Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 5
Auður Torfadóttir: Orðaforði og tungumálanám Inngangur Á síðastliðnum áratug eða svo hefur athygli kennara og fræðimanna á sviði tungumála- náms og -kennslu beinst í vax- andi mæli að orðaforða og hlut- verki hans. Það er þó ekki svo að þessi þáttur hafi verið alger- lega vanræktur, en það má hins vegar segja að honum hafi ekki verið gefið það vægi í kennslu og rannsóknum sem honum ber. í skýrslunni Markmið tungu- málakennslu sem forvinnuhópur vann í tengslum við endurskoð- un aðalnámskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla er lögð áhersla á mikilvægi orðaforða. Það er því tímabært fyrir tungumálakenn- ara að staldra við og huga að þessum þætti. í stuttri grein er ekki hægt að gera svo viðamiklu efni fullnægjandi skil og þess vegna verður þessi grein í yfir- litsformi. Hún er skrifuð með ensku í huga, en efnið á ekkert síður erindi til kennara annarra tungumála. Stutt sögulegt yfirlit Lítum á þær aðferðir sem hafa haft mest áhrif á ensku- kennslu hér á landi og skoðum hvaða hlutverki orðaforði hefur gegnt innan þeirra. Þegar málfrœði- og þýðingar- aðferðin var upp á sitt besta var mikil áhersla lögð á að glósa og þýða frá orði til orðs, og skrif- legi þátturinn gekk út á að þýða af móðurmálinu yfir á erlenda málið. Markmiðið var lestur, orðaforði og málfræðikunnátta. Textarnir voru hins vegar alla jafnan frásagnartextar, gjarnan bókmenntatextar, oft níðþungir og nokkuð fornir og orðaforðinn þar af leiðandi ekki hinn hagnýti orðaforði daglegs lífs sem allir þurfa að læra. Hlustunar- og talaðferðin (audio- lingual aðferðin) náði aldrei fót- festu hér á landi sem slík, en hún skildi eftir sig áhrif sem eru enn sýnileg í námsefni dagsins í dag. Markmið aðferðarinnar á fyrstu stigum var að kenna mál- fræðina með síendurteknum munnlegum æfingum, en orða- forðinn kom inn í smáskömmt- um. Það má hins vegar segja að sá orðaforði, sem kynntur var til sögunnar, væri hagnýtur þótt takmarkaður væri. Sú stefna sem nú er efst á baugi og gengur undir nafninu „communicative language teach- ing” á ensku er afrakstur rann- sókna á ýmsum sviðum málvís- inda og skyldum sviðum, þar sem segja má að mikil gróska hafi ríkt undanfarna áratugi. Eitt af einkennum þessarar stefnu er að hún leggur áherslu á merk- ingu og inntak þess sem verið er að kenna. Nemendur eiga að læra að skilja og tjá sig í sam- hengi sem hefur merkingu fyrir þá og nær út fyrir veggi kennslu- stofunnar. Því skyldi maður halda að orðaforði, sem ber uppi merkingu hvers tungumáls, hefði mikið vægi í námsefni sem byggt er á þessari stefnu. En svo hefur ekki verið að öllu leyti. Ef nýlegt enskt námsefni er grannt skoðað (bæði grunn- og framhaldsskólaefni), þá er það oft „dulbúin“ málfræði sem myndar rammann, en orðaforð- inn kemur sem eins konar fylgi- fiskur eða þjónn málfræðinnar. Þarna er sennilega við kennslu- bókahöfunda að sakast. Það má þó sjá talsverða breytingu í ýmsum kennslubókum sem hafa verið gefnar út á allra síðustu árum þar sem orðaforða er gert hærra undir höfði, og ekki má gleyma því að mikið hefur verið gefið út af ítarefni á sviði orða- forða. Hvers vegna skiptir orðaforði svo miklu máli? Ég er sannfærð um að allir tungumálakennarar eru sam- mála því að orðaforði er mikil- vægur þáttur í tungumálanámi. Nemendur sem spurðir eru virð- ast heldur ekki velkjast í vafa um mikilvægi hans, og margir telja hann jafnvel skipta mestu máli eins og kannanir sýna. Og því má bæta við að orð eru áhugaverð í eðli sínu og fela í sér mikinn sköpunarmátt. Börn hafa gaman af orðum og læra ótrúlegan fjölda orða fyrstu ævi- árin. Er ekki Iíklegt að það sama geti gilt um þá sem eru ögn eldri og eru að fást við erlent mál? Orð eru til alls fyrst. Við kom- umst ekki langt án þeirra. Börn, sem eru að læra móðurmál sitt, treysta mikið á orðin ein í fyrstu og komast langt á þeim einum saman: „Mamma, út.“ Eftir því sem máltöku fleygir fram, kemur málkerfið til sögunnar. Tungu- málakennslan hefur í gegnum tíðina sett málfræði í fyrsta sæti (stundum fyrsta, annað og þriðja sæti) sem undirstöðuþátt í öllu tungumálanámi. En nú á sú skoðun miklu fylgi að fagna að orðaforði sé undirstöðuþáttur ekki síður en málfræði. Það er hins vegar erfiðara að kenna orðaforða á jafn kerfisbundinn hátt og málfræði. Þegar tungumálanám er ann- ars vegar, er gjarnan talað um færniþættina fjóra: lestur, hlust- un, tal og ritun. Þessir færni- þættir eiga hins vegar allt sitt undir málfræði og orðaforða; þeir fá næringu sína þaðan ef 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.