Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 15
þess arna hefðu þeir auðvitað aldrei náð neinum tökum, á endanum náðu þeir sér til flugs. Eg held að við tungumálakenn- arar mættum í miklu meira mæli skynja okkur sem tónlistarmenn, við skulum láta sem við séum spilarar í Sinfóníunni, eiginlega þó frekar dirigentar. Við vorum að tala um pen- súm, þ.e.a.s. magn, og í því sam- bandi var aðeins minnst á gæði. Þetta tvennt hefur okkur kenn- urum jafnan verið hugstætt og samhengið þar á milli. Prestur einn, þá fyrir austan Fjall, hafði fermingarbörn til spurninga. Þau spurðu hversu marga sálma þau þyrftu að læra utan að. „10 sálma vel eða 15 illa“, svaraði klerkur. Hann virtist gera sér grein fyrir téðu samhengi. Hins vegar fellur hann í þá villu, að telja MIKIÐ illa gert vera jafngildi þess að gera LITIÐ vel. Ég held að þessi villa grasseri meðal okkar tungumálakennara, þegar við erum að úrskurða með einkunn hvort nægilega vel sé unnið af hálfu nemenda. Ég held að gæðakröfurnar hjá okkur séu ekki nærri nógu miklar. Hjá Sinfóníunni verða menn að hitta á réttar nótur, annars eru þeir óhæfir og látnir fara. Þannig ætti það að vera hjá okkur, en það er ekki svo, því miður. Nemandi sem misskilur helminginn af hin- um erlenda texta á prófinu og rétt krafsar þannig í hin verk- efnin, að greina má með góðum vilja að hann er að fást við rétt tungumál á ekki að standa það próf. Enda hefur hann lítið reynt á sig og kann ekki neitt. Ég held að það sé brýnast mála hjá oss tungumálakenn- urum að breyta gæðastjórnun okkar á þessu sviði. Við eigum aðeins að sætta okkur við full- komnar úrlausnir, nokkurn veg- inn fullkomnar. En rétt eins og sinfóníumaðurinn fær að horfa á nóturnar meðan hann leikur á hljóðfærið eigum við að leyfa nemendum að nota allar nótur, orðabækur, málfræði, hvað eina, á öllum prófum. Þegar þau þýða af þýsku eiga þau auðvitað aðeins að hafa íslenskar orða- bækur, og svo hvað sem þau vilja við verkefnahlutann. Þetta er einföld krafa og við ráðum þessu sjálf, við kenn- ararnir, því að ráðuneytið skipt- ir sér ekkert af prófunum hjá okkur eða mati þeirra. Það er einfalt að hrinda þessu í fram- kvæmd. Það er ekki lítill kostur. Annar kostur er sá, að margfalt léttara er að fara yfir prófúr- lausnir. Það tekur enga stund að sjá, hvort úrlausn er nánast full- komin eður ei. Hinar endalausu messur yfir gagnslausum úr- lausnum falla niður og meðfylgj- andi samviskukvalir. Enda er erf- itt að úrskurða, hvað það þýðir að kunna sálm illa. Ég held það þurfi mikið lærðan guðfræðing til þess. En ekki er nokkur vandi að greina hvort maðurinn kann sálminn eða ekki. Annaðhvort stekkur maður yfir lækinn eða lendir ofaní. Þar er enginn milli- vegur, nema hjá Múnchhausen kannski. Nú kemur fram hræðilegur hlutur um fyrirlesara ykkar, góð- ir hálsar. Ég er alger ofstækis- maður í skólamálum, þannig að þið ættuð að taka mér með full- um vara. Ég tel að skólar séu til þess að læra í þeim. Sé það ekki gert, á ekki að hafa þá, á ekki að eyða til þeirra fleiri þúsund tonnum af þorski á hverju ári úr fjárhirslum ríkisins. Það er óhollt að gera hluti illa. Sá sem kemst upp með það og venst á það á æskuárum nær sjaldan siðferðilegri heilsu eftir það. Og yfirleitt vilja nemendur læra vel, þeir hafa undir niðri skömm á öðru, þótt tauti í nösunum á þeim. Það eru bara stunur fjall- göngumannsins, auðvitað vill hann upp, fyrst hann lagði af stað. Ef við svíkjum þau til lengdar um þessa kröfu, þá fara þau annað, a.m.k. í huganum. Þetta var eitt sjónarmið, þ.e.a.s. heilsugæsla. Hitt er það, að sá sem glímir af alhug við erlent tungumál, hann skynjar formgerð þess og spennuvídd. Sá maður nær fyrir bragðið betri tökum en ella á málrænum kraftlínum íslenskunnar. Auðvit- að eru það samskiptin við er- lenda þjóð, viðskiptaleg og menningarleg, sem eru efst í huga, þegar við ákveðum að læra tungu hennar. Ekki þarf að nefna þær vaxtarbylgjur, sem þýðingar snillinga hafa miðlað íslenskunni, en ég held því fram þar að auki, að málleikni ein- staklings aukist með nánum kynnum við aðrar tungur, að móðurmál okkar styrkist við það, og það þeim mun meir sem einstaklingarnir eru fleiri, sem þarna koma til, og þeim mun meir sem tungurnar eru fleiri. Hættulegast er tungunni , ef við lærum bara eitt voldugt fram- andmál. Þá verður það fljótlega móðurmál okkar. Þá nefnilega gerist það, sem V-íslendingar á áttræðisaldri sögðu mér nokkrir þar vestra, spurðir hvort þeir hefðu talað íslensku í æsku. „Já, í nokkur ár, þangað til amma dó. Og mikið varð ég feginn þegar kerlingin dó, eftir það mátti ég tala enskuna eina.“ Góðir kollegar! Ég tel okkur tungumálakennurum mikla ábyrgð á höndum við að ala upp mál- iðkendur næstu áratuga. Éf okk- ur tekst vel til, hvaða mál sem við kennum, kann svo að fara að íslenskan haldi velli, væntanlega sem minnihlutamál, en þó notað af lífvænlegum hópi að fjölda til. Kannski tekst okkur jafnvel að halda í svo sem eina útvarpsrás, ef við verðum klók. En þetta gerist því aðeins að okkur takist að koma því til unga fólksins skjólstæðinga okkar og lifi- brauðs, að tungumál er ekki bara röð hljóða, að okkur takist að sýna þeim að fagurt mál er samleikur orða og samstilling hljóma, nefnilega sinfónía. So wollen wir es halten. Þór Vigfússon, kennari v/Fjölbrautaskóla Suðurlands. 15

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.