Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 4
STAÐA OG FRAMTÍÐ TUNGUMÁLAKENNSLU Á ÍSLANDI Laugardaginn 9. apríl sl. stóðu STÍL-samtök tungu- málakennara á íslandi og stofnun í erlendum tungu- málum við Háskóla íslands fyrir ráðstefnu sem bar heitið „staða og framtíð tungumálakennslu á ís- landi“. Tilgangur ráðstefn- unnar var að vekja athygli á og skerpa umræðuna um mikilvægi tungumálakunn- áttu fyrir íslendinga. For- seti íslands frú Vigdís Finn- bogadóttir setti ráðstefn- una og síðan flutti Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra ávarp. Fimm er- indi voru flutt á ráðstefn- unni og birtast fjögur þeirra hér í blaðinu. Um 200 tungumálakennarar af öllu landinu sátu ráðstefnuna og er augljóst að umræður af þessu tagi efla mjög sam- stöðu og fagvitund okkar tungumálakennara. Hafdís Ingvarsdóttir: í LEIT AÐ FAGMENNSKU Grein þessi er byggð á erindi um stöðu og framtíð tungumálakennslu á íslandi sem flutt var í Borgartúni 9. apríl 1994 Vart er hægt að ræða stöðu og framtíð tungumálakennslu án þess að ræða um leið menntun tungumálakennara. Forsenda þess að geta breytt kennsluhátt- um í tungumálum og starfað þannig í takt við nýja tíma er að í boði sé vönduð kennaramennt- un.1 Metnaðarfull kennara- menntun sem hefur fagmennsku að leiðarljósi krefst samstarfs margra aðila því að það er ekk- ert einfalt verk að skapa fag- mann. Þetta leiðir okkur að kjarna málsins; þremur meginspurning- um sem við þurfum að leita svtira við þegar við hugum að fag- mennsku tungumálakennarans: 1. Hvað er fagmaður? 2. í hverju felst fagmennska tungumálakennarans? 3. Hvernig er staðið að uppbygg- ingu fagmennsku tungumála- kennarans? Þeirri fyrstu má svara á ein- faldan hátt,- Fagmaður býr yfir sérþekkingu sem leikmaður hef- ur ekki. Önnur spurningin er öllu flóknari því að sönnu skort- ir frekari rannsóknir á fag- mennsku tungumálakennamns, í hverju hún er nákvæmlega fólg- in.2 Eg vil þó leyfa mér að halda því fram að sérfræðiþekking hans sé í megindráttum fjór- þætt, samofin úr fjórum jafn- gildum þáttum sem allir fléttast saman, styrkja og styðja hver annan og mynda saman vef fag- mennskunnar. Þessir þættir eru: 1. Færni eða leikni í að beita tungumálinu í ræðu og riti. 2. Þekking og skilningur á menn- ingu þeirra þjóða sem tala málið. 3. Vitneskja og færni í að tala um tungumálið, stundum nefnt „metaþekking" á fagmáli.3 4. Þekking og leikni í hvernig best sé að miðla málinu til annarra, öðru nafni kennslu- fræði.4 Þetta eru þeir grunnþættir sem tungumálakennari þarf að hafa á valdi sínu til að hafa mögu- leika á að uppfylla þær kröfur um fagmennsku sem gera verður til 4

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.