Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 8
Uppbygging orðaforða Þegar talað er um orð og orðaforða er gjarnan átt við ein- stök orð, eins og t.d. home, sky; samsett orð, eins og taxi rank eða samsettar sagnir (phrasal verbs), eins og keep up with. At- hyglin hefur að undanförnu beinst æ meir að orðtökum og stærri merkingarheiidum, t.d I’ll go along with that. Just a moment, please. Það er margt sem bendir til þess að við lær- um mál í samstæðum heildum og varðveitum það þannig í minninu. Út frá þessu er gengið í stefnu sem mikið hefur verið rædd undanfarin ár og kallast The Lexical Approach. Það er þó ekkert sem bendir til þess að ný aðferð sé í fæðingu; hér er frekar um að ræða ákveðið við- horf til þess hverjar skuli vera helstu áherslur í tungumála- kennslu. Það er vissulega ástæða til að gefa þessu gaum og líta á stærri merkingarheildir en oft hefur verið gert. Orðaforðaæfingar hafa gjarn- an verið fólgnar í að fást við orð og afleiddar myndir þeirra (honest, honesty, dishonest), orð sem eru merkingarlega skyld (teach, educate, instruct) eða til- heyra sama orðaforðasviði (aeroplane, cockpit, runway). Minna hefur farið fyrir æfingum sem miða að því að skoða hvernig orð hegða sér í setningu og hvernig þau fylgjast að um textann og mynda hluta af málkerfinu á móti málfræðinni. Þetta er nefnilega mjög kerfis- bundið ekki síður en málfræðin, en samt erfiðara að festa hendur á til að kenna. Orð eru sjaldnast ein á ferð og þau eru vandlát á þann félagsskap sem þau velja sér. Við segjum make a mistake en ekki do a mistake. Það er mikill fjöldi af samstæðum sem þessum (collocations) í ensku, en orðaforðaæfingar sem taka mið af þessari vídd eru ekki eins algengar í ensku námsefni. í hvaða samhengi og með hvaða orðum notum við t.d. damage, hurt, ruin? Hvað getur verið effectivel Hvaða samstæður eru til með sögninni takel Það er full ástæða til að taka þessa hlið orðaforðans inn í myndina og gefa gaum að því hvernig hann birtist í samhengi texta og á þátt í byggingu hans. Þar sem ekki er hægt að gera orðaforðaþjálfun skil hér svo neinu nemi, er bent á að mikið hefur verið samið af ítarefni undanfarið til að þjálfa orða- forða. Hér hefur heldur ekki gef- ist rúm til að fjalla um þær leiðir sem hægt er að fara til að prófa og meta orðaforða. Það bíður betri tíma. Hvað felst í því að kunna orð? Við þurfum fyrst og fremst að gera upp við okkur hvort orð er þess eðlis að það sé nóg að tileinka sér merkingu þess eða hvort við stefnum að því að nemendur geti sjálfir notað það. Hér er um að ræða ólíka færni sem krefst ólíkra aðferða í kennslu. Til að læra orð til fulln- ustu þurfum við að: - greina það sem orð, - skilja það þegar við heyrum það, - skilja það þegar við sjáum það, - vita hvernig á að bera það fram, - vita hvernig á að stafsetja það, - skilja tengsl/vensl við önnur orð, - skilja hvernig það hegðar sér í setningum, - skilja hinar ýmsu merkingar og blæbrigði, - kunna að nota það í ýmiss konar samhengi. Til þess að ná valdi á merkingu orðs er talið að nem- andi þurfi að rekast á það nokkuð oft (heyrst hefur talan 14 sinnum) í mismunandi sam- hengi með vissu millibili. Nem- andinn þarf að sjá það á prenti, heyra það og í kjölfarið þreifa sig áfram með notkun þess í töluðu og rituðu máli. Það skipt- ir miklu máli upp á máltökuna. Þetta styður mjög það sjónar- mið að byggja námsefni upp á þematískan hátt, þar sem unnið er með sama efni út frá ýmsum sjónarmiðum og þar sem jöfnum höndum fer fram þjálfun í að lesa, hlusta, tala og skrifa. Lokaorð Enskukennsla á íslandi stend- ur senn á tímamótum. Ný nám- skrá mun líta dagsins ljós innan tíðar og enskukennsla færist nið- ur í 5. bekk grunnskóla. Skýrslan Markmið t tungumálakennslu boð- ar miklu ákveðnari stefnu en hingað til hefur komið fram í námskrám og ber að fagna því. Það er því verk að vinna á þess- um akri. Það væri mikill fengur að því ef samvinna næðist um að setja upp lágmarksviðmið í orða- forðakunnáttu fyrir tiltekin stig grunn- og framhaldsskólans, þannig að það yrði samfelldur og kerfisbundinn vöxtur í orðaforða nemenda upp allt skólakerfið. Það væri verðugt verkefni þar sem orðaforði virðist nokkuð veikur hlekkur í enskukunnáttu margra íslendinga. Nokkrar bækur um orðaforða: Fyrir kennara Nation, I.S.P. 1990. Teaching and Learning Vocabulary. Newbury House Publishers. Nation, I.S.P. (ed.) 1996. Vocabuiary Lists. English Language Institute Occa- sional Publication No. 17. Victoria Uni- versity of Wellington, New Zealand. ISBN 0-475-10507-9. Schmitt, N. and McCarthy, M. (eds.) 1997. Vocabulary: Description, Acquisition and Pedagogy. Cambridge University Press. Coady, J. og Huckin, T. (eds.) 1997. Second Language Vocabulary Acquisi- tion. Cambridge University Press. Lewis, M. The Lexical Approach. 1993. Language Teaching Publications. Lewis, M. Implementing the Lexical Approach. 1997. Language Teaching Publications. Fyrir nemendur Longman Language Actiuator. 1993. The World’s First production Dictio- nary. Longman. Longman Essential Actiuator. Put your Ideas into Words. Longman. McCarthy M. og F. O’Dell. 1994. English Vocabulary in Use - Upper- intermediate & Aduanced. Cambridge University Press. Redman, S. English Vocabulary in Use - Pre-intermediate & Intermediate. Cambridge University Press. Watcyn-Jones, P. Target Vocabulary (1, 2 and 3). Penguin. Watcyn-Jones, P. Vocabulary Games and Activities for Teachers. Penguin. Auður Torfadóttir, dósent við Kennaraháskólann. 8

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.