Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 18
Námskeið og alþjóðasam-
vinna blása nýju lífi í skóla-
starfið allt.
Þeir sem ætla að taka að sér
IB-kennslu verða að fara á sér-
stök vikunámskeið sem IBO held-
ur fyrir nýliða í sinni grein.
Einnig er ætlast til að þeir fari af
og til á styttri greinatengd nám-
skeið eða ráðstefnur. Hluta af
sérfjárveitingu vegna IB er ein-
mitt ætlað að standa straum af
kostnaði við að senda kennara á
námskeið. Samvinna milli IB-
kennara ýmissa landa er mikil
og fer vaxandi með tilkomu
Internetsins þar sem IBO er með
sérstaka rás. Bóklegt nám til
undirbúnings háskólanáms fjall-
ar um svipuð grundvallaratriði,
hvernig svo sem skólakerfi eða
kennsluhættir eru á hverjum
stað. Það sama gildir um IB-nám
og nám til stúdentsprófs en IB-
kennarar kenna einnig í „MH-
áföngum“. Því koma samkennar-
ar og nemendur til með að njóta
góðs af nýjum hugmyndum og
nýrri reynslu IB-kennaranna og
nemenda.
Við leggjum einnig áherslu á
að nemendur, sem annars eru
ekki í IB-námi, verði hvattir til
að stunda nám í einhverjum IB-
áfanga, höfði slfkt til þeirra. Það
getur komið sér vel þegar í
háskólann er komið að hafa
fengið þjálfun í að vinna sín
fræði á ensku. Auk þess kemur
reynsla af ólíkum áherslum og
e.t.v. kennsluháttum nemendum
til góða og falli þeim eitthvað
sérstaklega í geð er viðbúið að
þeir hefji umræðu innan skólans
um hvernig IB-aðferðir gætu
nýst í „MH-áföngum“ - eða öfugt.
Við höfum þegar fundið fyrir því
að tilkoma IB-náms eflir gagn-
rýna umræðu um fagleg mál í
skólanum.
IB-nám stuðlar að persónu-
legum og félagslegum þroska
nemenda einkum á sviði sérein-
kenna IB-námsins, þekkingar-
fræði og SHS, en þar eru gerðar
kröfur til nemenda sem ekki er
fordæmi fyrir í Námskrá handa
framhaldsskólum.
í þekkingarfræði er leitast við
að örva nemendur til gagnrýnn-
ar umhugsunar um alla þá þekk-
ingu og reynslu sem þeir öðlast
innan skólans og utan, í öllum
námsgreinum og lífi sínu
almennt. Þekkingarfræðikennar-
ar fylgjast með því sem nemend-
ur eru að fást við í hinum ýmsu
fögum og kanna með nemendum
tengslin milli greina og þekking-
arsviða. Nemendur eru hvattir
til að spyrja sig spurninga um
grundvöll þekkingar, að vera
vakandi fyrir eðlilegri hlut-
drægni sem fylgir persónulegum
og hugmyndafræðilegum við-
horfum og að temja sér að
greina gögn og beita rökhugsun.
Sú krafa að nemendur leggi
reglulega - og meðvitað - tíma í
einhverja skapandi iðju, líkams-
þjálfun og störf í þágu annarra
er grundvallaratriði til að ná því
markmiði að nemendur verði
upplýstir og ábyrgir þátttakend-
ur í samfélagi síns heimalands
og heimsins alls. Reyndar er al-
vanalegt að íslenskir nemendur
stundi einhverja skapandi iðju
og líkamsþjálfun. Þeir eru ekki
margir sem einangrast algerlega
í heimi námsmannsins, í það
minnsta ekki á framhaldsskóla-
stiginu. Aftur á móti er ekki
sterk hefð fyrir því hér að leggja
eitthvað á sig fyrir aðra, án umb-
unar. IB-nemendur taka þátt í
slíku starfi og skrifa dagbók um
það. Þeir geta unnið í þágu ein-
staklings, hóps eða samtaka, á
sínum heimavelli eða í stærra
samhengi. Þegar þeir svo vinna
úr reynslu sinni undir hand-
leiðslu kennara öðlast þeir betri
skilning á sjálfum sér, þeim
áhrifum sem þeir geta haft á
umhverfi sitt og þeirri ábyrgð
sem því fylgir.
Nú er það svo að við í MH
erum rétt búin að taka saman
okkar nesti og nýja skó og varla
komin af stað á vit þessa ævin-
týris. Við vitum lítið um hvort
eða hvernig þær áætlanir og
hugsjónir, sem ég hef lýst, koma
til með að standast í raun. Átján
manna teymi ber hitann og
þungann af brautryðjendastarf-
inu og þótt við séum jákvæð og
full af eldmóði brenna á okkur
margar spurningar og efasemd-
irnar eru ekki langt undan. Það
sama gildir um nemendahópinn;
þeir eru áhugasamir en um leið
áhyggjufullir. Stór hluti annarra
kennara skólans er með IB-nem-
endur í hópum hjá sér á fyrsta
ári og ljóst er að þeir fylgjast
sérstaklega vel með þeim og eru
líka með sínar efasemdir.
Samt held ég að megi segja
að mönnum beri saman um
ágæti þess að gera þessa til-
raun. Verulegir ókostir hafa ekki
enn komið í ljós, hvað svo sem
síðar verður. Vel ígrunduð til-
raun til að auka þjónustu og
bæta skólastarfið teljum við af
hinu góða í sjálfu sér og kost-
irnir við nákvæmlega þessa til-
raun hafa einmitt verið viðfangs-
efni þessarar greinar.
Wincie Jóhannsdóttir,
konrektor við
Menntaskólann við
Hamrahlíð.
18