Málfríður - 15.12.1994, Blaðsíða 19
Auður Torfadóttir:
Könnun á orðaforða f ensku
meðal ellefu ára nemenda f
nokkrum grunnskólum
vorið 1993
Inngangur
Könnun á orðaforða meðal
ellefu ára nemenda er hluti af
langtímaverkefni sem nefnist
Lestur á ensku í grunnskóla og
er eins konar undanfari að aðal-
verkefninu sem á sér rætur í því
sem ég hef fengist við áður og
tengist áhuga mínum á lestri og
læsi almennt.
Vorið 1986 gerði ég könnun á
lestrarþætti samræmda grunn-
skólaprófsins í ensku það ár. Eg
fékk ekki þær upplýsingar sem
ég hafði vonast til þar sem iestr-
arþátturinn greindi ekki nógu
vel á milli mismunandi getu-
hópa. Þó fannst mér ég geta
lesið út úr úrlausnum nemenda
almennt að það sem einkum
hamlaði skilningi væri skortur á
orðaforða og örðugleikar við að
nýta sér samhengi og vísbend-
ingar i texta til að geta sér til um
merkingu orða.
Vorið 1991 gerði ég könnun á
skilningi kennaranema á fyrsta
ári í Kennaraháskóla íslands á
enskum fræðitextum, sem tengd-
ust þeim viðfangsefnum sem
þeir voru að fást við það miss-
erið. Þá kom í ljós að nokkur
hópur fólks sem kominn er á
háskólastig á í erfiðleikum með
að tileinka sér efni fræðitexta á
ensku. Það voru ekki fagorðin
sjálf sem fólk strandaði á því
þann orðaforða fengu þau í fyrir-
lestrum, heldur var það al-
mennur orðaforði og í sumum
tilfellum skortur á heildarsýn
sem kom í veg fyrir skilning.
Sú innsýn sem ég fékk í gegn-
um þessar kannanir kveikti hjá
mér löngun til að kanna þessi
mál betur. í kennslufræði er-
lendra mála hafa lestur og orða-
forði verið mjög í brennidepli á
undanförnum áratug og ég álít
að það þurfi að taka þessa þætti
til endurskoðunar í enskukennsl-
unni í íslenskum skólum.
Það hefur mikið verið rætt um
áhrif ensku á íslenska tungu og
því verið haldið fram að börn og
unglingar tileinkuðu sér ensku og
kynnu þegar nokkuð fyrir sér
þegar eiginlegt enskunám þeirra
hæfist í 7. bekk. Vorið 1993 lagði
ég orðaforðapróf fyrir 190 nem-
endur í 6. bekkjum fjögurra
grunnskóla á Reykjavíkursvæð-
inu. Auk þess var könnuð ies-
færni þeirra í móðurmáli og lagð-
ur fyrir þá spurningalisti um
lestrarvenjur, en um þá þætti
verður ekki fjallað hér.
Hvað þekkja ellefu ára nem-
endur af algengum enskum
orðum og hvernig gengur
þeim að skilja léttan enskan
texta?
Prófið sem lagt var fyrir
nemendur samanstóð af flokkum
orða sem átti að para saman við
myndir af hlutum eða fyrirbær-
um eða íslensk orð. Alls voru
orðin 65. Hér er dæmi um upp-
setningu á prófinu.
í fyrsta hluta voru ýmis al-
geng orð sem mörg hver eru
Dragðu línu á milli orðanna
og andlitshluta eins og sýnt er.
samstofna íslenskum orðum:
bus, book, car, egg, stamp, apple,
pen, house, watch. I öðrum hluta
voru orð yfir andlitshluta, sbr.
mynd hér að ofan. í þriðja hluta
voru orð yfir starfsgreinar:
policeman, teacher, pilot, driver,
dentist, doctor. í fjórða hluta
voru orð yfir dýr: cat, cow, dog,
pig, rabbit, snake, rat, horse, lion.
í fimmta hluta voru orð yfir
fatnað: socks, tie, shorts, dress,
jumper, shoes, jeans, shirt, jack-
et, skirt. í sjötta hluta voru sagn-
orð: she is reading, swimming,
dancing, skiing, writing, watching
television, playing football. í
fyrsta til sjötta hluta átti að para
saman ensk orð og mynd, en í
síðasta hlutanum voru orð sem
nemendur áttu að para saman
við íslensk orð: game, feeling,
friend, hero, computer, love,
thief, peopie, knife, street, pic-
ture, school, family, home, shop,
gun, steal, fool, criminal.
Síðan var lagður fyrir nem-
19