almennan orðaforða ef
marka má niðurstöður könn-
unarinnar. Svo virðist sem það
séu að verða kynslóðaskipti í
þessu efni með stóraukinni notk-
un fjöl- og tæknimiðla. Þess
vegna er ástæða til að gefa
þessu máli gaum og kanna það
nánar.
Auður Torfadóttir,
lektor við KHÍ.
21