Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 13
ur til að grilla í viðtengingarhátt, og það með 6 vikustundum. í hvert sinn sem efnisatriði var ýtt yfir á næstu önn, var það með þeim rökum, að með því ynnist tími til að kenna afganginn al- minlega. Ég get ekki stillt mig, í þessu niðurskurðarsamhengi og til þess að tala líka illa um aðrar greinar, að segja sögu af sagn- fræðikennara, sem ræddi við mig kennslumál eitt sinn. Hann sagðist vera búinn að sjá það, af áratuga kennslu, að nemendur hans gleymdu á nokkrum árum talsvert miklu af því sem hann hafði kennt þeim. Þetta gilti ekkert síður um hina greindu og námsfúsu, taldi hann. Við þessu ætlaði hann að bregðast af því raunsæi að skera niður pen- súmið, hætta að kenna það sem nemendur síðar gleymdu og hafa þar með nægan tíma til að kenna afganginn óyggjandi vel. Ég játa það, að ég varð orðlaus. Mér tókst að ganga úr skugga um að manninum var alvara. Af hugmyndinni er það að segja, svo langt sem þessi vinur minn náði, að hann var sestur í helgan stein áður en náðist að hrinda henni í framkvæmd. En við skul- um ekki gleyma því, að sífellt er verið að reyna þetta í framhalds- skólum vorum. Séu það hins vegar yfirvöld, sem ætla að vinna tíma með því að skera pensúm, þá eru þau yfirleitt að horfa á fjárlagafrum- varp fyrir næsta ár. Nú er víða um þetta talað í okkar heims- hluta, þar sem ríkisfjármál eru erfið. Þessa dagana er t.d. verið að uppgötva það sums staðar í Þýskalandi, af fjárveitingavald- höfum, hvílíkan óþarfa verið sé að kenna víða í framhalds- skólum. Nú ætti að varpa óþarfa ballest fyrir borð og stytta námstímann til stúdentsprófs. En það markmið, að betur sé lært ef námsefni er minnkað, hefur aldrei farið eftir, svo að ég viti. Allur þorri nemenda lærir að því marki sem þeir telja sig þurfa, í samræmi við þær gæða- kröfur sem við gerum þeim. Það hefur ekkert með magn að gera. Nemandi, sem er búinn að venja sig á að læra mikið illa, hann er alveg jafn þjálfaður og slyngur í að læra lítið illa. Núnú! Ekki má ég týna þræð- inum, ég var að tala um valkost- ina í ringulreiðinni. Andstaða ringulreiðarinnar er regluveldið. Það er mikið dásamlegt ástand, því meiri regla, þeim mun betra, því að reglurnar segja fyrir um allar ákvarðanir, þannig að þær verða óþarfar. En það unaðslega við ringulreiðina er aftur á móti það, að hún veitir mannskepn- unni frelsi. Ekki er um að ræða neina reglu til að halda sér í, menn verða stöðugt að manna sig upp í að taka ákvarðanir. Staða okkar í ringulreiðinni minnir á búddha-munklingana, sem höfðu fundið sér meistara til að leiða sig til hinna æðri heima. Þeir voru staddir í frum- skóginum miðjum þegar myrkur féll á, umhverfis heyrðist hvísl kyrkislöngunnar, væl hýenunnar og öskur ljónsins. Lærisvein- arnir voru orðnir rammvilltir og skelfingu lostnir. „Hvert skal halda, meistari?“ spurðu þeir. „Hafið ekki áhyggjur“, mælti meistarinn, „með mér eruð þið öruggir, því að ég er villtur líka.“ Við kennarar verðum auðvitað aldrei klumsa. Hvert fer ég, þegar ég er villt- ur? Ég fer þangað sem mér sýn- ist. Þetta er hið fullkomna frelsi og það er fólgið í mörgum val- kostum. Ég var að nefna tvo: Leggja niður eða draga úr tungu- málakennslu af yfirvalda hálfu. Gallinn við þessa kosti báða er sá, að þeir taka mið af hinni óvissu framtíð. Þeir fela í sér óbærilega áhættu. En hvað gerist, þegar menn reyna að taka mið af samtíðinni? Ég hef verið frá kennslu nú um áratugs bil vegna starfa á aðeins öðrum vettvangi og er að koma varlega til baka um þessar mundir. Á meðan ég brá mér frá var skipt um kennslubækur fyrir byrjendur í mínu fagi. Þegar ég fór að kenna þetta nýja verk, þýskt og vandað, féll mér allur ketill í eld. Mér kemur einna helst í hug saga íþróttakennar- ans, sem hvarf frá barnakennslu, litlu eftir innreið sjónvarpsins hér á landi, og kom til smá- barnakennslu aftur rúmlega áratug síðar. Honum brá í brún: Hann komst að því, að börnin gátu mörg hver vart gengið undir sjálfum sér og alls ekki hlaupið. Við nánari athugun komst hann að því, að flest börnin voru hætt að ganga ótil- neydd, þau sátu hvenær sem þau máttu og horfðu. Með þessu á ég við áreynslu- leysið í þessu nýja kennsluverki. Það er ekki bara framskriðið, sem er með ólíkindum hægt. En lestextarnir taka út yfir allan þjófabálk. Aðra eins andlega flat- neskju hef ég aldrei séð. Þetta eru augljóslega nútímatextar, ekkert Goethe-kjaftæði, spánýir, unnir af hálærðum þýskum kennslufræðingum, með statistik og orðtíðnirannsóknir að vopni. En hvergi reynir á. Ef tala mætti um stefnu í þessum textum, þá finnst mér þeir einna helst stefna á ferðaáætlun strætis- vagnanna: öruggir, vandaðir, byggðir á staðreyndum, sótt- hreinsaðir. Og alveg hundleiðin- legir. Ég er hér að tala um sýnis- horn þýskrar tungu. Þau þurfa ekki og eiga ekki að vera tak- mörkuð við þau málfræðiatriði, sem einmitt eru undir þá og þá. Þvert á móti, margt má sýna og þarna þarf stundum að reyna á. Á misjöfnu þrífast börnin best. Þetta hefur til Guðs Iukku verið viðhorf þeirra íslendinga, sem sett hafa saman kennslubækur í 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.