Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.09.2000, Blaðsíða 19
„To ristede med pita“ Kulturstudier i provincen og input til fremmedsprogsundervisning. Námskeið fyrir dönskukennara í Danmörku í. — 11. ágúst 2000. Á köldum hásumardegi mættum við undir- ritaðar, ásamt 22 öðrum dönskukennur- um, glöðum og fullum eftirvæntingar, í sumarparadís „suðurhafseyjanna" eins og Danir gjarnan nefna eyjarnar suður af Fjóni. Þar undum við í sex daga við leik og störf á eynniTásinge og í Svendborg. Viðfangsefni okkar voru af ýmsum toga en tengdust þó einkum Svendborg og nágrenni. Fyrsta daginn var tekið á móti okkur í ráðhúsi bæjarins. Þar kynnti formaður menningarmálanefndar Svend- borgar okkur ýmis mál sem eru ofarlega á baugi, m.a. í skólamálum en í Svenborg er stærsti menntaskóli Danmerkur auk tækniskóla, verslunarskóla og sjómanna- skóla. Einnig var nokkuð fjallað um sam- félagsbreytingar sem urðu við sameiningu sveitarfélaga á Fjóni og nú síðast við opn- un brúar yfir Stórabelti. Svendborg er gömul hafnarborg og at- vinna fólks er að miklu leyti fólgin í þjón- ustu við sjófarendur. Þar er fj öldi gamalla húsa og áhersla hefur verið lögð á að end- urnýja þau í upprunalegri mynd þannig að bærinn hefur afar fallega ásýnd. Elsta húsið í bænum, Anne Flvides Gárd, er talið vera frá 16. öld og hýsir bæjarminja- safnið. Það skoðuðum við lauslega áður en við fórum í gönguferð um miðbæinn í fýlgd leiðsögumanns, Dorthe Petersen, sem kunni ótal sögur frá fyrri tímum. Aðalfýrirlesari okkar á Fjóni var Lillian Rhode, sem kennir ensku í Kalundborg og hefur starfað með kennurum í Suður- Afríku. Viðfangsefnið var „kultur som begreb“ og í því fólst að við gerðurn okk- ur betur grein fýrir því á hvern hátt við getum kynnt menningu annarrar þjóðar fýrir nemendum okkar. Einnig veltum við fýrir okkur hversu margslungin menning getur verið. Ymsir þættir menningar í Danmörku og á Islandi eru afar áþekkir en aðrir eru gjörólíkir. Sérstaklega á þetta við hluti sem ekki eru greinanlegir við fýrstu sýn.Við vorum svo heppin að vera þarna stödd þegar haldin var árleg borgar- hátíð, mun stærri en hinir vikulegu mark- aðsdagar (torvdage). Þarna var m.a. hand- verksfólk sem leggur stund á gamlar fram- leiðsluaðferðir og minnti ýmislegt á það sem við þekkjum hér heima. I Svendborg var okkur skipt í hópa sem fengu sitt verkefnið hver til umfjöll- unar: Flöfnin og umhverfi hennar, bygg- ingarlist, innflytjendur og trúarbrögð. Hóparnir fóru víða, ræddu við fólk og söfnuðu efni í hugmyndabanka, sem síðar er ætlað að nýta til kennslu. Meðfýlgjandi er mynd úr hópastarfinu þar sem greinar- höfundar og áhugamenn um byggingarlist sitja í „Salig Simons Gaard“, sem er frá árinu 1628 en viðmælendur okkar voru flestir sammála um að það væri fegursta bygging bæjarins. Utan stundaskrár skoðuðu þátttakend- ur á námskeiðinu ýmis undur umhverfis- ins, s.s. Valdemarslot, Æro, Faaborg og núnnisvarðann um Elviru Madigan (frægt ástardrama sem átti sér stað á Tásinge á síðustu öld og varð okkur rómantískum konum mjög hugleikið meðan á dvöl okkar stóð). Sunnudaginn 6. ágúst ókum við til Sjá- lands þar sem lystisemdir Schæffergárdens biðu okkar. Þeir sem til þekkja vita að þær felast einkum í dýrlegum aðbúnaði í mat og drykk enda veitir ekki af þar sem dag- skrá námskeiðsins var bæði löng og ströng - en jafnframt áhugaverð. Umfjöllunarefni okkar seinni vikuna voru m.a. um „dansk- heden“ en Danir óttast mjög um hana á þessum tímum Evrópusameiningar. Mannfræðingurinn Marianne Nohr Larsen ræddi um þetta efni og kynnti bók sína „To ristede med pita“ ásamt fleiru. Við sáum danska menntskælinga í Christ- Hóparnir fóru víða, ræddu við fólk og söfnuðu efni í hug- myndabanka, sem síðar er ætlað að nýta til kennslu. 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.