Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 32
Tölvuorðabækur Mi Mál og menning http://www.mm.is. Tölvuorðabækurnar eru orðabækur á tölvutæku formi sem nýtist öllum í fjölskyldunni. Hægt er að fletta upp orðum, sjá skýringar, laga stafsetningu og leiðrétta villur í texta á einfaldan og fljótlegan hátt. I hvorri orðabók eru um 45 þúsund uppflettiorð og sex þúsund orða orðtakasafn. Tölvuorðabækurnar eru gerðar fýrir Windows og eru einfaldar í uppsetningu og notkun. Ef notandi er til dæmis inni á internetinu þarf aðeins að velja orð á skjánum til þýðingar, smella á hnapp í tölvuorðabókinni og þá birtist þýðingin á svipstundu. Mál og menning er með ýmsar gagnlegar upplýsingar á heimasíðu sinni um tölvuorða- bækurnar. Þar er hægt að fylgjast með nýjungum sem gerðar eru á orðabókunum og fá leiðbeiningar um uppsetningu og svör við algengustu spurningum um þær.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.