Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 20
^YTT jy varðveislu þess í gegnum aldirn- ar, hættur sem að því kunna að steðja og hver ábyrgð okkar er, hvers og eins, gagnvart verndun og viðhaldi íslenskrar tungu. Rætt var um það að við ættum að virða eigin tungu sem og tungur annarra og forðast slett- ur og málagraut. Nú er komin fimm ára reynsla af enskukennslu átta ára nem- enda í Skóla ísaks Jónssonar. Okkur virðast nemendur yfirleitt ná góðum árangri í ensku þrátt fyrir að þeir hafi aðeins fengið eina kennslustund á viku. Þeir virðast gera sér betur grein fyrir því hvað eru enskuslettur og sletta minna. Þeir hafa lært að setja þau orð sem þeir kunnu fyrir, í samhengi og nota þau á réttan hátt. Þetta hefur gerst við það að læra enskuna skipulega og markvisst, ólíkt því tilviljun- arkennda námi sem fram fer fyrir tilstuðlan ýmissa umhverf- isáreita, svo sem frá sjónvarpi, útvarpi, myndböndum og kvik- myndum. Nemendur eru áhuga- samir um námið og foreldrar ánægðir. Það er vissulega slæmt að það skuli líða nokkur ár frá því að grunnurinn er lagður þar til byggt er ofan á en við teljum það samt ómaksins vert að byrja svona snemma. Við álítum að þrátt fyrir þessi ár, sem líða áður en framhaldið kemur, þá muni mikið sitja eftir í börnun- um og þau verði fljótari að grípa, skilja og tileinka sér ensk- una því þau kannist við hana aftur, hún sé þeim ekki fram- andi. Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Skóla ísaks Jónssonar Sólveig Karvelsdóttir, námsráðgjafi við KHÍ Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 552 8088 • Bréfasími 562 4137 /*\ NÁMSGAGNASTOFNUN Superdansk Spennandi og fjölbreytt námsefni fyrir 10. bekk Og det er Danmark Myndbandsþættir með verkefnum fyrir unglingastig Vi er Danmark Skemmtileg mynd um Danmörku, hentar einnig í landafræði. Ath. aðeins til útláns 20

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.