Málfríður - 15.09.2000, Síða 8

Málfríður - 15.09.2000, Síða 8
Það er þess vegna mjög mikilvægt að leggja áherslu á tileinkun orða- forða í kennslu erlendra mála. 8 28 synes, 27 tage, 26 lide, 26 snakke, 23 besoge, 22 lave, 21 hábe, 20 lære, 20 spise, 19 drikke, 16 tænke, 14 kende, 14 overnatte,14 tro. Skáletraðar sagnir eru þær sagnir sem voru á verkefnablaðinu. Tölurnar fýrir framan sagnirnar sýna hversu oft þær voru notaðar í öllunr textunum. Allar myndir og tíðir sagnanna eru taldar með. (Feit- letraðar sagnir eru kjarnasagnir (kernever- ber) í dönsku, skv. skilgreiningu Hanne Ruus (1995) í Danske kerneord.) Það er ljóst af listanum að nemendur nota mest algeng eins- og tvíkvæðissagn- orð. Notkun fleirkvæðissagnorða er ein- staklingsbundin. Nemendur velja í skrif- um sínurn á dönsku að nota tiltölulega fáar sagnir en oft. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir. (Viberg 1989) Sagnorð- ið at gá er mikið notað um ferðalög og sýnir tilhneigingu nemenda til að nota fáar sagnir í víðu samhengi: (Feitletruð orð eru yfirstrikanir nemendanna sjálfra) 1. Jeg gik en gang til Danmark, min store bror var i skole i OdenseV, nu bor han i Reykjavík med sin kone og 2 lille smá born. 2. Sidste sommer gik jeg med mine familier til NewYork. Sagnorðaforði nemenda er ekki mjög mikill. Sömu sagnirnar eru notaðar aftur og aftur. Það gætir sömu tilhneigingar hér og annars staðar, að nemendur nota oft þau sagnorð, sem þeir þekkja, en forðast önnur. 2.3. Lýsingarorð Eftirfarandi lýsingarorð komu oftar en 10 sinnum fýrir í öllum nemendatextunum. 307 meget, 169 god, 119 mange, 104 al, 81 gammel, 56 sidst, 55 sjov, 54 stor, 50 lille, 38 hel, 36 ung, 29 dansk, 29 kære, 28 forst, 24 flot, 26 mere, 26 smuk, 24 spœndende, 23 kold, 22 varm, 19 flere, 19 islandsk, 17 dejlig, 16 fín, 16 morsom, 14 forskellig, 14 hoj, 13 kær- hg, 11 kedelig, 10 dárlig, 10 svær Það sama á við hér varðandi feitletruð og skáletruð orð og við sagnorðin. Tileinkun lýsingarorða hefur ekki verið rannsökuð jafn mikið og t.d. tileinkun sagnorða og nafnorða en rannsókn (længdeunder- sogelse) Henriksen & Haastrup (1998) gefur ástæðu til að ætla að nemendur til- einki sér lýsingarorð hægt, og að hlutlæg lýsingarorð lærist fýrr en huglæg. Lýsing- arorð eru ekki jafn mikilvæg og nafnorð og sagnorð í tjáskiptum og því er tilhneig- ing til að sleppa þeim. Enginn vafi leikur á að nemendur í þeirri rannsókn sem hér um ræðir ofnota ákveðin lýsingarorð t.d.fot í skrifum sín- um. Þeir tala um flot historie,flot gymnasi- um, ikke flotte danske born, flot/ikke flot hovedstad, flot jazz, flotte steder, flotte tojbutikker o.s.frv. Lýsingarorðið meget hefur sérstöðu hvað varðar mikla notkun. Það gæti bent til þess að nemendur vanti samheiti yfir meget t.d. virkelig, god, helt fint, enorm hyggelig, rigtig hyggelig, dejlig þegar þeir þurfa að lýsa skoðunum sínum, tilfinning- unr, og hrifningu. Henriksen & Haastrup hafa séð sams konar tilhneigingu í rann- sókn sinni á notkun enskra lýsingarorða meðal danskra skólanema. Rannsókn á notkun lýsingarorða bend- ir til að nemendur noti tiltölulega fa lýsing- arorð oft. Fjölbreytileg notkun lýsingarorða er mjög einstaklingsbundin og svo virðist sem fleiri lýsingarorð séu í lengri textum. Niðurstöðurnar varðandi orðaforðann eru mjög á sömu lund og varðandi mál- fræðina. Nemendur nota almennt fá orð en þeir nota þau að rnestu merkingar- fræðilega rétt. Orðaforðinn er lykillinn að tjáskipta- hæfni nemenda. Það er mikilvægt að hafa vald á formgerð málsins, en setningar sem eru málfræðilega réttar geta verið merk- ingarlausar, ef þær innihalda ekki þann orðaforða sem aðstæður krefjast. Það er þess vegna mjög mikilvægt að leggja áherslu á tileinkun orðaforða í kennslu erlendra mála. Röng orðnotkun veldur því miklu frekar en málfræðivillur að tjá- skiptin takast ekki sem skyldi. Nemandi,

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.