Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 13
inn að huga að félagsmótun og uppeldi þeirra til að hjálpa þeim við að læra að taka ábyrgð á eigin námi. Oft getur þó reynst erfitt að virkja áhugahvöt þess- ara barna. Tungumálakennarar verða að vera sveigjanlegir eins og allir aðrir, það er nánast það eina sem við vitum um framtíðina. Mitt í þróuninni getum við oft ekki ráðið við að halda fast við persónulega og faglega ímynd okkar. Við sem fagkennslufræð- ingar höfum þá skyldu að stuðla að faglegri þróun skólans. Álykt- un Evrópuráðsins um tungu- málakennslu fer svipaðar leiðir og námskrá danska grunnskól- ans og jafnvel einnig þess íslenska, helsta breytingin er þó í afstöðu til notandans, þar sem þróun hefur átt sér stað. Afstaða til þess hvernig málanám eigi sér yfirleitt stað breytist ekki, heldur helst það að tungumála- kennarinn skuli vera hvetjandi gagnvart nemendum, svo hver einstakur nemandi komi inn í sameiginlegt námsferli sam- kvæmt eigin gildismati og skiln- ingi á því hvað eigi að læra. (Gabrielsen 1996) Hvernig getur svo kennarinn unnið að því að nemandinn taki ábyrgð á eigin námi og læri á eigin forsendum? Kennurum hættir til að hafa fyrirfram mót- aðar hugmyndir um hvað þeir telja að nemandinn læri, þegar þeir athuga bækur þeirra. En kennarinn verður að virða þann vafa sem gildir um nám yfirleitt, hann verður að taka alvarlega þá óvissu sem Iiggur í námsferl- inu, þar sem ekki er hægt að skipuleggja eða stjórna hvenær nám á sér stað. Verkefni kennar- ans þurfa að breytast með nýj- um aðferðum. Hann á ekki bara að kenna, heldur leiðbeina og upplýsa í meira mæli, hann á að rannsaka nám á kerfisbundinn hátt og búast við því ófyrirsjáan- lega, bæði hvað varðar nám og samspil milli nemenda yfirleitt. Að vera kennari er að læra að lifa við þessa óvissu. (Trebbi 1996) Við tölum um sveigjan- leika í upphafi kaflans og sveigj- anleiki og hugmyndaflug verða að vera aðalhugtök í aðferða- fræði tungumálakennarans. Hann verður að nota hugmyndaflugið til að sjá fyrir óskir nemenda sinna og hafa verkefni fyrir þá sem örva þeirra eigin ímyndun- arafl. Vísa ég hér til fyrri um- fjöllunar um hugmyndaflugið og önnur svið heilans sem skipta sköpum við notkun tungunnar og í málanámi yfirleitt. Hugtakið menning og skiln- ingur á því hugtaki ætti einnig að skipta miklu máli við kennslu á nýju tungumáli. Þau hugtök sem það inniber eru helst þekk- ing, sem væri þá þekking á menningu og samfélagi mál- landsins og einnig á eigin landi nemandans. Tilfinningar, sem er sameiginlegt hugtak yfir til- finningar og tengsl, bæði gagn- vart mállandi og þeirri þjóð sem þar býr og eigin landi, að vera meðvitaður um eigin tilveru og annarra, þar með talda siðfræði og gildismat almennt. Þriðja hugtakið væri háttvísi, sam- eiginlegt hugtak yfir þekkingu á almennri hegðun og reglum sem gilda í eigin umhverfi og al- mennt hæfileikar til að fylgja reglum. Auðvitað koma hér upp spurningar um hvað sé viðeig- andi að miðla nemendum í þessu menningarlega samhengi. I hvað miklu mæli þeir eigi að hafa þekkingu á sögulegum bakgrunni menningar og sam- félags og einnig hvort mikilvægt sé að nemendur upplifi sjálfir hina framandi menningu með því að ferðast til mállandsins. Samantekt í upphafi greinarinnar útskýri ég þau hugtök sem mér finnst vera mjög mikilvæg þegar mað- ur talar um menningu. Mér finnst skipta máli að hugsa ekki aðeins um menninguna eins og hún er ríkjandi í dag, í hvaða samfélagi sem er, heldur skoða þróunina og hvaða áhrif hún hefur á persónuleikaþróun manns- ins og þar með á tilurð tungu- málsins. Það geta verið skiptar skoðanir meðal tungumálakenn- ara hvað skuli skoða og hvernig, en ég held að fyrir okkur sem kennara skipti máli að dýpka hugtök eins og kostur er á, til þess að skilja betur t.d. þörfina á því að miðla menningu, siðum og venjum mállandsins ásamt kennslu tungumálsins og þá í samanburði við eigin menningu. Það skiptir líka máli fyrir tungumálakennarann að skoða þau persónuleikaeinkenni sem nemendahópurinn markast af að einhverju marki og geta þá jafnvel virkjað hvern nemenda á sínum eigin forsendum. Við get- um líka séð að starf kennarans gerist æ flóknara og margþætt- ara í því samfélagi sem við bú- um við í dag. Til þess að skapa nemendum það námsumhverfi sem best er, verður tungumála- kennarinn að vera mörgum kost- um búinn. Hann verður að hafa góða persónulega og faglega ímynd. Ásamt því að kenna þarf hann að geta hlúð að uppeldis- þáttum og stuðlað að siðmenn- ingu nemenda. Hann verður að vera sveigjanlegur og geta bæði kennt tungumálið og einnig lagt gildismat á siðfræði og hátterni. Hann verður að vera góður leið- beinandi og geta gefið upplýs- ingar. Hann þarf að geta m.a. rannsakað eigin aðferðir og kennslu og hann verður bæði að geta stjórnað og kunnað að halda sig baksviðs til þess að nemendur læri að taka ábyrgð á eigin námi. Hann þarf að hafa ímyndunarafl til að opna nem- endum nýjan heim og hann þarf að hafa eldmóð til að nemend- um þyki það þess vert að hlusta á hann. Einhverjir súpa hveljur af þessari upptalningu en ef grannt er skoðað er þetta ekki einmitt það sem við flest erum að takast á við alla daga í meira eða minna mæla? Mikilvægt er fyrir tungumála- kennarann að vera meðvitaður um skilningsformin sem tileink- uð eru Vygotsky og Egan, t.d. lestrarfærni, afstæð hugsun og ekki síst ímyndunaraflið. Kenn- arar hafa ýmis tæki til að sjá hvar nemandinn er staddur í vitsmunaþroskanum og hvaða skilnings má af honum vænta og hvaða vinnu hann er þá fær um. Einnig er hægt að hafa þessa þætti í huga við að vekja áhuga- hvöt nemandans, t.d. við að skapa rétt námsumhverfi. Mín reynsla er sú að nemendur 8-10 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.