Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 9
Ása Kristín Jóhannsdóttir: Af tungumálinu má manninn kenna Rannsóknum á námsferli og öðru ferli innan skólanna fer fjölgandi og æ fleiri bækur og rit um þessi efni eru skrifuð á hverju ári. Sérfræðingarnir finna nýjar aðferðir og kenningar og hinn almenni kennari verður að hafa sig allan við til að fylgjast með og bæta kennsluaðferðir sínar. Tungumálið er hluti af þeirri menningu sem einstaklingurinn elst upp í. Menning er í raun ekkert eitt hugtak heldur saman- stendur af fleiri hugtökum, eins og siðmenningu, félagsmótun, samfélagi o.fl. Er þetta ekki eitt- hvað sem þarf að huga að við kennslu erlendra tungumála, gæti það t. d. hjálpað að bera sið- menningu mállandsins og ríkj- andi gildismat saman við það sem ríkir í eigin landi? Gæti einnig hjálpað að bera saman málkerfin milli móðurmáls og erlenda tungumálsins? Hvað þá með ríkjandi siði og venjur? Þessar spurningar og fleiri vakna við kennslu erlendra tungu- mála í áraraðir. Maður verður stöðugt sannfærðari um að tungumálið er meira en sögð orð eða málfræði og orðtök. Þessir hlutir skiptu kannski ekki eins miklu máli þegar við kennd- um dönsku eða ensku sem bók- mál með þýðingar og málfræði almennt sem aðalleiðir. Tungu- málakennarar einbeita sér að því að þjálfa hina fjóra færni- þætti tungumálsins, að lesa og hlusta, að tala og skrifa. Til þess að kenna tungumál viðkomandi þjóðar verðum við jafnframt að kynna nemendum siði og menn- ingu viðkomandi mállands. En menningin breytist hratt, tölvu- væðingin eykst og hugsunar- hátturinn verður alþjóðlegri og þá er ekkert minna boðlegt en að kenna nemendum ný tungu- mál þannig að þeir geti talað þau og um leið að þeir skynji menninguna í mállandinu. Þetta víkkar sjóndeildarhringinn og gerir nemendur okkar hæfari í að setja sig í spor annarra svo og til að takast á við líf sitt. Siðmenning og félagsmótun 011 höfum við okkar eigin skilning á hugtökum um sið- menningu og félagsmótun en eina elstu skilgreininguna á hug- takinu siðmenningu er að finna hjá Erasmus frá Rotterdam. Hann segir að tré vaxi kannski af sjálfum sér og beri jafnvel ávöxt en við fæðumst sem menn og síðan er það siðmenningin sem geri okkur að manneskjum. Á miðöldum lærðu börn og unglingar í gegnum þátttöku sína í lífi fullorðinna. I þá tíð reyndi enginn að skilja uppeldið frá því að læra handverk eða iðn. Við getum reyndar sagt að í skóla nútímans læri börn hluta af þessu, eins og að gangast undir reglur skólans, læra vinnuað- ferðir og þess háttar. (Giesecke H. 1981. og Lave) Skóli okkar tíma líkist þó ekki kennslu fyrri tíma því bókin hefur þar meiri völd. Hugtökin siðmenning, upp- eldi, félagsmótun og menning eru mjög samþætt í huga okkar kannski má segja að siðmenning sé félagsmótun og uppeldi í menningu samfélagsins. Þýski sálfræðingurinn Ziehe segir að við verðum að skoða félagsmót- un barna og unglinga út frá mörg- um sjónarhornum. Þau læri meðal annars að yfirtaka menn- ingarmunstur fullorðinna, þau læri að skilja tíma og rúm, þau læri að greina að hvað er einka- mál og hvað er opinbert, halda ákveðnar reglur o.s.frv. Um leið verða þau að hætta ýmsu sem þau gerðu yngri, eins og að hætta að leika sér með hluti, t.d. nota potta sem trommur, stóla sem bíla og fleira. Sama kemur fram í kenningum Piaget, þ.e. að vitsmunaþroskinn hjá barninu eigi sér stað með víxláhrifum frá náttúrulegu umhverfi í félags- legu samfélagi. Á þennan hátt fær barnið stig af stigi tilfinn- ingu fyrir rúmi, tíma, tölum o.s.frv. Til að skilja þróun vestrænn- ar menningar þarf maður að vita hvernig maðurinn varðveitir þekkingu, þ.e. hvers vegna þró- unin gerist á þennan ákveðna hátt og hverjar forsendurnar eru. (Egan 1997) Við veltum þessu kannski ekki fyrir okkur dags daglega en þróun menning- arinnar gerist einnig í þrepum eins og hjá barninu og ákveðnar uppfinningar geta einungis gerst í ákveðnum þrepum. Til dæmis var ritunin fundin upp á sinni tíð en eftir það gátu mennirnir varð- veitt sagnir og minningar, sem áður breyttust sýknt og heilagt. Þegar farið er að rita sagnir hefur það áhrif á þróun tungu- málsins sem aftur hefur áhrif á menninguna og frá henni aftur 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.