Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 22
Þegar þarna er komið sögu virðist vera kominn tími fyrir svonefnda „ungdomsbog" að fæðast. Gyldendal setur á flot bókaflokkinn „Ung i dag“ og svo ætlar allt vitlaust að verða árið 1976 þegar Bent Haller vinnur verðlaun fyrir bókina Katamar- anen, Statens Kunstfond veitir honum þriggja ára starfslaun og hann er bannaður í Thisted. í kjölfarið fylgdu líflegar umræður um hvað mætti eða ætti að standa í barnabókum. En eitt er víst að við þessa tilfærslu barna- bókarinnar upp í unglingabók komu fram höfundar, sem eru helstu „framleiðendur“ þeirra bóka sem við þekkjum af bóka- listunum í dag, Leif Esper Andersen, Kirsten Holst, Tine Bryld, Bjarne Reuter. Og þarna hefjast rannsóknir á barnabók- menntunum, uppruna og út- breiðslu undir forystu meðal annarra Torbens Weinreich og ekki síst Mette Winge, sem varði doktorsritgerð sína um danskar barnabækur 1900-1945, árið 1976. Þjóðfélagsraunsæjar unglingabókmenntir Og þá má segja að við séum loksins komin að efninu, af- sprengi hinnar sósíalrealísku barnabókar, unglingabókmennt- unum. Og hvað erum við með í höndunum; eintóm vandamál eða hvað, og kannski ekki svo undarlegt þegar Iitið er til þess að einn afkastamesti höfundur- inn þessa stundina er félagsráð- gjafinn Tine Bryld, sem hlýtur að hafa verið upp á sitt besta á blómaskeiði 68-kynslóðarinnar, fædd 1939, og kom fram með sína fyrstu bók Stœrk nok árið 1981. í kjölfarið kom Pige Liv (1982), Befri dit liv (1983) og Liv og Alexander (1984). Mér finnst trúlegt að þessar bækur séu nú víðast dottnar upp fyrir, eigi sér sem sagt ekki lengri líftíma en einn áratug, ekki frekar en sósí- alrealísku barnabækurnar upp úr 1970. Einhverjir eru enn að kenna En rift i huden frá 1986, þar sem maður er farinn að finna fyrir vissri gagnrýni Tine Bryld á foreldrakynslóðina. Ég fer ekki nánar út í þá bók en mig langar að gera tvær síðustu ung- lingabækur Tine Bryld að sér- stöku umtalsefni Talkshow frá 1990 og Nora frá 1995. Foreldrar sökudólgarnir í Talkshow erum við komin að uppáhaldsviðfangsefni Tine Bryld, því hvernig 68-kynslóðin stendur sig sem foreldrar. Hún segir beinlínis að þessi kynslóð hafi gleymt skyldum foreldra- hlutverksins sökum þess hversu sjálfupptekin hún er. Hún sagði reyndar fyrir u.þ.b. 15 árum í sjónvarpsþætti, sem fjallaði um blómabörnin, að sú kynslóð hafi notað börnin sín eins og sálfræðinga, sagt þeim allt og íþyngt þeirra ungu sálum með fullorðinsvandamálum. Og núna í aldarlok notar Tine Bryld bækur sínar til að benda á að „brölt“ '68-kynslóðarinnar, sem allir þekkja og ég fer ekki nánar út í, kostaði sitt og fórnarlömbin séu börnin. Skáldsagan Talkshow fjallar, eins og nafnið gefur til kynna um kjaftaþætti, þó aðeins að hluta til, því bókin er saga ungrar stúlku, sem heitir Nadia. Reyndar hefst bókin á jarðarför hennar og hún varð aðeins 18 ára, svo fáum við söguna alla í endurliti (flashback), því skýr- inganna er leitað í fortíðinni. Bókin höfðar vel til ungling- anna í dag, þau þekkja veruleika amerísks sjónvarps, því leikur- inn berst til New York og móð- irin, Isabella, verður eins konar Oprah Winfrey, sem er meiri heimilisvinur hjá unglingum á íslandi í dag en nánustu ættingj- ar. Við fylgjumst með uppgjöri mæðgnanna og það liggur við að manni þyki nóg um dómhörkuna í garð móðurinnar sem bregst dóttur sinni og á þar með þátt í óhamingju hennar. Nemendur mínir dæma móðurina sem algjört „bitch“ en segja jafnframt að sjálfsmorð séu á eigin ábyrgð en ekki vondra foreldra eða kennara, sem alveg óvart verða að ástarviðfangi eða jafnvel móðurímynd fyrir ráðvillta stúlku. Bókin hefur reynst vel í kennslu, viðfangsefnið er að hluta til siðferðilegt og nemend- ur þurfa að taka afstöðu og tjá hana. Kannski höfðar bókin til þeirra vegna þess að frásagnar- aðferðin er svo mikið í ætt við amerískar „sápur“ sem þessi aldurshópur er orðinn mjög æfður í að meðtaka. Upp við fossa á dönskum búningi En ég ætla líka að gera að umtalsefni nýjustu bókina Nora frá 1995. Þar erum við enn og aftur komin inn á þjóðfélagslegt raunsæi; 18 ára stúlka fer í fóst- ureyðingu, ólétt eftir dönsku- kennarann sinn sem táldró hana í Kristjaníu. Þetta er þó sem betur fer ekki aðalefni sögunnar en það er búið að gefa tóninn. Foreldrarnir eru kynntir til sögunnar, velmegandi fólk, kenn- ari og dómari, og er farið alveg aftur til þess að foreldrarnir kynntust upp úr 1970. í sem skemmstu máli sagt erum við aftur komin að ábyrgð eða ábyrgðarleysi og sjálfselsku for- eldranna og siðferðilegar spurn- ingar vakna. Reyndar er mótíf sögunnar vel þekkt úr heims- bókmenntum jafnt sem íslensk- um, hvern rámar til dæmis ekki í Upp við fossa eftir Þorgils gjall- anda, þar sem systkini fella hugi hvort til annars, án þess að vita um skyldleika sinn. Það má segja að þemað í Nora sé ástin, en auk þess fáum við hinn nauð- synlega kokkteil unglingabók- menntanna í dag: útlendingahat- ur, homma, ofbeldi og eiturlyf, ráðvillta foreldra, fyllerí, óléttur og fóstureyðingar. 22

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.